Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 15

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 15
FREYR. 31 svo að húu sameinist % hlutum kalksins, verð- ur eftir „súrt“ fosíórsúrt kalk. Aburðurinn nefnist þá súperfosfat. Eosfórsýran er í því eins aðgengileg fyrir plönturnar og auðið er. Öll þessi fyrirhöfn yeldur því, að fosforsýr- an í súperfosfatinu verður alldýr, dýrari en í Thomasfosfati. Brennisteinssýran kostar nokk- uð, þó er hún framleidd eins ódýrt og hægt er, úr brennisteinskís, algengri steintegund. I súperfosfatinu er 10—20°/o fosfórsýra; fer það eftir efnum þeim sem hún er unnin úr. Þar sem flutningskostnaður nemur eins miklu af verði áhurðarins eins og hér hjá oss, er sjálfsagt réttast að kaupa þær tegund- ir, sem mest hafa í sér af jurtaefnum. Súperfosfatið er hvítleitt duft, það er bor- ið á snemma á vorin ; stráð jatnt yfir. Á ak- urlendi þurfa um 200 pd, á dagsláttu af súp- erfosfati, sem hefir 20% af fosfórsýru. Hér í Reykjavik, var 200 pd. sekkur af því seldur síðastl. vor á 10 kr. Um leið og búið er að bera það á er það herfað niður vandlega, svo það blandist sem bezt við moldina. Á gróna jörð er það lika einatt borið, álika mikið og á akurlendi. JÞar ríður á að það sé borið á snemma vors; undir eins og snjórinn er leystur. Gúanófosfat, það er fugladritur og fugla- skrokkar, sem safnast hafa öldum saman hér og þar á sjávarströndum. Þessi áburð- artegund aðgreinist frá eiginlegu gúanó með því, að hún er alveg, eða því sem næst, köfnunarefnislaus. Köfnunarefnissam- böndin hafa þvegist burt, ýmist af regni eða sjávarlöðri. l’osfórsýran, í þessum gúanófosföt- um er erfið aðgöngu fyrir plönturnar. Þau notast því aðallega til að framleiða af þeim súperfosfat, en það reynist heldur dýrara en að framleiða það af steintegundum. Kalíáburður. Þriðja aðal-næringarefni plantnanna er kalí. Rótarávextir og kartöflur þurfa sérstaklega mikið af því efni, en allar plönt- ur nokkuð. Girös og korntegundir þurf'a mikið kalí, einkum í jarðveg sem er leirlítill. Granga má út frá að hér sé meira af kalí í leirmikl- um jarðvegi, heldur en i sendnum eða moldar- miklum, eins og erlendis. Kalíáburður er aðallega fluttur út frá Þýzkalandi. Yið saltnámurnar i Stassfurt í Norður-Þýzkalandi eru miklar birgðir af kalí- samböndum, sem liggja í lögum ofan á saltinu. Kalíið er misjafnlega mikið í þessum sam- höndum, og á ýmsan hátt bundið klóri, brenni- steinssýru og magnesíu. Kainit nefnist sú teguud kalíáburðar, sem algengust er. í því er klórkalíum, brennisteins- súr magnesía, natronsamböDd o. fl. I kainit er um 12% kalí. Karnallit er ein tegund kalísalts og er meira til af henni eD hÍDum. Þar er kalíið bundið klóri. En auk þess eru í karnallit brennisteinssúr magnesía, klórmagníum og klórnatríum o. fl. I karnallit er um 10% af kah'. Þessar tvær áburðartegundir (kainit og karnallit) hafa þann ókost að kaliið í þeim er svo litið. Það þarf að bera mikið af þeim á, svo verulega muni um og eykur það flutn- ingskostuaðinn að miklum mun; auk þess fylgir þeim svo mikið af klór og natronsöltum, að það getur orðið til skemda í jarðveginum. Það er skamt síðan farið var að framleiða áburðartegundir, sem eru að rniklum mun auðugri af kali en þær áðurnefndu og eru þær nú orðið altaf á boðstólum; ein þeirra er: KaVtsalt með 37°ju af kalí. Það hefir einna mest verið notað hér á landi og svo er það víðast þar sem flutningskostnaðurinn er til- finnanlegur. Af því þurfa um 100 pd. á dag- sláttu. Kalíáburður er sjaldan borinn á einvörð- ungu, en oftast með fosfórsýruáburði, og sé jarðvegurinn snauður af kalki þarf að bera það á líka. Sé Thomasfosfat notað, er nægi- legt kalk í þvi, eins og áður var vikið að. Kalíáburðinn á að bera á annað hvort að haustinu eða snemma vors. Sé hann borinn á að vorinu, verður það að minsta kosti að gjörast nokkrum vikum áður en sáð er, efbor- ið er á akurleudi. Áburðinum er dreift yfir um leið og plægt er og herfað síðan vandlega. Sé kalíáburður borinn á gróna jörð er honum dreift eins yfir, en þá er hvorki hægt að plægja hann niður né herfa, nema þá með hlekkja- herfi og ef til 'vill með léttherfi og mundi það mikið bæta. Kalfsöltin eru Ijósmóleit á litinn. Þau

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.