Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 5

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 5
FREYR. 65 Eg hefi sýnt hér að fraraan straumana í «.tvinnuvegum vorum. Það gefur tilefni til margskonar hugleiðinga, er sleppa verður þó að mestu að þessu sinni. Að sjálfsögðu er það heppilegt, að atvinnu- vegum fjölgi, og að jafnvægi sé sem bezt rnill- um þeirra. Því fleiri sem atvinnuvegirnir eru, því auðveldara er íyrir einstaklingana að velja sér þá lífsstöðu, sem bezt er við þeirra hæfi, ■og því minni er hættan á að óáran, verðfall á einstökum afurðum, eða óhöpp, sem ætíð geta að höndum borið, verði þjóðinni til verulegs hnekkis. Oefað er það rétt, að fáar eða engar at- vinnugreinar, borga sig eins vel og fiskiveiðar, þegar vel lætur. En jafn víst er hitt, að engin atvinna er eins stopul og hættuleg eins og þær. Líf og eignir manna, er þá atvinnu stunda, hangir einatt á veikum þræði, og stór og tíð eru þau oífur, sem ægir heimtar. Þannig hafa druknað 66 manns á ári að raeðaltali hér á landi á tímabilinu 1890—1901, eða 11. hver maður af 'óllum sem dóu, (Ól. D.: Skírnir 79. ár, 4. h., bls. 359). Þá mun lengi verða minst þess voða tjóns, sem varð á þilskipaflota Reykja- víkur í vetur, þegar þrjú einna stærstu og bezt mönnuðu skipin með um 70 af vöskustu drengj- um á bezta aldri fórust á einum degi. Eiskifæð um skemri eða lengri tíma er al- imenn, og getur ætíð komið fyrir, þótt vér slepp- um þeim möguleika, sem beut var á í byrjun þessarar greinar, að fiskiveiðarnar hér við land færu til langframa að ganga úr sér. Þá er verðið á fiskinum ekki síður hvikult en aflinn, enda beint samband þar f millum. — Þegar lítið af fiski berst á heimsmarkaðinn (litið afl- ast) hækkar fiskurinn í verði, en þegar mikið berst á markaðinn (mikið aflast), fellur verðið. Fiskiveiðarnar hafa lánast vel hjá oss um mörg ■undanfarin ár, og jafnframt hefir verðið á fiski verið hátt, af því fiskiveiðar á ýmsum öðrum aðalfiskistöðvum heimsins hafa lánast misjafn- lega. En þrátt fyrir þennan mikla afla og •og góða fiskiverð fullyrða þó margir helztuþil- skipaútgerðarmenn, sem eg hefi talað við, að útgerðin gjöri yfirleitt ekki betur en að borga sig, tilkostnaðurinn sé orðinn svo niikill, sér- staklega kaupgjaldið svo hátt. Þeir segjast því vera neyddir til að setja skip sín upp, ef eitthvað beri útaf, fiskur falli í verði eða afli mis- lánist til muna. Þegar nú þess er gætt, að mikill meiri hluti þeirra, sem á fiskiveiðum lifa, eru algjörlega eignalausir menn, sem inargir hverjir verða árlegaað taka lán upp á væntanlegt kaup sitt, til þess að geta lifað, virðist auðsætt að hér er um alvarlega hættu að ræða fyrir þjóðfélagið, hættu sem stöðugt fer vaxandi, eftir því sem sá hluti þjóðarinnar vex, sem á fiski- veiðum lifir, samanborið við aðrar atvinnugrein- ar. Þetta hefir þing vor og stjórn séð og við- urkent, og því leitast við að hlynna að öðrum atvinnuvegum, sérstaklega landbúnaðinum, bæði með hagkvæmum lögum og styrkveitingum til ýmiskonar framfara-nýjunga, til þess á þann hátt að reyna að draga nokkuð úr fólksstraum- unum úr sveitunum til sjávarins. Þetta hefir al- ment verið talin hyggileg steÍDa í löggjöfinni, þótt mótmæli hafi heyrst við og við frá tals- mönnum fiskiveiðanna. Að sjálfsögðu hefir lög- gjafarvaldið jafnframt reynt að styðja fiskiveið- arnar, sérstaklega á þann hátt, að gjöra þær að tryggari atvinnuvegi. Fjárframlögin til þeirra úr landssjóði hafa aftur á móti verið nokkuð minni en til búnaðarins. Út af þessu eru tals- menn fiskiveiðanna farnir að gjöra mikið veður, og hefir það hvergi komið eins greinilega fram eins og á seinasta þingi, einkaDÍega í efri deild. Þar var því haldið fram, að til búuaðarins væri veitt stórfé árlega, en fiskiveiðarnar gjörðar hlutlausar eða þvi sem næst. Þessa kenningu hefi eg séð endurtekna síðan í blöðunum. Eg hefi því athugað núgildandi fjárlög, tii þess að ganga úr skugga um, hvað. satt sé í þessari kenningu. Eftirfarandi tölur sýna hvað veitt er til búnaðarins á yfirstandandi fjárhagstímabili: 1. Til búnaðarskóla..........kr. 23,200 2. — búuaðarfélaga...........— 48,000 3. — Búnaðarfélags íslands . . — 85,000 4. — kenslu í mjólkurmeðferð . — 7,000 5. — verðlauna íyrir útfl. smjör — 36,000 6. — útrýmingar fjárkláðans . — 30,000 Þetta. er til samans 229,200 kr. eða 114,600 kr. á ári að meðaltali. Hér við bætist 2/3 af árstekjum Ræktunarsjóðsins eða ca. 4000 kr.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.