Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 11

Freyr - 01.04.1906, Blaðsíða 11
Í’REYR. 59 Túnávinslu-áhald.1) Eg sé á blaðaauglýsÍDgum o. fl. að hlekkja- heríi til túnávinslu eru nokkuð íarin að tíðkast hér og þar, og er það sízt að lasta þó hest- aflið sé tekið til Dotkunar í því eí'ni. En útaf þessu finn eg þó ástæðu til að minnast á og lýsa í fám orðum, öðru verkfæri til sömu nota, en sem mér virðist hafa ýmsa kosti framyfir herfið, í öllu falli þann kost, að það er marg- falt ódýrara, og þar afleiðandi hægara fyrir margan mann að eignast það. Yerkfæri þetta er hinn svokallaði „slóði“, hann er búinn til úr borðum, fremst er hafð- ur 3 al. langur borðristingur 3- 4 þuml. breið- ur og í hann að framan reknir 2 keingir til að krækja í dragtaumunum, aftan í þenna borð- risting er svo krækt með vírkrókum eða þó lielzt með fínni keðju 8 borðbútum, alin á lengd hver og 6—7 þuml. á breidd, þanuig að það verði 3 raðir hver aftur af annari; verða þá 3 bútar í þeirri fremstu, 2 i þeirri næstu og 3 í þeirri öftustu, (í hverri röð snúa endar saman) og á þá miðja þessara tveggja miðbúta að vera á móts við endasamskeytin í fremstu og öft- ustu röðinni, því annars verða ómuldar rákir eftir slóðann um samskeytin. Til skýringar læt eg í'ylgja mynd af áhaldinu. hiþessa 8 borð- búta, þá hliðina sem niður á að snúa, eru svo reknir járntindar, hæfilega margir og þéttir eft- J) Slóði svipaður þeim sem hér er lýst, hefir lengi verið notaður nokkuð á Vesturlandi, smíðað- ur fyrst i Olafsdal að þvi er vér vitum hezt. Ritstjómin. ir því sem hverjum þykir við eiga, nægilegt er að 3 tindaraðir séu á hverjum bút og 2 þuml. á milli tinda í hverri röð, og þannig reknir í að enginn standist á við annan aftur og fram; verður þá liðlega '/2 þuml. á milli ráka þeirra, er tindarnir rispa í túnið. I tinda þessa er gott að hafa digran járnvír galvaníseraðan, og hafa hvern 1—lV2þuml. á hæð, og beygja þá lítið eitt aftur á við einkum í endann neðst, svo síður festist á þeim rusl, svo sem kár og hey- rusl, úr áburðinum. I tindana má einnig nota ýmislegt járnrusl, jafnvel útslitnar hálfskeifur o. fl. aðeins að þeir séu nokkurnveginn jafnhá- ir I fremstu (lengstu) spítunni eru engir tind- ar hafðir, húu verður vanalega á lofti sökum átaksins frá hestinum, enda einungis til þess ætluð að halda tindabútunum saman og festa þeim við hestinn. Þegar svo farið er að slóðadraga, er bætt þyngslum á slóðann eftir því sem sést að hæfi- legt er; fer það eftir þvi hvað áburðurinn er harður eða mjúkur, þegar unnið er á; 2—3 þur- ar torfur hefur mér reynst mátulegt. Auðvitað má hafa slóðann á ýmsan hátt, öðruvísi en þetta; það má t. d. hafa hann bæði stærri og minni, og það má lika hafa tindaspíturnar fleiri og styttri, og það hygg eg að mundi einmitt vera gott, þar sem ekki er vel slétt, en svona, eins og hér er lýst, hef eg haft hann og brúkað í mörg ár og gefist vel. Auðvitað verður hann ekki notaður nema á nokkurn veginn slétta jörð, og því betri sem sléttara er, eins og flest önnur áhöld. Eg hef að vísu aldrei haft hlekkjaherfi sjálfur til afnota, en eg hef bæði séð það not- að og líka séð tún, sem unnið hefir verið með því, og eftir því sem eg hef getað séð hefur mér virzt að slóðinn hafi í flestum greinum yfir- burðina. Eyrst og fremst er herfið svo þungt að mér virðist tveimur hestum veitist lítið létt- ara að draga það heldur en einum slóðann, þó nógu þungur sé til að mylja. I öðru lagi hefir mér sýnst herfið mylja svo illa (er of gis- ið) að mér virðist því varla veita af tveimur umferðum til að mylja jafnvel og slóðinn gjör- ir í einni, ef' mátulega þurt er á. Loks er verðmunurinn; mér er sagt að herfið muni ekki

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.