Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 12

Freyr - 01.05.1906, Blaðsíða 12
72 FREYR greinar, sem ólikt auðveldara er að kenna en búfræði og náttúrufræði. Að því er laun kennara bændaskólanna snertir, vísum vér til áðurnefndrar greinar í Erey II., 4. Yér þykjumst sjá á grein höf., að hann hafi verið ofurliði borinn í bændaskólanefnd efri deildar, og skýrir það nokkuð ósamræmið í framsöguræðu hans og tillögum nefndarinnar. Og veJ getum vér skilið, að hann vildi heldur slá af kröfunum en hefta framgang málsins, en öllum álítum vér ofvaxið að sanna, að efri deild hafi eigi stórskaðað bændaskóla-frum- varpið. Sjálfgefið er það, að seinasta alþingi gat hvorki í þessu máli né öðru gefið lög, sem eru bindandi um ókomnar aldir, en ekki sjáum vér nein ráð til að þakka því þær breytingar, sem gjörðar kuuna að verða í framtíðinni á bænda- .skólalögunum. „Brekkan mín.“ Þegar eg las í „Prey“ grein herra Guðjóns Guðmundssonar, „Frjóseuii Islands,11 kom mér til hugar að senda „Erey“ skýrslu um kartöflu- uppskeru hjá mér nokkur undanfarin ár, með því að eg tel fróðlegt og gagnlegt, að fá vitn- eskju um garðyrkju-tilraunir í sem flestum hér- uðum landsins. Slíkar skýrslur myndu oft verða til þess, að styrkja trú landsmanna á frjósemi landsins, og örfa þá til að leggja meiri rækt við jörðina sína, en alment gjörist viða á landinu. Hér við ísafjarðardjúp er garðyrkja mjög lítið stunduð, aðeins lítils háttar rófnarækt, en kartöflurækt ekki svo teljandi sé; hefir sú trú til skamms tíma verið almenn, að kartöflur gætu ekki þrifist hér, nema í beztu árum. Hér í Vigur hafði aldrei verið reynt að rækta kártöflur, er eg kom hingað fyrir liðug- um 20 árura. Jarðvegur er hér ákaflega harður «g seigur og víðast fremur þunnur. Hnaus í veggjum fúnar hér ekki, heldur harðnar upp og verður því nær óvinnandi; um veggjamold var því ekki að tala hér. Osku og sorphaugar voru hér engir, öllu slíku hafði verið varpað í sjóinn frá alda öðli. Skilyrðin fyrir garðyrkju voru því að þessu levti ekki glæsileg. Mig langaði samt til að rækta hér kartöflur, og þriðja árið, sem eg bjó hér, gjörði eg dálitla garðholu upp úr gömlum fjósgrundvelli, bar eg í hana eftir föngum afrakstur og sauðatað, og töluvert af fínum hvítum skeljasandi, sem nægur er hér á eynni. Þessi fyrsta tilraun mín heppn- aðist svo vel, að eg stækkaði reitinn smásaman unz hann var orðinn 250 Q f. og set eg hér skýrslu um þessar tilraunir mfnar í síðastliðin 15 ár. — Kartöflu-uppskera í Vigur árin 1891—1905. Ár Sáðland □ f. Uppskera tnr. 1891 100 9 1892 100 10 1893 100 8 1894 100 10 1895 100 11 1896 100 10 1897 100 9 1898 180 10 1899 180 9 1900 180 13 1901 250 12 1902 250 14 1903 250 67, 1904 180 14 1905 180 97, Samtals 2350 145 Meðaltal á ári 1562/3 9% Aths.: Kartöflurnar hafa verið mældar í vanalegum lagartunnum (120 pt.) Eins og skýrslan ber með sér, var upp- skeran tiltölulega bezt fyrstu 7 árin, þá stækk- aði eg reitinn, en hafði ekki hentugan áburð og því síður eftir að eg árið 1901 stækkaði hann enn meira. Hætti eg þvi við að hafa meira en 180 □ f. undir til kartöfluræktunar; og hefi reynt að rækta rófur f hinum blettinum, hefir það hepnast all-vel, það lítið sem tilreynt er. Árið 1903 skemdist útsæði hjá mér, auk

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.