Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 2

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 2
34 Í’REYR. Ræktunarsjóðsins gangi til þess hluta þjóðar- innar, sem talið er að lifi á fiskiveiðum; þegar menn athuga þetta og minnast þess að alþingi stofnaði í sunfar sjóð með 10,000 kr. árstekjum, se'm eingöngu skal verja i þarfir fiskiveiðanna, verður torskilið það kapp, sem efri deild lagði á, að draga sem mest úr tekjum Ræktunarsjóðs- ins. Til þess að skilja það verða menn að minnast þess, að efri deild var aðallega skipuð kaupstaðarhorgurum og fulltrúum kjördæma, er lifa mest megnis á fiskiveiðum. Eini hóndinn í deildinni, sem nokkuð har á, var þingmaður Strandamanna. Hann hefir áður stutt búnað- armál á þingi, en i sumar var hann þeim yfir- leitt andvígur og forsprakki þeirra, er hörðust á móti Ræktunarsjóðnum. Þótt margir verði til þess að álasa efri deild fyrir framkomu hennar í þessu máli, verða þeir þó valla færri, sem furða sig á auð- sveipni neðri deildar eða öllu íremur heigul- skap. Hún hafði tillögur milliþinganefndar og stjóruarráðsins að styðjastvið, en samt læt- ur hún efri deild svínbeygja sig. Og naumast mun það mælast vel fyrir, að milliþinganefndin í búnaðarmálum — tveir af þremur — skyldi strax ganga í lið með efri deild, þegar þeir urðu varir við mótspyrnu hennar móti Ræktunar- sjóðnirm, það virðist benda á óhæfilegt ósjálf- stæði, eða fljótfærni hjá nefndinui, þegar hún gjörði tiliögur sínar. Erumvörpin til laga þeirra, sem að framan eru nefnd komu öll frá milJiþinganefndinni í búnaðarmálum, einsog drepið hefurverið á. Eftir er að minnast á ein lög, breytingar á lögum og þingsályktunartiilögu, frá einstökum þing- mönnum, er suerta landbúnaðinn beinlínis eða óbeinlfnis. X. Lög um stofnun Fiskiveiðasjóðs íslands. Stofnfé Fiskiveiðasjóðs íslands er 100,000 kr., er landssjóður leggur fram í lánum til þilskipakaupa og í peningum. Við stofnféð bætist */a sektarfjár fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi og 1/a netto-andvirðis upptæks afla og veiðarfæra. — Landssjóður greiðir í fiski- veiðasjóðinn 6,000 kr. á ári, er teljast til tekna hans. — Tilgangur fiskiveiðasjóðsins er að efla fiskiveiðar og sjávarútveg landsmanna. Stofn- féð má aldrei skerða. Skal því og árstekjum sjóðsins varið til lánveitinga til þilskipakaupa og veiðarfæra og hverskónar atvinnubóta við fiskiveiðar. Tekjunum má verja til að styrkja efnilega unga menn til þess að kynna sér veiði- aðferðir, fiskiverkun o. m. fl. meðal erlendra þjóða, til styrktar tímarits, er að sjávarútvegi lýtur, og t.il verðlauna fyrir framúrskarandi at- orku og eftirbreytnisverðar nýjungar í fiski- veiðum og meðferð fiskjar. —• Landsstjórnin hefir á hendi stjórn sjóðsins og semur skipulagsskrá fyrir hann, og reglugjörð um lánveitingar og. úthlutun verðlauna. Komist á fót fiskiveiðafé- lag eða útgerðarfélag fyrir alt land í líkingu við Landsbúnaðarfélagið, skal leita álits þess um veitingarláns styrks og verðlauna úr sjóðnum. XI. Lög um bann gegn innflutningi á útlendu kvikfé. _ Með lögum frá 17. marz 1882 var bannað' að flytja inn í landið sauðfé, nautgripi og hesta. Með þessum lögum ^ar bætt við svínum og geit- um. Engar af þessum skepnutegundum, sem nefndar hafa verið, má því flytja inn í landið eftirleiðis, nema með sérstöku leyfi stjórnarráðs- ins, eftir ráði dýralæknis, og skal í hvert sinu og slík undanþága er veitt, setja sérstakar tryggingarreglur. Brot gegn lögurn þessum varðar skipstjóra þann, er skepnurnar flytur, minst 100 kr. sekt, og sömuleiðis eiganda, og skal fénaðurinn gjörður upptækur og slátrað að tilhlutun lögreglustjóra. XII. Þingsályktunartillaga. Alþingi ályktar að skora á stjórnina að endurskoða ábúðarlöggjöf landsins og semja frumvarp til nýrra laga um bygging, ábúð og út- tekt, er verði lagt fyrir alþingi 1907. » Nokkrar athugasemdir og skýringar við ritgerð G. Guðmundssonar: „Frjósemi íslands.11 í fyrsta tölublaði af 3. árgangi „Ereys‘c hefirGuðjón ráðunautur Cxuðrnundsson ritað greiu um frjósemi Islands.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.