Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 1

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 1
Saudfjáreign vor og framtalsskýrslurnar. Lengi hefir það verið viðurkent, hæði mill- nm manna og opinberlega, að lausafjártíund bænda væri ekki ábyggileg. Sérstaklega hefir leikið orð á því, að framtal hrossa og sauð- fjár væri of lágt. Ollum, sem hafa ritað um þetta efni, hefir homið saman um, að tala bú- penings á landinu væri mun rneiri en lands- hagsskýrslurnar tilgreina. Nú er loks fengin sönnun fyrir þessu, að því er sauðfé snertir. Eins og kunnugt er var alt sauðfé á land- inu baðað tvo seinastliðna vetur, samkvæmt ráð- stöfun landsstjórnarinnar og á kostnað lands- sjóðs. Sauðfé í Austur- og Norðuramtinu vestur til Héraðsvatna var baðað veturinn 1903 til 1904, og í hinum hlutum landsins veturinn 1904—1905. Böðunin var framkvæmd af mönn- um, er sýslumenn skipuðu hver í sinni sýslu, og var jafnframt lagt fyrir þá að telja féð nákvæmlega á hverjum bæ þar, sem þeir böð- uðu, og gefa skýrslu um. Þessar böðunar- skýrslur voru síðan sendar landsstjórninni, og verða þær birtar á sínum tíma í landshags- skýrslunum. Stjórnarráðið hefir gjört mér þann greiða, að lána mér útdrátt úr þessum skýrslum til athuguuar og birtingar í Frey. Það eitt út af fyrir sig, að fá loks að vita með vissu tölu sauðfjár á landinu, er mjög mikils virði. Hitt skiftir þó auðvitað meiru að böðunarskýrslurnar sýna að féð er 31°|0 fleira heldur en vænta mátti eftir’ framtals- skýrslunum. Það eykur þjóðareignina um tvcer miljönir kröna, þegar framgengin kind er reiknuð á 12,82 kr. að meðaltali, sem ekki er •°f hátt. Samkvæmt böðunarskýrslunuui var sauðfé ú öllu landinu 658134, en eftir framtalsskýrslun- um, teknum í næstu fardögum á undan böðun- inni ekki nema 502130. Mismunurinn er því 165004, eða nærri einn þriðji hluti af fram- töldu fé. Með tilliti til fjártalsins var leitt, að eig- skyldi vera baðað sama veturinn á öllu land- inu, en mikinn glundroða gjörir það ekki. Ohætt má þó gjöra ráð fyrir að fénu hafi held- ur fjölgað en fækkað í Austuramtinu og í aust- urhluta Norðuramtsins frá því baðað var þar veturinn 1903—4, og þangað til veturinn eftir, að baðað var í hinum öðrum hlutum landsins. Fjártalan mundi því hafa orðið rífari, ef bað- að hefði verið á öllu landinu véturinn 1904—5. Annar dálkur skýrslunnar hér á eftir sýnir nær baðað var í hverri sýslu. Stafurinn a aftan- við ártalið merkir að baðað hafi verið fyrri hluta ársins - • um veturinn eftir nýár. Stafurinn b merkir aftur á móti að baðað hafi verið seinni hluta ársins — um veturinn fyrir nýár. Þriðji dálkur sýnir tölu framtalins fé í hverju amtí, sýslu, og á öllu landinu. í Aust- ur- og Norðuramtinu austan Héraðsvatna er farið eftir framtalinu í fardögum árið 1903, en í hinum hlutum landsins eftir framtalinu 1904. I fjórða dálki er tala baðaðs fé, raðað á sama hátt og í þriðja dálki. í Suðuramtinu er féð lang flest 218,761, þar næst í Norður- amtinu 176,235, i Vesturamtinu rúm 134 þús. og i Austuramtinu tæp 128 þús. Af sýslunum er Arnessýsla lang hæst með 74,284 fjár. Næst í röðinni er Eangárvalla- sýsla með tæp 65 þús. og svo Húnavatnssýsla með rúm 56 þús. Eæst er féð í Strandasýslu aðeins 14T/2 þús. Næstar í röðinni að neðan eru Norður-Þingeyjar- Austur-Skaftafells- og Barðastrandarsýslur, allar með um 20,000 fjár.' Þá kem ég að 5. dálk. Um hann verð.ur sjálfsagt deilt. Þegar ömtin eru borin saman sést að munurinn á framtöldu og böðuðu fé er lang

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.