Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 9

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 9
FREYE. 57 mýrafélagsins í Danmörku að veita ókeypis ráð og aðstoð við hagnýting mós og mómýra (sbr. auglýsing hér í blaðinu og víðar). Um leið og eg vil brýna fyrir mönnum að nota þetta kostaboð, vil eg benda á, að þótt öllum verði kjálpað eftir föngum verða auðvitað þeir látnir ganga fyrir, er ganga í félagið. JÞeir sem gjörast félagar fá rit félagsins og eru þau ágæt fyrir alla þá, er hafa áhuga í móiðnaði, og vilja kynna sér hvað gjört er í því efni í öðrum löndum. Ásgeir Torfason. Munkdælir. Svo nefnist kynkvísl ein af józka hesta- kyninu, sem mjög hefir átbreiðst seinustu 20 árin. Eyrsti stóðhesturinn með því nafni (Munke- dal), og þeim eiginlegleikum, sem einkenna Munkadals-kynbálkinn, fæddist 1883. Hann þótti snemma fallegur og keypti hrossaræktar- félag hann ungan fyrir 10,000 kr. Hann er nú 23 ára, og þó enn notaður til undaneldis. Ersegastur af niðjum hans, er sonarsonurinn „Aldrup Munkedal,“ fæddur 1894. Þegar hann var 4 vetra, hlaut hann fyrstu verðlaun á af- mælissýningu búnaðarsambands Jótlands í Ar- ósum, og siðan hefir hann hlotið fyrstu verð- laun á öllum landbúnaðarsýningum og héraðs- sýningum, þar sem hann hefir verið sýndur. A landbúnaðarsýningunni í Oðinsey árið 1900, hlaut hann konungsverðlaunin. Mynd sú, er hér birtist, var tekin af honum á þeirri sýn- ingu. Aldrnp Munkedal er fagurrauður að lit með blesu. Höfuðið er lítið og frítt, eftir því, sem gjörist á józkum hestum, hálsinu nokkuð gildur en vel reistur, brjóstin mjög breið og bringan síð, hryggurinn nokkuð stuttur en breiður og síður vel hvelfdar, lendin breið og vel löguð, lærin vöðvamikil, fæturnir sterkir, vel settir og hófar góðir. Hann viktar 1640 pd. og er 67 þumlungar á hæð. Eigi er það þó stærðin og gjörfileikinn eingöngu, sem gjört hefir A. M. svo frægan, heldur miklu fremur hans framúr- skarandi arfgengi (Nedarvniugsevne), þ. e. eigin- legleikar til að gefa afkvæmunumí arf einkenni sín og eiginlegleika. Hrossaræktarfélagið við Horsens á Austur- Jótlandi keypti A. M. 2 vetra fyrir rúmar 6000 kr., og á hann enn. A landbúnaðarsýningunni í Óðinsey var boðið fýrir hann 50,000 kr., en árangurslaust. Undir hann hafa verið leiddar um 200 hryssur á ári, síðan hann varð íullorð- inn. Eélagsmenn greiða 20 kr. í folatoll og utanfélagsmenn 300 kr. og fá þó færri en vilja. Ejöldi af sonum og dætrum Aldrups Munke- dals hafa hlotið fyrstu verðlaun á héraðssýn- ingum, og fullyrt er af döuskum hestafræðing- um, að tveir af' sonum hans a. m. k., „Prins af Jylland“ og „Hövding“ sóu beztir og falleg- astir hestar, er fæðst> hafa á Jótlaudi. Til þess að sýna hvaðá afar þýðingu Munka- dals-ættbálkurinn hefir þegar haft fýrir józka hestakynið, nægir að benda á, að á sýniuguuni, sem haldin var í sumar í Horsens (fyrir alt Jótland), var helmingur af hrossum þeim, er sýnd voru (alls um 400) af því kyni, og að Munkdælir hlutu oll fyrstu verðlaunin. Eögur sjón var það á sýningunni í Horsens, þegar allir úrvalsgripirnir af Munkadalskyninu voru leiddir fram í röð hver á eftir öðrum, og mannfjöldinn í kring klappaði lof í lófa. Eg vona að enginn skilji orð mín svo, að eg ætlist til, að farið só að flytja hingaðjózka hesta, til þess eru þeir alt of dýrir og fóður- frekir. En nokkra von hefi eg um, að þetta dæmi geti orðið til þess, að vekja athygli manna á, hvaða þýðingu það hefir — eða get- ur haft —■ að eyðileggja ekki strax á unga aldri fallega undaneldisgripi, eins og regla hefir verið hjá oss og er enu. Ef gatnli Munkedal hefði verið geltur á unga aldri, er enginn efi á, að Jótar væru nokkrum milljónum króna fá- tækari, en þeir eru nú. Guðjón Guðmundsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.