Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1906, Síða 1

Freyr - 01.04.1906, Síða 1
-F REYR, Grasrækt. i. Landnám. — Til hvers er harist? — Burt með tortrygnina. — Leyniþráðurinn. — Innflutningur. — Sérmál. ©úsund ár eru liðin síðan landið var num- ið. Þótt þetta sé langur tími þá hefir hann samt ekki verið nógu langur til þess að vér gætum numið landið til fulls, grætt það út og yrkt eins vel og veðurátta og landskostir leyfa. Þetta út af fyrir sig er nú reyndar enginn dæmalaus amlóðaskapur. Hér eiga aðrar þjóð- ir sammerkt við oss og það þær sem standa svo langtum betur að vigi en vér. Þær haía líka látið stór landflæmi óyrkt öldum saman og það jafnvel þó þær hafi verið svo mann- margar að fólk hafi orðið að flytja úr landi til þess að leita sér atvinnu annarstaðar. Menn eru sammála um, að á öldinni sem leið hafi stórfengilegri breyting orðið á þessn en á áður liðnum tímum. Tíðarandinn færist lika hingað norður, en eðlilegt er að hann hafi þurft tíma til að komast svo langa leið. Vér byrjum seinna en aðrir á umbótunum. En vér byrjum vel og verður allmjög ágengt eftir von- um af svona fámennri þjóð, í svona stóru og afskektu -landi, norður við heimskautsbaug, rétt við hafísinn. Eerðamaðurinn sér bezt hversu mikið er ónumið af landinu ennþá, þegar hann sér sveit- irnar blasa við frá íjallshlíðunum. A sumrin segir græni liturinn svo ljóslega til þess hversu mikið ræktað sé. Það er falleg sjón aðsjáið- græn túnin kringum bæina, en manni sárnar að þau skuli ekki vera helmingi stærri og helm- ingi fleiri. Kringum túnin og út frá þeim, er svo mikið af móleitum, hrjóstugum holtum og gráleitum gróðurlitlum mýrum. Gaman væri jþað sannarlega að gera þetta alt að túui. Aframhald af landnámi forfeðra vorra er eitt hið mikilvægasta verkefni íslenzku þjóðar- innar. Við fæðinguna tökum vér í arf skyld- ur við þetta land og skyldur við afkomendur þeirra manna, er það námu og hér hafa- síðan lifað og dáið. Undirrót allrar vorrar framfara- viðleitni á að vera hagur og heill lands og þjóðar. Þjóðiu og landið er svo nátengt hvort öðru, að það er ekki hægt að hugsa sér ann- að án hins. Heldur kýs eg að landnámið gangi seint en að það verði eftirlátið útleudum þjóðum. Alt vort strit á að miða að því að bœta kjör islenzku þjóðarinnar hér heima fyrir; bœði núlifandi og komandi kynslbðar. Það eru til þeir menn meðal vor sem unna landinu alls hins bezta, en láta sér fólkið litlu skifta, nema þá sem hvert annað verkfæri til þess að koma landinu ujjp, en kæra sig minna um, hvort það verður gjört af Islendingum eða annara þjóða mönnum. Eorfeður vorir voru herskáir, svo sem sög- ur fara af. Sundurlyndið hefir ætíð síðan set- ið við vögguna og ennþá er tortrygnin í hásæti. En þrátt fyrir alt og alt er þó einhver „leyni- þráður“, sem tengir landana saman. Það er máske slakt á honum með köflum, en hann strengist þegar verulega herðir á. Alt kapp eigum vér að leggja á að fá landið ræktað, en þó ekki svo, að farið verði að flytja hingað inn fjölda fólks frá útlöndum í því skyni. Með þessu er ekki það sagt, að ekki megi fá hingað einstaka útlending, ef hag- ur virðist vera að þvi, svo sem til þess að kenna betri vinnúbrögð en almenningi eru töm. Slíkur innflutningur getur ekki skaðað; hann getur vafalaust otðið til gagns, ef heppni er með í valinu. Þess er og skylt að minnast að margir af þeim, sem hingað hafa fluzt, hafa orð- ið þjóðinni vel nýtir menn. En það gæti orð-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.