Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 14

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 14
46 FREYR. ál. innan veggja. Veggir úr steinsteypn 3 álna liáir og 9 þml. þykkir, þakið járnklætt með þiljum innan á sperrum og stoppað á milli með þuru torfi og heyi. Eftir miðju gólfi er fóðurgangur 2 feta breiður, og jötur til beggja hliða; á þeim eru göt fyrir kýrnar að jeta um, sem svo er lok- að með hlerum á milli mála. Eyrir aftan bás- ana eru rennur 1 fet á breidd, og gengur lok- uð renna þaðan í for hjá haughúsinu. Út við veggina eru gangar l1/^ feta breiðir. Alt gólf- ið er úr steinsteypu. — Yið hliðina á fjósinu hefir hanu látið reisa annað hús 12—[—6 álnir úr sama efni, og er inn- an gengt í það úr íbúðarhúsinu, og úr því í fjósið. í þessu húsi hefir hann látið steypa vatnskerald, sem tekur 6—8 tunnur af vatni, og á það að taka á móti öllu vatni af þökunum, en niður við botninn er krani og er vatnið tappað úr því um hann. 011 umgengni í fjósinu og hirðing á kún- um er ekki síður til fyrirmyndar en húsið sjálft. JÞað er undra mikið, sem liggur eftir hr. Guðmund Þorbjarnarson hin fáu ár, er hann hefir búið á Hvoli og hefir hann þó jafnframt verið aðal framkvæmda maður að öllum fram- faramálum sveitarinnar þessi ár. M. F. Sáðvél. I grein minni um jarðyrkjuverkfæri i 1. h. Ereys þ. á. er talað um sáðvélar. Til viðbótar því sem þar er sagt er hér mynd af rófnasáðvél, sem sáir í eina röð í einu. Hún kostar 24 kr. er bú- in til af chr. Múll- er Voldstrup við Eudme á Ejóni. Sáðvél þessi hefir verið notuð hér í gróðrarstöðinni und- anfarin ár og bún- aðarskólarnir á Hvanneyri og Eið- nm hafa og fengið hana. Á myndinni sést frækassinn og á honum skrúfa niður undir jörð með henni er frægjöfni tempruð. Eftir mold- inni, aftar við frærákina strýkst sveigmynd- að járn, sem sópar moldinni yfir fræið og síð- an þjappar afturhjólið því niður. Út frá hlið- inni, aftast á frækassanum, séstjárnás og niður fráhonumgengur járnstöng, sem dregst eftir mold- inni og markar fyrir næstu röð. E. H. Góðar mjölkurkýr. I skýrslu frá Danmörku um fóðrunar-tilraunir, er meðal annars getiðum eina kú, er mjólkaði yfir 2 ár 24,483 pd. eða 12,241dýj pa. að meðaltali um árið. Smjörið úr henni var yfir 2 árin 1026 pd., 513 pd. að meðaltali um árið. Einnig er þar skýrt frá því, að 29 kýr hafi mjólkað til jafnaðar 10,754 pd. um árið hver, og að smjörið hafi numið 442 pd. til jafnaðar úr hverri. Mjólkurskólar í Noregi. Þeir eru nú' 10 alls, 3 fyrir karlmenn og 6 fyrir stúlkur og 1 sam- eiginlegur fyrir pilta og stúlkur. Námstiminn hefur verið 1—l1/, ár og kenslan bæði bók- leg og verkleg. Nú er í ráði að gjöra breyt- ing á þessu. Núverandi skólar allir nema 2 eiga að leggjast niður, en í þess stað á að stofna bóklegan mjólkurskóla í sambandi við mjólkurskóladeild landbúnaðarháskólans í Asi, og á námsskeiðið að vera 9 mánuðir. Ennfrem-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.