Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 1

Freyr  - 01.05.1906, Blaðsíða 1
Atvinnuvegir vorir Eftir Guðjón Guðmundsson. Vaxandi menning fylgja óhjákværnilega auknar kröfur til lifsins, og þar með löngun einstaklingsins til þess að velja sér þá lífsstöðu, er kann álítur að bezt eigi við sitt hæfi, og bezt lífskjörin býður. En af því leiðir aftur að atvinnugreinunum fjölgar, og samkeppnin mill- um þeirra vex. Elztu atvinnugreinar þjóðanna eru land- búnaður og fiskiveiðar, hinar allar eru yngri, hafa bæzt við smátt og smátt. Að þeirri at- vinnugrein, sem bezt lifsskilyrði veitir áhverj- um tíma, safnast fólkið, á móti því tjáir ekki að standa, sérhver hugsar að sjálfsögðu mest um siun eigin hag, vill sitja við þaun eldinn, sern bezt brennur. Þetta eru hugleiðingar frá sjónarmiði ein- istaklinganna, hvers um sig. En svo þarf að líta á málið frá almennu sjónarmiði, athuga hvað þjóðarheildiuni er fyrir beztu. Þá verða menn fyrst af öllu að minnast þess, að einstaklingarnir á hverjum tíma eru aðeins hlekkur í þeirri endalausu keðju, sem bindur saman fortið og framtíð. Beztu menn þjóðanna á hverjum tíma láta sér því ekki nægja að þeim og samtíðarmönnum þeirra líði vel, heldur reyna þeir jafnframt að skygnast inn í framtíðina, athuga framtíðarhorfurnar. Þeim nægir ekki þótt einhver atvinnugrein borgi sig vel í 3vip, ef hún er ekki ábyggileg til fram- búðar. Þetta er orsökin til þess, að þing og stjórnir í hverju siðuðu landi, og aðrir, sem fást við opinber mál, leitast við að styðja ýmsar atvinnugreinar frekar en aðrar. Öll bygð lönd, hvar sem þau liggja á hnettinum, hafa einhverja kosti. En mjög eru kostir landanna misraunandi og margvíslegir, og fer það eftir náttúruskilyrðum þeirra, legu, málmgnægð o. fl. Sum lönd hafa marga at- vinnuvegi, önnur fáa; í öllum menningarlöndum er þó landbúnaðurinn aðal-atvinnuvegurinn. Eigi verður því með sanngirni neitað, að kostir lands vors séu fáir. En jafnvíst er hitt, að á því gætu lifað mörgum sinnum fleiri menn en nú, og liðið vel. ■ Mannkynssagan sýnir, að vellíðan þjóðanna byggist ekki á frjósemi landanna, veðurblíðu, málmgnægð o. s. frv., held- ur á eiginlegleikum íbúanna: atorku, framtaks- semi, þekkingu og hyggindum þeirra. Þegar bera skal saman atvinnuvegi vora, tjáir ekki, eins og áður er sagt, að einblína á nútímann, heldur verður jafnframt að athuga framtíðarhorfurnar. Eftir þeirri þekkingu að dæma, sem vér höfum á landi voru og náttúruöflum, getur hér ekki verið um neinn verulegan sjálfstœðan iðnað að ræða, til þess vantar aðal-skilyrðin, málma og kol. Um verzlun er hið sama að segja. Landið er svo afskekt, að eigi getur verið um aðra verzlun að ræða, en sölu á afurðum lands- ins og kaup á útleudum varningi handa lands- mönnum. Verzlunin stendur því og fellur með aðal-atvinnuvegunum. Vegna legu landsins getur heldur ekki verið að ræða um siglingar sem sjálfstæða atvinnugreín, þótt vér auðvitað gæt- um og ættum að flytja sem mest af vörum vor- um á eigin skipum. Skilyrðin tyrir skógrækt hér á landi eru svo vond, að skógræktin er ekki og getur ekki orðið atvinnugrein. Laxveiði, silungsveiði, selveiði, dúntekja og fuglaveiðar o. s. frv., eru til mik- ils hagnaðar fyrir marga menn hér og þar á

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.