Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 3

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 3
Fft EYR. 63 mikið mitmi. Síðan 1901 keíir fólkinu óefað fjölgað mikið, en af því hin árlegu manntöl eru ekki ábyggileg, sleppi eg þeim hér. Aðal man- tölin eru tekin með 10 ára millibíli, það næsta væntanlega 1911. Allan fyrrihluta nitjándu aldarinnar mátti beita að iandbúnaðurinn væri eini atvinnuvegur þjóðarinnar, þótt mikill styrkur hafi jafnan verið að fiskiveiðunum, en síðan um miðja öldina hafa þær aukist mjög. Yerzlunar og iðnaðar gætti mjög lítið sem atvinnugrein fyr en á seinustu tugum aldarinnar. Eítirfarandi tafla sýnir greini- lega hvernig atvinnuvegirnir hafa breyzt sein- ustu áratugina, og núverandi þýðingu þeirra hvers um sig fyrir þjóðfélagið. Fólksfjöldinn á Islandi og skifting þjóðarinnar eftir atvinnu, árin 1880, 1890 og 1901. Atvinnuvegir 1880 1890 1901 Fólk Hluti af þjóðinni o/ /o Fólk Hluti af þjóðinni °/ /o Fólk Hluti af þjóðinni °/ /o I. Landbúnaður . . . 53044 73,2 45730 64,3 43930 56,0 II. Eiskiveiðar. . . . 8688 12,3 12401 17,7 17213 22,0 III. Handverk og iðnaður 1544 2,1 1868 2,6 4253 5,4 IV. Verzlun og samgöngur 1213 1,7 1737 2,4 3117 4,0 V. Daglaunamenn o. fl. 1399 1,9 2355 3,3 1764 2,2 VI. Ótiígreind atvinna . 1048 1,4 1411 2,0 1867 2,4 VII. ulíkamleg atvinna . 2412 3,3 2271 3,2 2369 3,0 VIII. Þeir sem lifa af eign- um sínuru o. fl. . 661 0,9 823 1,2 1627 2,0 IX. iPeir sern njóta styrks af alm. fé o. fl. . . 2436 3,4 2331 3,3 2330 3,0 Flokkur I.—VI. framleiðslu- atvinna 66936 92,4 65502 92,3 72144 92,0 Elokkur VH,—IX. fram- leiðslulaus atvinna . . . 5509 1.6 5425 7,7 6326 8,0 Öll þjóðin 72445 70927 78470 Taflan sýnir, að þeim, sem landbúnað stunda, hefir stöðugt f'arið fækkandi alt tímabilið. Mest er fækkuniu frá 1880 —1890, yfir 7,000, eða rúm 700 manns á ári. Seinna tímabilið hefir fækkunin ' verið mikið minni, 164 á ári að meðaltali. Miðað við aðra atvinnuvegi virðist þó afturfórin í búnaði enn meiri, en þessar tölur sýna, því 1880 lifðu 73°/0 af allri þjóðinni á landbúnaði, en 1901 ekki nema 56°/0; þessi síð- arnefnda tala er þó ekki áreiðanleg. Mantals- skýrslurnar seinustu telja rúm 12 þús. manns, sem lifðu bæði á fiskiveiðum og landbúnaði, og hefi eg talið l/3 þar af til búnaðarins en 2/3 til fiskiveiðanna. £>ótt fólki, sem á landbúnaði lifir, hafi þannig fækkað síðan 1880, bæði bein- línis, og þó sérstaklega miðað við aðra atvinnu- vegi, er hér þó eigi um virkilega afturför í bún- aði að ræða, sem meðal annars sést á því, að jarðeignir hafa yfirleitt hækkað í verði síð- an um 1880 og framleiðslan aukist stórkostlega, einkanlega síðari hluta tímabilsins. Aðalorsökin til þess, að fólkið hefir fluzt svo mjög úr sveitunum, er hin stórkostlega fram- för, sem flskiveiðarnar hafa tekið á síðustu ára- tugum, og að kröfurnar til lifsins hafa aukist svo mjög, meira en framleiðslan. Landbúnaður- inn er jafnan seinn í snúningunum, og hefir því ekki getað fylgt með í kapphlaupinu um vinnu- I kraftinn, eigi getað boðið jafn hátt kaup og I fiskiveiðarnar, að minsta kosti ekki á pappírnum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.