Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 3

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 3
FREYR. 19 ínguum heldur og í heilurn sýslum og lands- hlutum, frá því talið var fram, og þar til bað- að var. Þessi fjölgun eða fækkun getur hæg- lega hafa numið svo miklu, að framtalið hafi í raun og veru ekki verið hóti betra i þeim sýslum eða landshlutum, þar sem munurinn á framtöldu ogböðuðu fé er minstur eftir skýrsl- unni, en í hinum þar sem hann er meiri. Það sem sérstaklega hefir áhrif á fjölgun eða fækkun sauðfjárins frá ári til árs er ár- ferðið, og þá einkum heyskapurinn. Hver bóndi ákveður eins og kunnugt er fjölgun eða fækkun bústofnssins að huustinu — setur á. 3?ví meiri og betri sem heyin eru, því fleiri skepnur eru undir venjulegum kringumstæðum settar á, og því minni og verri sem þau eru, því færri. Og sérstaklega lendir fækkun bú- penings eftir heybirgðum á sauðfénu, því eins •og rétt er, er alment litið svo á, að fljótlegast sé að fjölga því aftur. Verzlunin getur einnig haft áhrif á fjölg- un eða fækkun sauðfjárins frá ári til árs, en af því eugar verulegar breytingar hafa orðið á henni seinustu árin, þarf eigi að fara nánar út x það hér. Þess er áður getið, að á Austur- og Norð- uriandi vestur að Héraðsvötnum var baðað veturinn 1903—4. Ejártalan á þessu svæði í þriðja dálki skýrslunnar er því tekin eftir framtalsskýrslunum vorið 1903. Ef vér nú athugum árferðið á þessu svæði árið 1903, sjáum vér strax að allar líkur eru til, að sauðfénu hafi fækkað mjög mikið haust- ið 1903. — Veturinn 1902—3 var í lakara lagi á öllu Norður- og Austurlandi, og vorið mjög kalt og gróðurlítið. Allar likur eru því til að heyfyrningar undan vetrinum hafi verið með minsta móti. í Múlasýslum og á öllu Norður- landi einkanlega í Þingeyjar- og Eyjafjarðar- sýslu var sumarið eitthvert það versta, sem komið hefir seinasta mannsaldur, víða engu hetra en mislingasumarið 1882. Gras spratt seint, og slagviðri og kuldar keyrðu fram úr hófi; nýting á heyjum varð þvi afleit, og heyfengurinn bæði lítill og lélegur. Að öllu þessu athuguðu, getur ekki hjá þvi farið að fé hafi fækkað mikið í þeirn hygðarlögum landsins, sem hér ræðir um haust- ið 1903, en hvað mikið er auðvitað ekki hægt að segja. I vesturhluta Norðuramtsins (vestan Hér- aðsvatna), Vestur- og Suðuramtinu var baðað veturinn 1904—5. Fjártalan eftir framtals- skýrslunum í þessum hluta landsins er því tekin eftir framtalinu vorið 1904. Arið 1904 var gott meðal ár bæði á Suður- og Vesturlandi. Heyskapur með meira móti á Suðurlandi en nýting lakari; á Vestur- landi var grasspretta í meðalagi og nýting góð. Óhætt mun því að fullyrða, að sauðfé hafi ver- ið fjölgað nokkuð haustið 1904 bæði á Suður- og Vesturlandi. Þess skal þó getið að aldrei hefir komið eins mikið sláturfé til Reykjavík- ur og það haust, og heyrði eg sérstaklega tal- að um, að óvenjulega margt fé hefði komið úr Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Að öllu athuguðu, verður því erfitt að dæma um eftir böðunarskýrslunum, hvar á land- inu er tíundað verst. Naumast getur þó nokk- ur efi leikið á, að yfirleitt sé minna dregið und- an tlund á Austur- og Norður-landi en á Suð- urlandi. Og óneitanlega virðast Arnesingar jafn- snjallastir í að tíunda illa, því þótt fé hafi fjölg- að þar að mun frá því talið var fram og þar til baðað var, getur sú fjölgun eigi numið nema tiltölulega litlum hluta af þeim geysi-mismun, sem þar er á böðuðu og framtöldu fé. Þegar að landið í heild sinni er athugað, virðist ekki líklegt að fé hafi fjölgað neitt verulega, frá því talið var fram, og þar til bað- að var. Með öðrum orðum sagt: fækkun á sauð- fó á Austur- og Norður-landi frá því talið var fram og þar til baðað var þar, mun langt til vega á móti fjölgun fjársins í öðrum hlutum landsins frá því talið var fram og þar til bað- að var. Eftir þvi ætti það að vera einskonar löghelguð venja, að draga um 24°/0 af sauðfénu undan tíund, eða sem næst fjórðu hverja kind• Hér sem oftar sést hvað venjan er afar- sterkt afl. Fáum íslenzkum bændum mundi koma til hugar að tíunda eins rangt-og raun er orðin á, ef þeir hefðu ekki rótgróna venju að baki sér, því flestum hlýtur þó að vera það ljóst, að með því gjöra þeir sig ekki einungis seka í ófrómleik — draga sig undan lögboðn- um, sanngjörnum gjöldum —, heldur verða þeir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.