Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 5

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 5
FREYR. 53 lána saraeigendurnir, sumt út á sameignarslátr- unarhúsið og sumt gegn sameiginlegri ábyrgð allra sameigenda. Alb’r ábyrgjast fyrir einn og og einn fyrir alla. Eélagsskapurinn fær viður- kenningu hjá yfirvöldunum (,,firma“). Hver sameigandi fær venjulega 5°/0 af eign sinni í slátrunarhúsinu. Hver sameigandi hefir að eins eitt atkvæði, hvort sem hann er ríkur eða fátækur. I sameignarslátrunarhúsum er aðeins slátr- að fé þeirra manna, sem eiga eitthvað í húsinu. Þesskonar stofnunum (sameignarfélagsskap) má eigi blanda saman við hlutafélög. IÞau eru venjulega fyrirtæki fárra manna og gjörð sam- kvæmt öðru takmarki og eftir öðrum lögum. Meiri hluti verðsins, eða svo mikið, sem vist er að muni fást fyrir féð, er borgað þegar út í hönd, þá er fénu er slátrað, en uppbót á eftir, þá er vitneskja er fengín fyrir því, hvernig féð hefir selst og ársreikningur er gerður upp. Það þart litil áhöld við sauðfjárslátrun, miklu minni en þá er svínum eða nautgripum er slátr- að. Menn þurfa því að vera ákveðnir í því, áður en þeir reisa sameignarslátrunarhús, hvort þeir ætla að slátra eingöngu sauðfé í því eða nautgripum líka. Sameignarslátrunarhús, sem sauðfé einu er slátrað í, þarf eigi að vera mjög dýrt. Vatnsleiðsla þarf að vera í slíku húsi og steingólf steinlímt; er gott að það sé reist við ]æk. Varast verðurað tj arga slá tr un ar- fhús, því að þá kemur tjörukeimur að kjötinu ■og það verður engin verzlunarvara. Kaupmannahöfn 7. marz 1906. Bogi Th. Melsted. Freyr og Ræktunarsjóður íslands, í Frey 3. III. er skýrt frá lögum um breyt- ing á og viöauka við lög um stofnun Bæktunar- sjóðs Islands 2. marz 1900. Þar er neðri deild alþingis brigslað um að hún hafi í þessu máli sýnt „heigulskap11 og látið „efri deild svínbeygja sig.“ Ennfremur er þar sagt, að „það virðist“ að við lektor JÞ. B. höfum sýnt „óhæfilegt ó- sjálfstæði11 og „fljótfærni.11 Að sönnu erum við JÞórh. B. eigi nafngreindir, en allir, sem málinu fylgdu á þingi, vita, að átt er við okk- ur, þótt við að réttu lagi eigum óskilið mál með meiri hluta deildarinnar. Þetta, eru hörð orð og afarþung ásökun til allra þeirra, sem hér eiga hlut að máli, og því ástæða til athugunar. Það virðist raunar vandalítið fyrir hvern mann með óbrjálaðri hugsun, að sjá að meiri hluti neðri deildar mundi eigi gjöra sig sekan í „heigulskap" eða „fljótfærni11 að skifta um skoðun í þessu máli á mánaðartíma. JÞað hlutu að vera einhverjar aðrar knýjandi ástæður til þess. Hefði Freyr átt að skýra hlutdrægnislaust frá, var auðvelt fyrir þá tvo af útgefendum hans, er sitja á slmfstofu Búnaðarfél. íslands, að fá upplýsingar í þessu efni, hjá þeim tveim- ur þingmönnum, sem eru í stjórn félagsins og voru hvor í sinni deild manna kunnastir mála- vöxtum. Astæðurnar voru í margra augum eigi lítil- vægar- Fjölda margir, og þar á meðal Freyr, hafa fagnað því, að frumv. um sölu þjóðjarða náði fram að ganga. En að það marðist í gegn í efri deild, var einungis því að þakka, að sum- ir, ervoru þar fremur andvigir þjóðjarðasölunni, fylgdu henni gegn því, að ýmsir í neðri deild lofuðu að slaka til, að því er vextina snerti at Ræktunarsjóðnum. JÞetta var á vitorði allra þingmanna og margra annara. Hér er því um það eitt að dæma, hvort réttara var af neðri deild, að sjá um að þjóð- jarðasölufrumv. kæmist í gegn á þinginu, eða halda til streitu því álivæði í Rœkttinarsjóðs- frumv., er hafði alls enga þýðingu, ef þjóðjarðsölu- frv. hefði fallið. Eg ætla engan dóm að leggja á þetta. En a\iðsætt er, að þær livatir sem réðu, eiga alls ekkert skilt við þau óþverra orð, er Freyr ber á neðri deild. Einnig skal þess getið að Freyr, eins og sumir aðrir, gjörir óskiljanlega mikið veður af því, að Ræktunarsjóðurinn greiði vexti til landssjóðs. Ef þau fyrirtæki, er vextirnir

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.