Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 16

Freyr - 01.02.1906, Blaðsíða 16
32 FREYR. sjiíga í sig raka og hættir til að renna niður. Renna þau oft saraan í harða köggla, sem mylja þarf áður en borið er á. 100 pd. af 37°/8 kalísalti voru seld hér í Reykjavík síðastl. sumar á 8 kr. Erlendis eru menn teknir upp á því að bera kainit saman við búfjáráburð. í>að dreg- ur úr burtgufun köfnunarefnisins. Kainit er venjulega borið i flórinn, af því þarf ekki nema JLitið; rúmlega 1 pund á hvern nautgrip í fjós- inu. Það er tekið fram, að rétt sé að strá mómylsnu eða öðru rusli yfir kainitið, því ann- ars geti það skemt klaufir skepnanna. H. Fleirhæfar áburðartegundir. í verzlunum ganga fjöldi samsettra fleir- hæfra áburðartegunda, en fæstar af þeim eru þó í verulegu áliti. Eins og áður var getið eru efnin i þeim tiltölulega dýrari en í þeim ein- hæfu. Hér verður að eins minst á nokkrar helztu tegundirnar. Gúanó nefnast ýmsar áburðartegundir. í gúanó eru öll þrjú aðal-plöntuefnin þótt mis- jafnlega mikið sé. Áður var getið um gúanó fosfat og hvernig það væri til orðið, að í því væri lítið af köfnunarefni, af því það hefði þvegist, burtu. En þar sem veðurátta er þur- viðrasöm og landslagi er svo háttað, í heim- kynnum haffuglanna, sem gúanóið mynda, að sjávarlöður komist þar ekki að, þá heldur köfn- unarefnið sér í áburðinum. Peru-gúanó fiyzt út frá Perú á vesturströnd Suður-Ameríku. Gildi þess er nokkuð mismun- andi, 4—7°/0 af köfnunarefni, 14—2O0/0 fosfór- sýra og 2—4°/0 kalí. Allar gúanótegundirnar hafa það sameiginlegt, að vera kalílitlar; verð- ur að bæta jörðinni upp það efni, þar sem gú- anó er notað. Á dagsláttu þurfa um 150—300 pd. Gúanóið er helzt borið á að vorinu og þykir það sérstaklega hentugt handa rótar- ávöxtum. Fiski-gúanó er búið til úr fiski-úrgangi, slógi, hausuin og dálkum; einkum er það, að því sem mér er kunnugt, gjört í Noregi norð- arlega. í því eru um 8°/0 af köfnunarefni og 14—15% af fosfórsýru, lítið af kalí. Hval-gúanó er búið til úr kjöt-úrgangi og beinum hvalanna. Áburðargildi þess er nokk- uð svipað og fiski-gúanós. Hval-gúanóið er þó venjulega feitara. Sá ókostur er talinn fylgja feitinni, að köfnunarefnið sé plöntunum ekki eins aðgengilegt og ella. Þessar tvær síðast nefndu gúanó-tegundir eru líka notaðar til fóðurs og telja margir það vera hagkvæmustu notin. Beinmjöl er aðallega fasfórsýruáburður. í beinum eru um 25—30% af fosforsýru, og í límefnum beinanna er nokkuð af köfnunarefni 3—5%. Beinin þarf að myljavel áður en þau eru höfð til áburðar. Af þvf að í þeim er talsvert af feiti, tekur það langan tíma fyrir beinmjölið að breytast í efni, sem plönturnar geta notfært sér; þessvegna hefir ýmsum að- ferðum verið beitt til þess að ná úr því feit- inni, en því fylgir altaf meira eða minna tap á köfnunarefninu. Eeitinni er ýmist náð burtu með bensíni eða með því að gufusjóða beinmjölið eða það, í þriðja lagi, er látið liggja í hrúgum og rotna. Aðgæzluverðast við þá að- ferð er, að beinmjölið rotni ekki um of, því þá mundi meiri hluti köfnunarefnisins tapast, nokkuð má koma í veg fyrir það með því að hafa moldarlag yfir byngjunum. Áhrif beinmjölsáburðar getur varað svo árum skifti, efni hans leysast svo seint úr samböndum sínum. Það er þessvegna ekki svo hætt við að borið verði á svo mikið að skaði sé að. Altítt er að bera á sem svarar 200 —300 pd. á dagsl. Ammóníak-súperfosfat er búið til í verk- smiðjum af brennisteinssúru ammaníaki og súperfosfati. Heppilegra er talið að kaupa hvora þá áburðartegund fyrir sig, ósamsettar eins og áður er sagt. I þessari áburðarteg- und er bæði köfnunarefni og fosfórsýra. Kalí-ammóniak-súperfosfat hefir í sér öll þrjú uæringaefni plantnanna. I kalísiiperfosfati eru bæði kalí og fosfór- sýra. Til eru ýmsar aðrar fleirhæfar áburðar- teeundir, sem ekki verður getið hér. Niðurl. 23/ ' /11 30/ /11 7l2 U/l2 27l2 27l2 7i Verðlag smjörmatsnefndarinnar: ’05. Bezta smjör 102—103 kr. 100 pd. — — — 100—101 — — — — — — 97—98 - — — — — — 97—98 — — — — — — 97-98 — — — — — — 97—98 — — — — — — 101-102 — — — >06. — — 103—104 — — —

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.