Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 10

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 10
42 .FREYR. áburðar; hvaðan þær stafi, hvernig verkanir þær hafi og hvernig þær komi að sem beztum notum. Það viðurkenna allir, að undirstaða allrá framfara í jarðræktinni sé áburðurinn; að nauðsynlegt sé að drýgja búpeningsáburðinn sem mest, hirða hann og hagnýta sem bezt. Sé þessa vel gætt, getur ræktun landsins mið- að stórum áfram ; en þá fyrst getur þó komið verulegt skrið á hana, er farið verður að nota tilbúinn áburð. Tilbúinn áburður hefir verið haíður hér á boðstólum í nokkur ár. Einstaka maður hefir keypt nokkuð af honum. Hann hefir verið reyndur á gróðrarstöðinni hér og fyrir norðan ■og á ýmsum stöðum út um land hefir hann líka verið reyndur, sérstaklega á túnum. Þessar tilraunir eru enn of ungar og of fáar til þess að það sé verulega byggjandi á þeim; þær gefa þó góða bendingu í þá átt, að á brot- inni jörð gefi kalí og fosfórsýru áburður góðan árangur, þar sem rækta á kartöflur, rófur, bygg eða hafra. Kílísaltpéturinn eykur gróðurinn bæði á brotinni jörð og heilli (túnum). Gall- inn er sá, að hanu er dýr. Samt gerir hann oftast betur en borga sig. Það mun mega fullyrða, að í flestum moldarmiklum eða mýrkendum, íslenzkum jarð- vegi felist mikið af köfnunarefni í lifrænum samböndum, sem sein eru að rotna vegna kuldans. Vér þurfum að beita þeim ráðum, sem vænlegust eru, til að leysa þetta efni úr læðingi, og ráðin eru þau, að taka óræktar-, landí rækt, plægja það ogherfa og bera íþað áburð. Búpeningsáburðurinn kemur fyr lífi í þessa dauðu mold en sá tilbúni, en vanti hann, sem víðast á sér stað, berum vér tilbúinn á- burð á og þá sérstaklega kalí og fosfórsýruá- burð; köfnunarefnið viljum vér hafa úr mold- inni sjálfri, og það vinst smátt og smátt eftir því sem jarðvegurinn fúnar, en samt þarf ekki mikið að bera á af Kílísaltpétri til þess að sjá viðbrigðin. ' Enn eru þau ráð til, að blanda jarðvegstegundunum sem bezt saman; mold með sandi og leir, leir með sandi og mold, og sand með leir og mold. Svo er og ennþá eitt ^talið og það er að bera á kalk. Verður þessa minst s^ðar. Tilraunir, sem gjörðar hafa verið með til- búinn áburð á tún, hafa eins og áður er sagt, ekki gefið eins glæsilegan árangur eins og þar sem hann hefir verið borinn á brotna jörð. Kílísaltpéturínn segir altaf til sin, en eftir kalí og fosfórsýruáburðinn sjást minni menjar. Að líkindum liggur það í því, að þessar tvær áburðartegundir hafa verið bornar á of seint; ennþá er ekki hægt að segja með vissu hvort réttara sé að bera þær á að haustinu eða á vorin strax og snjórinn er leystur. Tilraunirnar skera væntanlega úr þessu innan skamms. Æskilegt væri að sem flestir bændur vildu gjöra smávegis gróðurtilraunir á jörðum sínum, svo sem með það, að athuga hvort það muni borga sig að bera tilbúinn áburð á gras- lendi. Það gæti orðið þeim til leiðbeiningar) þó ekki væri á því byggjandi alment. Þessar tilraunir þurfa að vera sem allra eiufaldastar að mögulegt er, svo þær verði engum ofvaxn- .ar. Mætti nægjast með 3 reiti, sem lægju hver við hliðina á öðrum. A tvo væri borið fosfórsýra og kalíáburður og á annan þeirri kílisaltpétur í viðbót. A þriðja reitinn væri ekkert borið. Blettina þyrfti að afgirða svo örugt væri fyrir öliurn skepnura. Girðingin þyrfti helzt að vera, nokkuð frá reitunum á allar hliðar, svo sem 2 — 3 álnir. Þetta liti þá út eins og hér er sýnt. 15 álnir. 18 álnir. 67» Pd- súperfosfat 37» pd. kalísalt 67. Pd- súperfosfot 37. Pd- kalísalt 37. Pd- kilísaltpétur Enginn áburður Hver smáreitur er 15 x 18 álnir á stærð, sem er sama sem 30 □ faðmar. Bóndinn, sem' tilraunirnar gerir, þarf að velja reitina á flatlendi og athuga að þeir standi allir jafnvel að vígi hvað sprettu snert- ir, að skjól sé ekki fremur á einum en öðrum, eða misjafnt snjólag o. s. frv. Hann þarf að

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.