Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 7

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 7
FRFTR. 55 varpið hefði fallið, því að væntanlega hefði þingið ekki þvertekið fyrir sölu þjóðjarða, þótt sölulögin gengju ekki í gegn, líklegra að salan hefði aukist, og þá naundu allir aðrir en hr. H. J. líta svo á, að það væri alt annað en þýðingar- laust fyrir Eæktunarsjóðinn, hvort hann átti and- virði seldu jarðanna eða hafði það aðeins að láni gegn árlegum rentum. Skuld mun ekki alment talin jafngóð eign. Oss er sannast að segja óljúft að trúa hrossakaupasögu hr. Hermanns. Hin ástæðan, er hann drepur á síðar í grein sinni, að þÍDg- menn hafi óað við að rýra meira fjárráð þings- ins en orðið var, hefir ef til vill ekki verið nógu „knýjandi11, en ólíkt betra bragð er að henni og öllu er hún sæmilegri þinginu. - — Einkennilegt er þó, að þingið skyldi á sama tima og það hafði Kæktunarsjóðinn til meðferðar, setja á stofn Eiskiveiðasjóð með 10,000 kr. árstekjum, sem er 4°/0 renta af 250,000 kr. höfuðstól. Hetta samþyktu báðar deildir með nær því öllum atkvæðum, og eigi mælti hr. H. J. þar eitt orð í móti, að því er séð verður, en sízt skulum vér fortaka, að einhver „kaup“ kunni að hafa legið þar bak við frá hans hálfu. Skiljanlegt er það, eftir því sem hr. H. J. farast orð síðast í greininni, að honum þyki það ekki litlu skifta, að halda í fjárráðin, til þess meðal annars að geta hegnt og launað, en hvernig s em alt snýst, vonum vér að hann gjöri aldrei alvöru úr þeirri óbeinlínis hótun sinni, að láta Búnaðarfélag Islands eða þarfa- fyrirtæki þau, er það beitist fyrir, gjalda þess er til fjárveítinga kemur, að honum hafi sinn- ast eitthvað við þá úr ritstjórn Breys, sem einnig eru starfsmenn félagsins. Bending hr. Hermanns til sömu manna um að varast að styggja eða „ráðast11 á formann félagsins — „húsbónda" sinn, — er skiljanleg í sporum höfundarins, en virðist hér óþörf, því að núv. form. félagsins er ekki þektur að því að þola ekki öðrum fullt skoðanafrelsi og sizt mundi hann taka til þess óyndisúrræðis, til þess að „ná rétti sínum“, að „hengja11 bakara fyrir smið“, eins og hr. H. J. gefur í skyn að hann léti sér ekki fyrir brjósti brenna, ef svo bæri undir. Vér erum sem sagt fúsir á að kannast við, að Breyr hafi viðhaft óþar/tega þung orð, er hann nefndi „heigulskap11 og að „svínbeygja11, en eftir að hr. H. J. hefir flett ofan af „hrossa- kaupunum11, viljum vér skjóta því til lesend- anna, hvort orðin eigi nokkuð afskaplega illa við. Mjög er það ájaldgæft, að sjá skýrslur á prenti um afurðir búfjár. Hað gæti þó orðið bæði til gamans og gagns, því allir hljóta að viður- kenna, að ekki kemst gottjlag á búskapinn, fyr en bændur fara alment að halda reikning yfir hin- ar einstöku greinar hans, athuga hvernig hver grein búskaparins borgar sig. Til þess að leggja fram minn skerf, sendi eg Frey skýrslu um kostnað og arð af ám mínum og kúm sein- ústu 5 árin. Kostnaður við hverja á að meðaltali: 1901 1902 1903 1904 1905 Bóður og beit sumar og vetur............. 2,63 2,54 2,61 2,10 3,05 Yetrar og vorhirðing og fjallskil .... 1,64 1,75 1,68 1,82 1,31 Húsaleiga .... 0,15 0,15 0,15 0,40 0,38 Opinber gjöld, böðun eða íburður .... 0,19 0,21 0,18 0,25 0,27 Vanhöld............... 0,58 0,45 1,39 1,01 1,00 Samtals kr.: 5,19 5,10 6,01 5,58 6,01 Arður af hverri á að meðaltali: 1901 1902 1903 1904 1905 Dilkur . . . 7,26 7,59 9,27 8,69 10,11 Vorull . . . 1,60 1,40 1,80 2,25 2,70 Taðið. . . . 0,66 0,66 0,66 0,66 0,66 Samtals kr- 9,52 9,65 11,73 11,60 Í3,47 Hreinar tekjur af hverri á kr. . 4,33 4,55 5,72 6,02 7,46 Meðalhagnaður af hverri á í 5 ár kr. 5,62 Ef hver ær er reiknuð að haustinu á 10 kr., sem láta mun nærri, verður þá rentan aí ærverðinu 5,62 kr. eða 56°/0- Dilkarnir og vor- Skýrsla um búfjárafurðir frá Teigi í Dalasýslu.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.