Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 8

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 8
24 FREYÍt. um, í hverju sem er, þá er það „gróf misbrúk- un á þingmenskunni.‘< Hr. Cr. G. er ósamdóma Stefáni kennara Stefánssyni. í>ar á móti er eg houum sam- dóma i því, að þingið geti breytt fjárhagsáætl- un Búnaðarfél. íslands bæði beinlínis og óbein- línis. Beinlínis með því, að fjárveitingin sé bundin því skilyrði, að fé sé eigi veitt til ein- hvers, er á áætlun stendur, eða fé sé veitt til einhvers ákveðins, er eigi stendur á áætlun. Óbeinlínis hlýtur það að breyta fjárhagsáætlun að meiru eða minna leyti, ef fjárveitingin er mjög takmörkuð. En eg álít að þingið eigi að fara mjög varlega með að nota þennan rétt sinn, eða því að eins, að auðsætt virðist að gildar ástæður séu til þess. En einmitt vegna þessa er eðli- legra og réttara að þingið velji suma fulltrúa búnaðarþingsins. Enda er auðsætt að meiri hluti á þingi getur hleypt pólitíkinni að með fjárveitingarvaldinu á margfalt harðbýlli hátt en þótt hann með hlutfallskosningu kysi 8 af 12 fulltrúunum. Hr. G. G. segir: „Ef þingið yfir höfuð færi að nota fjárveitingarvald sitt til þess að neyða lagabreytingum upp á félagið, liggur í augum uppi, að sjálfstæði þess væri lokið.“ Hér ber þess vel að gæta, að samkvæmt lög- um Búnaðarfél. Isl. kusu amtsráðin 8 fulltrúa á búnaðarþingið. En þegar amtsráðin lögðust niður, er breyting á lögunum í þessu efni óhjá- kvæmileg, ef 8 fulltrúa á eigi að vanta á bún- aðarþingið, þegar yfirstandandi kjörtími er út- runninn. Lagabreytingin hlýtur að ske á því fjárhagstímabili, er nú stendur yfir, en það er nauðsynin en alls eigi þingið, sem knýr hana fram, nema ef svo djúpt er sótt, að segja að þingið hafi gjört það með því að breyta sveit- arstjórnarlögunum. En þegar breytingin yrði, var sett það skilyrði fyrir fjárveitingunni, að Alþingi væri sett fyrir amtsráð inn í lögin. Auðvitað náði skilyrðið eigi til fjárveitingar- innar fyr en eftir næsta búnaðarþing. Mér virðist annars að fieiri en hr. G. G. hafi misskilið þetta atriði, enda jafnvel fjár- laganefnd neðri deildar eftir framsögunni að dæma. Síðasta búnaðarþing kom fram með „til- lögu“ eða yfirlýsingu um það, hvernig bezt myndi að haga kosningu fulltrúanna. En þá tillögu gátu hvorki né máttu þeir þingmenn sam- þykkja, er álitu hana óhagkvæma og mjög við- sjála. Það er ótimabært að ræða um að fjórð- ungsbúnaðarfélögin kjósi 8 fulltrúa meðan ekk- ert þeirra er komið á fót, og engar líkur til að þau rísi öll samtímis upp, þótt þau kynnu einhverntíma að myndast. Hvað kosningu sýslunefnda snertir, þá eru líkur til að flokka-pólitíkin hefði meiri áhrif, þar sem eigi er hægt að koma við hlutfalls- kosningu, heldur eu á þinginu, þar sem hlut- fallskosning í þessu atriði væri alveg sjálfsögð. Enda vill það reynast svo, að hin ráðandi póli- tiska skoðun hafi meiri og minni áhrif á flestar kosningar, þótt utan þings sé. Dæmið er einn- ig ljóst í því atriði, Sem hér ræðir um. JÞegar valtýskan stóð í blóma, voru flestir af fulltrú- um og öðrum starfsmönnum Búnaðarfél. Isl.r er fylgdu henni, og var það álit margra, að eigi hefði þá verið hlifst við að beita flokks- pólitik, þótt allar þær kosningar stæðu utan við þingið. Annað atriði er þó viðsjárverðara. Hr. G. G. bendir á, að kosningu megi haga eins og kosningu amtráðsmanna. En þar er ólíku sam- an að jafna. Hver sýslunefnd kaus amtráðs- mann fyrir sig, en hér er eigi að ræða nema um kosningu á 8 fulltrúum. Verða þvi tvær til þrjár sýslur um einn fulltrúa. Mjög sterkar likur eru til þess, að hver sýslunefnd vildi koma að manni frá sér. Setjum svo, að tvær sýslur væru saman um valið, en atkvæðamagn í sýslunefndunum mismunandi, þá má búast við að sú liðsterkari réði stöðugt kjörinu og seudi mann úr sinni sýslu ávalt á búnaðarþingið, jafnvel þótt um mun hæfari mann væri að tefla í hinni sýslunni. En þetta myndi valda óánægju og hreppapólitík, og væri einnig ranglátt. Að reyna að fyrirbyggja þetta með lögum t. d. með því, að sýslurnar sendu fulltrúa til skiftis, hvort kjörtímabil, þá gæti það orðið til þess, að nýt- ustu mennina af fulltrúunum mætti eigi endur- kjósa. En aðalþráðurinn í grein hr. G. G. vefst utan um þann kjarna, hve hættulegt það sé,-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.