Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 6

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 6
38 FREYR. ekki getað sannfært mig nm, að kartöflu og rófn auppskera gróðrarstaðarinn ar á Akureyri, sem skýrt er frá í ársskýrslu Ræktunarfélagsins 1904, sé rétt. Það hefir miklu fremur vakið grun kjá mér um, að tilraunirnar liafi eigi verið gjörðar með því vísindasniði, eða framkvæmd- ar með þeirri nákvæmni, er eg-hafði vonað, og ástæða var til að ætla. JÞessi grunur minn byggist á því: 1. að höf. (tilraunastjórinn) er auðsjáan- lega mjög ófús á að gefa nokkrar frekari upp- lýsingar um tilraunirnar, þótt allir, sem lesa skýrsluna með athygli, og þekkja til slíkra tilrauna, hljóti að vera mér samdóma um, að upplýsingar þær, sem gefnar eru í skýrslunni, eru öldungis ófullnægjandi. 2. að hjá höf. virðist bóla á einhverri þykkju, sem grein mín gefur ekkert tilefni til, og 3. að höf. rangfærir grein mína í fleiri meginatriðum, og byggir svör sín á þeim rang- færslum. Á slíkri röksemdafærslu þurfa menn aldrei að halda, þegar rétt mál á að verja, og sízt er það við eigandi, þegar málefni það, sem um er deilt, er sérfræðilegs efnis. Eg óskaði meðal annars í grein minni, að fá upplýsingar um, hvað tilraunablettirnir hefðu verið stórir, og hversu margir fyrir hvert af- brigði. Ef tilraunablettirnir hafa verið nógu stórir, og nægilega margir (segjum 3) fyrir hvert afbrigði, og gott innbyrðis samræmi í uppeker- unni, var það mikil trygging fyrir, að uppskeru- skýrslan væri rétt, einkanlega ef höf. hefirsjálf- ur séð um uppskeruna og viktun afurðanna. En allar slíkar upplýsingar forðast höf. að gefa. Annar vegur til þess að færa líkur fyrir að uppskeruskýrslan sé rétt, var að gefa upp- lýsingar um, hvað mikla uppskeru Akureyrar- búar fá úr görðum sínum. Um það hlýtur höf. að vera kunnugt. Akureyrarbúar hafa lengi ræktað kartöflur, og kartöflurækt er þar í góðu lagi. Ef þeir fá í góðum árum svipaða uppskeru og skýrsian segir að fengist hafi í gróðrarstöðinni, er þar með horfinn allur efi um að uppskeruskýrsla gróðrarstaðarinnar sé rétt, svo framarlega sem upplýsingarnar um upp- skeru einstakra manna eru ábyggilegar. Loks hefir hof. uppskeru gróðrarstaðarinnar seinast liðið sumar að styðjast við. En um hvorugt þetta hefir honum þóknast að gefa upplýsingar í svari sínu. Aðferðin, sem höf. notar til þess að' færa líkur fýrir að uppskeruskýrslan sé rétt, er að tína saman úr dönskum, sænskum og norskum tilraunaskýrslum mestu líartöflu og rófna upp- skeru, er fengist hefir í þeim löndum; þá upp- talningu endar hann á þessari málsgrein: „Tölur þær, semhér eru nefndar, sýna ljóslega, að tilraunir Ræktunarfélagsins eru í fullu sam- ræmi við erlendatilraunareynslu. Þær sýna því að ályktanirhöfundarinseru eigi árökum bygðar“. Eg skal seinna athuga sönnunargildi þessara útlendu uppskeruskýrslna höf. Hér vileg benda á að þessi sönnunaraðferð er tvíeggjað járn í höndum höf. sjálfs, er hann verður að beita mjög varlega, ef hann vill firra sig meiðslum- Eg get eigi séð, að hægt sé að sanna með uppskeru- skýrslum n ágrann alandan n a, að uppskeran á Akur- eyri sé talin rétt, því sumarhitinn er þar mikið minni og veðráttufar ólíkt. Mérer heldur ekldkunnugt um að til sé neinn sameiginlegur mælikvarði, sem hægt er að mæla á uppskeruna á Akureyrioglöðr- um löndum, en sé svo, er heldur eigi hægt að tala um „fult samræmi “ í innlendri ogútlendri uppskeru. En af af því leiðir afturaðtölurhöf.sýnahvorkiné sanna, að eg tortryggi uppskeruna á Akureyri að ástæðulausu. Höf. segir að eg byggi ályktanir mínar um að uppskeran í gróðrarstöðinni á Akureyri sé talinn of há á því að: 1. Hitinn í Rvfk. [séj meiri en á Akureyri yfir sumarmán., og 2. Uppskeran ótrúlega mikil, þegar húu sé borin saman við uppskeru í öðrum jöndum. Þetta er ekki rétt. Efa minn um að uppskeran sé rétt talin bygði eg aðallega á því, að hún er þriðjungi meiri en mest hefir fengist í gróðrarstöðinni í Reykjavík eftir 4 ára tilraunir, þrátt fyrir það þótt sumarhitinn þar só nokkuð meiri en á Akureyri. En af því eg ímyndaði raér að ein- hverjir kynnu að segja, að óvarlegt væri að byggja á gróðrartilraununum í Reykjavík ein- um, gat eg um uppskeru í Danm. og í Luleá. Einnig vakti það fýrir mér, þótt eg nefndi það eigi, að mér er ekki kunnugt um, að nokkurn- tíma liafi fengist uppskera hér á landi í líkingu við uppskeru þá, sem hér er um að ræða. Eg hefi heldur aldreisagt, að undirbúningur og öl! vinna liafi verið eins í gróðrarstöðinni í Reykjavíkogá Akureyri. En eg sagðistgangaút

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.