Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 5

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 5
FREYR. 21 landinu að meðaltali og er það harla lítið. Gæti að minsta kosti verið helmingi íleira eða 200 ef vel væri áhaldið, nóg gras og landrými til jsess. Lang-flest er féð tiltölulega í Austuramt- inu 131 kind á býli að meðaltali, en fæst i Vesturamtinu, að eins 82. Af sýslunum er Austur-Skaftafellssýsla til- tölulega íjárflest með 159 kindurábýli að með- altali, og þar næst Norður-Múlasýsla með 142 kindur á bæ. Húnavatnssýsla er lang-fjárflest af sýslunum í Norðuramtinu, og flestar kindur á býii 125 að meðaltali. Af sýslunum í Vest- uramtinu koma lang-flestar kindur á býli í Mýra- sýslu, 127 að meðaltali. I Suðuramtinu koma liér um bil jafn-margar kindur á býli í þrem sýslum: Vestur-Skaftafellssýslu, Árnessýslu og Bangárvallasýslu, 118—120 að meðaltali í hverri, Gitðjón Gtiðmundsson. Landbúnaðarlöggjöf 1905. Ekkert alþingi hefir haft eins mörg bún- aðarmál til meðferðar og seinasta alþingi. £>ess var og að vænta, þar sem milliþinga- neí’nd í búnaðarmálum hafði verið skipuð, og lokið starfi sinu svo snemma, að tími var fyr- ir þjóð og landsstjórn að átta sig á tillögum hennar fyrir alþingi. Milliþinganefndin hafði samið 12 lagafrum- vörp, og er skýrt frá þeim í II. árg Freys nr. 4—6. Þrem af þessum frumvörpum stakk stjórnarráðið undir stól, en 9 af þeim voru lögð fyrir alþingi, sum óbreytt, en hin meirra eða minna breytt. Öll þessi frumvörp eru nú ■orðin að lögum. Hér skal stuttlega skýrt frá gangi mál- anna, og breytingum þeim, sem á frumv. hafa orðið, frá þvi þau komu f'rá milliþinganefndinDÍ. I. Lög um bændaskóla. Þau voru lögð fyrir þingið óbreytt, og komu fyrst til umræðu í neðri deild. Umræð- ur urðu all-miklar um málið, og var sérstak- lega deilt um flutning Hólaskóla tii Eyjafjarð- ar og niðurlagning Eiðaskóla. Niðurstaðan varð sú, að skólarnir skyldu vera 2, annar á Suðurlandi en hinn á Norðurlandi. Aftur á móti var felt úr frumvarpÍDU ákvæðin um að bún- aðarsjóðir Vesturamtsins og Austuramtsins skyldu lagðir til bændaskólanna, eins og vér höfðum lagt til í Frey. I efri deild gjörði nefndin, sem þar var skipuð í málið miklar breytingar við frumvarp- ið, og má óhætt fullyrða að þær hafi flestar ef ekki allar verið til skaða. Þessar breytingar gengu út á að ákveða bændaskólasetrin á Hvanneyri og Hólum, fækka nemendunum við hvorn skólann úr 60 niður í 40, og kennurun- um úr 3 í 2, og lækka laun skólastjóra úr 1800 niður i 1500 kr. Allar þessar breyting- artillögur samþykti deildin svo að segja um- ræðulaust, nema hvað framsögumaður nefndar- innar séra Sigurður Stefánsson hélt við það tækifæri langa ræðu og snjalla. Hann sýndi fram á, með mörgum vel völdum oghugðnæm- um orðum, hvað hlutverk bændaskólanna væri veglegt og þýðingarmikið, en jafnframt vanda- samt: þeir ættu að tendra nýtt þekkingarljós hjá æskulýðnum, hvetja hann til atorku og framtakssemi, innræta honum elsku til föður- landsins, og virðingu fyrir bóndastöðunni, sem væri þýðingarmesta, veglegasta og skemtileg- asta staðan á landinu, því það séu bændurnir, sem bera eigi o'g bera verði þjóðfélagið fram til heilla og þrifa. Vér erum hjartanlega samþykkir þeirn fögru hugsjónum ræðumanns, er hér koma fram, og þakklátir fyrir hans velvöldu orð, en þess viljum vér ekki dyljast, að vér hefðum kosið að minDa hefði verið borið í framsögu nefnd- arinnar, en tillögur hennar heppilegri. Þær ganga allar, eins og skýrt hefir verið frá, í þveröfugu átt við hugsjónir framsögumanns, og virðast byggjast á þeirri einu hugsjón að spara landssjóði sem mest öll útgjöld við skólana, og útiloka með því, að þeir geti orðið til þess gagns, sem neðri deild og aðrir sem fjölluðu um málið, ætluðust til. Erumvarpið gekk síðan aftur til neðri- deildar, en var samþykt þar óbreytt, því deild- in var hrædd um að beytingar á frumvarpinu gætu orðið því að falli.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.