Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 16

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 16
48 FREYR. er fyrir klakanum. Hnausinn er þá stunginn upp í keilu lagi og skift síðan sundur með hnif eða beittum spaða, í 2 — 4 hluta eftir stærð. Plantan er svo harðgjör, að hún þolir vel þessa meðferð, en auðvitað er sjálfsagt að skemma ræturnar ekki meira en brýn þörf er á. Skiftingunni er hagað svo, að hverjum hluta fylgi bæði brum og rætur. Að tak arabarbarann upp og skifta honum, eins og nú hefir verið lýst, er ekki eingöngu nauðsynlégt til að fjölga plöntunum heldur líka til að viðhalda vexti þeirra. Rabarbari vex ekki vel til lengdar á sama stað, ef hann er óhreyíður. Elztu hlutar plöntuunar, miðbikið, fer að ganga úr sér. Réttast er að taka rabarbarann upp á 6 — 10 ára fresti, skifta honum sundur og gróðursetja hann svo aftur, þar eða annarsstaðar. Stinga þarf jarðveginu vel upp áður en gróðursett er og bera í hann áburð. IÞegar gróðursett er, á að láta áburð í holuna, undir og kring uro ræturnar, um leið og þær eru settar niður. Nota má hvaða búpeningsáburð sem er, þó mun kúamykjan vera heppilegust. Holurnar eiga að vera svo djúpar og stórar um sig, að ræturnar geti legið beinar; moldin á að leggjast vel þétt að þeim; henni er þrýst lempi- lega að með fætinum. Rabarbara á að gróðursetja í beinar raðir með 2 álna millibili. Milli plantnanna í röðun- um má vera 1 — l'/2 alin. Yiotoria “þarf meira pláss en Linnæus. Sumar-hirðingin er lítil. Það þarf að sjá um að illgresið vaxi ekki frekar þar en ann- arsstaðar. Einatt kemur það fyrir, að rabar- bari vill bera blóm, það má hann ekki gjöra, þvi það mundi draga mjög úr þroska hans. Stilkarnir yrðu færri og smærri. Undir eins og blómstöngullinn kemur í ljós á að skera hann af. Sé mikil þurka tíð, þarf að vökva einstökusinnum; á þá að vökva mikið í einu, en sjaldan. Á haustin þegar blöðin eru fallin er áburður látinn yfir plönturnar, helzt kúa- mykja, ein skófla á hverja plöntu. Þar liggur áburðurinn óhreyfður yfir veturinn. Þegar líf fer að koma í rótina á vorin, lyftirtbrumið á- burðarskáninni upp; þá er hún grafin niður í moldina. Ekki skyldi þó gera það fyr en vor- veðráttan er orðin tryggileg. Eyrsta sumarið eftir gróðursetninguna vaxa fá blöð á hverri plöntu, svo lítið eða ekkert er þá hægt að taka af stilkum; en annað sumar og eftirfarandi sumur vaxa þær vel og eru þá stilkarnir teknir. Þeir eru teknir upp seinni part júní og allan júlímán- uð; slitnir' upp af rótinni en ekki skornir. Aldrei eru allir stilkarnir teknir af plöntunum, altaf nokkur blöð skilin eftir. Þroskuðustu stilkarnir teknir í hvert sinn. Eftir lok júli- mánaðar eiga plönturnar að fá að hafa frið og næði til að þroskast, þær eru þá látnar halda öllum sínum blöðum fram á haust. Ymislegt góðgæti má búa til úr rabar- bara. Konum þykir mjög hentugt að hafa hann tiljhátiðabrigða. Venjulegast er búinn til úr honum rabarbaragrautur. Er hægt að hafa hann við og við alt árið, ef leggirnir hafa verið soðnir niður. Borðvín,< einkargott, er hægt að búa til úr leggjunum, og þá eru þeir sykursoðnir betri en ilest annað samskonar sælgæti ofan á brauð eða með kjöti. E. H. Vér viljum leiða alhygli þeirra, er hafa góð- ar og miklar mómýrar, að auglýsingu í þessu hefti, frá Mýrafélaginu í Dannmörku. Fulltrúi félagsins hér, hr. caud. polyt Ásgeir Torfa- son, gefur nánari upplýsingar þeim er þess óska, og skýrir málið frekar í næsta hefti Freys. Verðlag smjörmatsnefndarinnar. 11L ’06. Bezta" smjör^lOO—101 kr. 100 pd. 18/i - - - 25/i - - - 7»---------------------- 7* •- - - ‘7. - - - 22/ / 2 94_95---------- 94—95 -----' — 90—91 — — — 90—91-------— 90-91-------— 90—91 — — - -

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.