Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 4

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 4
52 FREYR. þrátt fyrir það er þó langgreiðastar samgöngur þaðan til útlanda. I Reykjavík má draga sam- an langmest vörumagn bæði til inn-og útflutn- ings, og þess vegna hljóta siglingar að verða mestar þaðan bæði til útlanda og meðfram ströndum landsins. Hafnarleysið er tilfinnanlegur bagi fyrir sameignarslátrunarhús í Reykjavík, en á því verður vonandi ráðin bót, áður en langt um líður. Vatnsleysið er líka tilfinnanlegt í Rvík, því að vatnsleiðsla þarf að vera um sameignar- slátrunurhúsið þrifnaðarins vegna, enda munu Sunnlendíngar setja siátrunarhús sitt fyrir utan Reykjavík, þar sem hægt er að ná í vatn.j Kostirnir við að reisa sameignarslátrunar- hús í Reykjavík eru ljósir. Þar er markaður við hendina, þar sem bærinn er; er sjálfsagt fyrir slátrunarhúsið að hafa kjötsölubúð í bænum. I Reykjavík er einnig allmikil nauta- kjötsverzlun á snmrin, bæði við bæjarmenn og við skipverja, innlenda og útlenda. Sameignar- slátrunarhús það, sem reist verður hjáReykja- vík, þarf því að verða þannig úr garði gert, að hægt sé að slátra nautgripum einnig i því; eiga bændur að taka þá sölu einuig í eigin hendur sínar. A þann hátt geta þeir not- að sameignarslátrunarhús miklu lengri tíma á hverju ári en ella, og fengið meira gagn af því. Islenzkt saltkjöt, sem sent er til útlanda, er selt í Hanmörku, Noregi og Svíþjóð. ÍDan- mörku er almenningur beztu vanur og því mat- vandastur. I>ar má fá góðan markað fyrir ís- lenzkt saltkjöt, þá er það er alt vel verkað og hefir fengið það orð á sig, að menn geti reitt sig á, að það sé vönduð vara. 1 Danmörku er ejnginn toliur á kjöti eða vörum frá íslandi og er það margra þúsund króna virði fyrir Islendinga, ef þeir kunna að nota sér það. Danir eru einnig auðugastir allra Norðurlanda- búa, og hafa því bezt ráð á að kaupa vandaða °g dýra vöru. í Noregi og Svíþjóð er tollur á innfluttu kjöti; þar verður því aldrei eins góður markaður fyrir íslenzkt saltkjöt sem í Danmörku. Svo má að likindum vinna nýjan markað handa íslenzku kindakjöti á Skotlandi, en það þarf að senda það þangað nýtt í kælurúmi. Þá er sameignarslátrunarhúsið er komið á stofn í Reykjavík, er rétt að reyna það og rannsaka. Frá Færeyjum hefir að vísu verið gerð ein til- raun í þessa átt, svo mér só kunnugt um, en eigi tekist, vel; það er eigi að marka og eigi fullreynt enn. A Austfjörðum og Norðurlandi þarf að koma á sameignarslátrunarhúsum. Þau geta eigi verið stór, því að varla verður hægt að sameina mjög margar sveitir um þau sökum fjallgarðanna, sem skilja þar bygðir og sýslur í sundur. JÞað er skaði. Slátrunarhús nyrðra eða eystra þarf varla að gera nema til sauðfjár- slátrunar. A Norðurlandi mun slátrunarhús efiaust bezt sett á Akureyri, á Austurlandi að líkindum á Búðareyri. Þar er bezta kaupstaðarstæði á Austurlandi. Skaði, að Seyðisfjörður, stærsti verzlunarstaðurinn á Austurlandi, skuii vera umgirtur háum fjöllum og allar samgöngur ert- iðar milli hans og Fljótsdalshéraðs. Ef Austfirðingar gætu sameinað sig um eitt sameignarslátrunarhús, svo að þeir gætu dregið saman allmikið vörumagn á eiun staðr þá munu þeir standa allvel að markaði. Þeir eiga þá heldur hægt með að senda kjöt til næstu útlanda. En eins og allir munu skilja, ríður mjög mikið á því fyrir oss íslendinga, að draga svo mikið vörumagn saman á einn stað innanlands, svo að skipin geti fengið fullan farm að sigla með og farið fijótt og oft milli landa. III. Hið fyrsta, sem bændur verða að gera, er þeir vilja setja á stofn sameignarslátrunarhús, erað rita sig fyrir eignarhluta í slátr- unarhúsinu, 10 kr., 20 kr., 30 kr. eða 40 eða 50 kr. Það er í sjálfu sér ekkert á móti því, þótt sumir eigi 100 kr. í sameignarslátr- unarhúsinu, en það mun þó varla vert að hafa hlutina stærri áíslandi, en her er lagt til. Hver fjáreigandi mun hinsvegar geta lagt til 10 kr. Þess vegna heita svona slátrunarhús sameignar- slátrunarhús, að allir, sem láta slátra fé- í þeim, eiga einhvern hlut í þeim. Það fé, sem á vantar bæði til þess að reisa sam- eignarslátrunarhúsið og til þess að reka þaðr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.