Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 7

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 7
FREYR. 23 ■staðinn fyrir 2/3 eins og milliþinganefndin lagði til; að endurtryggja í hinum sameiginlega brunabótasjóði 3/4 vátryggingarupphæðinni í staðinn fyrir ®/3; feldi burtu ákvæðið um að landssjóður skyldi borga í sameiginlegan brunabótasjóð fyTstu 10 árin jafnmikið fé og öll endurtryggingar-upphæðin nemur. Erumvarpið var lagt fram í efri deild og athugað rækilega af 5 manna nefnd. Nefndin lagði til, að brunabæturnar væru */3 brunaskaðans eins og hjá milliþinganefnd- inni, að endurvirðing skyldi fara fram á hverj- um 10 árum, að hver húsráðandi sem jafnframt er eigandi að húsi, sem er 500 kr. virði eða meira, hafi 2 atkvæði á stofhfundum, en leig- endur eitt, að landssjóður veiti 10,000 kr. til hins almenna brunabótasjóðs um leið og hann er stofnaður. Allar þessar breytingar voru samþyktar af deildinni, og neðri deild gjörði -engar verulegar breytingar vif frumvarpið. V. Lög um samþyktir um kynbætur naut- gripa. Stjórnarráðið breytti nokkuð sektarákvæð- unum í þessu frumvarpi frá þvi, sem það var, þegar það kom frá milliþinganefndinni. í neðri ■deild var bætt aftan við 5 gr. ákvæði um, að þar sem nautgripafélög séu komin á fót, megi sýslusamþykt ákveða, að önnur naut en þau, sem félögin hafi valið til kynbóta, séu eigi not- uð til undaneldis á félagssvæðinu. Að öðru leyti var frumvarpið samþykt óbreytt. Yonandi semja sýslunefndir í vetur frum- varp til samþyktar um kynhætur nautgripa í þeim sýslum landsins, þar sem nautgripafélög ■eru komin á fót. VI. Lög um styrk úr landssjóði til samvinnusmj örbúa. Þessu frumvarpi breytti stjórnarráðið þann- ig, að alt útflutt rjómabúasmjör, sem seldist á 65 aura pundið eða þar yfir, og ekki meira en 20 aura undir matsverði á dönsku smjöri, skyldi fá 5 aura verðlaun á pund. Frumvarpið var mikið rætt í báðum deild- mm, en röksemdirnar ekki að sama skapi, enda stöðugt hringlað frá einu í annað. Neðri deild samþykti við þriðju umræðu, að verðlaunin skyldu vera 7 aurar á pd. fyrir smjör, sem seldist á 75 aura og þar yfir, en 5 au. á pd. fyrir smjör, sem seldist á 65—75 aura. Efri deild endaði með að útiloka frá verð- laúnum alt smjör, sem seldist undir 70 aurum, og að skifta því smjöri, er seldist þar yfir, í tvo flokka. í fyrsta flokkí skal telja það smjör, sem seist á 80 aura pd., og í öðrum flokki smjör sem selst á 70—80 aura. Til verðlauna ákvað hún 18,000 kr. hvort árið, og fær fyrsta flokks smjörið 50°/0 bærri styrk (verðlaun) en smjör í öðrum flokki. Frumvarpið gekk aftur til ueðri deildar, en var samþykt þar óbreytt. Umsóknir um styrkinn skulu rjómabúin senda til stjórnarráðsins fyrir lok fehrúar 1907 og 1908, og er honum úthlutað í marzmánuði hvort árið. Eins og sést á því sem sagt hefir verið, taka lögin ekkert tillit til smjörverðsins á heims- markaðinum, og gæti því svo farið, ef smjör félli alment í verði, sem vel getur komið fyrir, að mest alt smjörið, sem út flyzt, fái engin verð- laun, en að eins nokkur rjómabú fái þær 18,000 kr., sem lögin veita. Og miklar líkur eru til að það smjör, sem selt verður á þeim tíma árs, sem smjör er i lægstu verði, fái engin verðlaun, hversu gott sem það er. Kosning búnaðarþingsfulltrúanna. í 1. tölubl. 3. árg. „Freys“ stendur rit- gjörð með þessari fyrirsögn eftir búfræðis- kandidat Guðjón Guðmundsson. Af því eg er þar nefndur, og skoðun mín er enn sem fyr, andstæð skoðun höf. í þessu máli, þá leyfi eg mér að óska að „Freyr“ flytji sem fyrst grein- arstúf þennan, af því að hér er um alment mál að ræða, Það er þá fyrst að við hr. G. G. lítum gagnstætt á skyldur og réttindi þingmanna. Eg álít t. d. að það verði að hafa hausavíxl á setningu hans ofarlega á 4. bls. nefnds tbl., og hafa hana á líkan veg og þennan: Ef þing- maður notar umboð sitt til að vanrækja að gæta þeirra réttinda, sem Alþingi ber að sjá

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.