Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 6

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 6
22 FREYR. II. Lög um sölu þjóðjarða. Þessu frumvarpi breytti stjórnarráðið mik- ið frá því, sem það var, þegar það kom frá milliþinganefndinni. Aðalbreytingarnar voru faldar í því, að fella úr frumvarpinu heimildina til að selja kirkjujarðir, og ákvæði milliþinganefndarinnar um forkaupsrétt sýslu- og sveitafélaga að viss- nm landssjóðsjörðum. Eyrri breytingunni er- um vér ósamþykkir, en þá síðari álítum vér í alla staði réttmæta, þar sem jafnframt eru reistar skorðar við því að jarðir, sem líklegar eru til almennra nota eða hentugar eru tii sundurskiftingar, verði seldar einstökum mönnum. Erupvarpið var lagt fram í neðri deild og urðu þar mjög miklar umræður um það. — Flestallir þingmenn deildarinnar voru hlyntir þjóðjarðasölunni nema Jón í Múla. Fyrir hon- um vakti einhverskonar erfðafesta, þó mjög ó- ljóst, eftir ræðum hans að dæma. Mest snér- ust umræðurnar um sölufyrirkomulagið, og hvernig verja skyldi andvirði þjóðjarðanna. Guðmundur Björnsson talaði eins oft í málinu og þingsköp leyfðu, og kom með fjölda af breytingartillögum. Hann byrjaði venjuleg- ast ræður sínar með því að „taka það fram“, að hann væri mjög hlyntur sjálfsábúð og aukinni jarðrækt, en breytingartiliögur hans og aðal- efnið f ræðunum gekk í þveröfuga átt. Þjóð- jarðirnar vildi hann selja hæstbjóðanda við opinbert uppboð, og þar með reyna að fyrir- b}'ggja að betri jarðirnar að minsta kosti kæm- ust i hendur efnalítilla ábúenda, heldur efna- manna og kaupstaðabúa, sem hefðu peninga aflögu. Hann barðist mjög í móti því, að and- virði þjóðjarðanna gengi í Ræktunarsjóðinn og yrði varið til þess að hjálpa leiguliðum til ábýliskaupa og til að efia ræktun laudsins. Með því vildi hann stofna sérstakan sjóð, er varið yrði til þess að byggja brýr, gjörahafn- jr, koma upp spítala o. m. fl. Frumvarpi stjórnarinnar var ekki breytt í neinu verulegu atriði í neðri deild, nema hvað 6 gr., sem heimilaði landsstjórninni endur- kaupsrétt á þjóðjörðum, sem gengu úr sjálfs- ábúð um 2 ára skeið, var feld úr frumvarpinu. — Frumvarpið gekk síðan til efri deildar, og var samþykt þar óbreytt í öllum aðalatriðum,. eftir all-langar umræður. III. Lög um forkaupsrétt leiguliða o. fl. Frumvarpi milliþinganefndarinnar um þetta efni breytti stjórnarráðið nokkuð, feldi meðal annars burt 2 gr., sem heimilaði sveitafélögum forkaupsrétt á jörðum að ábúanda frágengnum- Breytingar stjórnarráðsins álítum vér flest- ar til bóta, og þá sérstaklega þá, sem nefnd hefirverið, en því miður setti neðri deild sams- konar ákvæði inn í frumvarpið aftur, og efri deild lofaði því að standa. Þetta álítum vér mjög ifla farið, og furðar oss stórlega á að þingið, sem yfirleitt var sjálfsábúðinni mjög hlynt, skyldi ekki sjá að einmitt þetta ákvæði getur orðið mjög hættulegur þrándur í götu fyrir aukinni sjálfsábúð. Ráðríkar hreppsnefnd- ir munu einmitt nota það til þess að sölsa undir sig meira eða minna af jörðum, meðal annars til þess að auka völd sín, og þegar jarðir einu sinni eru orðnar eign sveitafélaganna, eru litlar líkur til að þær komist i sjálfsábúð framar. í efri deild var bætt iun í 1. gr. frumvarps- ins ákvæði um, að á fleirbýlisjörðum skuli sá, sem part á í jörðinni hafa forkaupsrétt. í>ar var og laxveiði og silungsveiði undanþegin frá forkaupsrétt þess, er land á undir. Sá, er neyta vifl forkaupsréttar, verður að- segja til þess innan 14 daga frá því er honum voru boðin kaupin. Vilji hann þá ekki kaupa, má landeigandi selja hverjum sem hann vill með sömu kjörum á næstu 6 mánuðum, en eftir þann tima verður hann að bjóða þeim, er for- kaupsrétt hefir, jörðina á ný, ef hann vill selja.- Hið sama gildir um leigu og sölu á fossum, skógum, ítökum eður öðrum jarðargögnum. IV. Lög um vátrygging sveitabæja og annara húsa i sveitum utan kauptúna. Stjórnarráðið gjörði talsverða breytingu á þessu frumvarpi frá því sem það var, þegar það kom frá milliþinganefndinni. Helztu breyt- ingarnar voru: að láta vátrygginguna ekki ein- ungis ná til sveitabæja og annara jarðarhúsa, heldur og til tómthúsa og annara hýbýla utaD kauptúna; að vátryggja ;l/4 húseignari nnar í

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.