Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1906, Blaðsíða 4

Freyr - 01.07.1906, Blaðsíða 4
96 FRE YR. Mjaltaföturnar þurfa eirraig að vera vel hrein- ar, og úr hörðum við eða fortinaðri stálþynnu. í>ær má aldrei nota til neins annars en að mjólka x þær. — Þegar um sjálft mjaltastarf- ið er að ræða, þá verður að gera þá kröfu til þeirra er rnjólka, að þeir kunni það verk, haíi lært að mjólka, lært að kreista mjólkina niður úr spenunum. Togmjaltir er úrelt og óhæft mjaltalag. JÞá skal og jafnan mjólkað með þurrum höndum — að eins með þurrum hönd- um —, en aldrei að væta þær meðan mjólkað er. JÞegar skift er um kýr getur verið gott að þvo sér áður en byrjað er á þeirri næstu, svo höndurnar séu ætíð hreinar •— en þurka sér á eftir. — Aður en byrjað er að mjólka skal strjúka burt alt rusl og óhreinindi af kviðnum og júrinu, með snarpri stiúgaþurku. Til þess að sýna hverja þýðingu þetta hefir í þrifnaðarlegu tilliti, skal þess getið, að við Ultúna-búnaðarskóla í Svíþjóð var gjörð til- raun í þessu efni. Yið fötubarminn, sem mjólk- að var í, var fest plata, 15 fer.-þuml. að stærð. Svo voru notaðar 3 kýr við tilraunina, og var júrgið og spenarnir á einni þeirra þvegnir og þurkaðir; á annari var júgrið og spenarnir að eins stroknir vel með þurri tusku, og loks var ekkert gjört við þá þriðju. — Eftir 1 mxnútu mjöltun var svo mjólkin rannsökuð, og kom þá íljós, að í mjólkinni nr. 1 voru 47 gerlar; í mjólkinni nr. 2, 109 gerlar og nr. 3, 1210 gerlar. iÞetta sýnir hvað það liefir mikla þýð- ingu að þurka vel af júgrinu áður en farið er að mjólka. Eorðast skal að bera feiti á spenana áður en mjólkað er ; en sé þess á annað borð þörf, þá skal það gjört að loknum mjöltum, og nota þá til þess lyktarlausa feiti, svo sem nýtt smjör eða vaselin. JÞegar því verður komið við, skal ávalt mjólka kýr úti, því það hefir mikla þýðingu fyrir mjólkina, og gæði hennar. Verður hún þá hreinni og gerlaminni, því það er jafnan minna um þá úti en inni. Tilraunir, er gerðar hafa verið á Einnlandi í þessu efni, sanna og þetta. Eftirfarandi tafla sýnir mismuninn: í mjólk, sem var mjólkuð — úti — inni í fjósi fundust í 1. c. c. m: Straks eftir mjaltir 10 gerlar — 106 gerlar Eftir 7, kl.st. 88 — — 980 — — 2 — 1530 — — 3665 — JÞetta sýnir, að í loftinu úti er miklu minna af gerlum en inni í fjósinu, og það jafnvel hvað vel sem þau eru hirt. Undir eins og búið er að mjólka hverja einstaka kú, skal hella mjólkinni úr fötunni, sem mjólkað var í, í aðra fötu og sía hana um leið. Sían þarf að vera góð, og búin til úr stálþynnu og með málmsigti. Bezt er Ulanders mjólkursía; en hún er nokkuð dýr,- kostar 3—12 kr. eftir stærð. Góðar mjólk- ursíur, sem hentugar eru almenningi kosta kr. 1,50—2,50. 4. Skilvindunni þarf að halda hreinni, og gæta þess, að hún ekki ryðgi. í hvert skifti. sem skilið er í henni, skal þvo hana vandlega, lim fyrir lim og þurka alla vætu af henni á eftir. Það hefir og mikla þýðingu fyrir end- ing skilvindunnar, að hún sé sett vel niður, lárétt, og haggist hvergi. Ennig þan að bera vel á hana áður en farið er skilja í henni, og nota til þess að eins góða áburðarolíu. — Skil- vindunni skal snúið jafnt rneðan skilið er, og gæta þess, að rjóminn só hæfilega þykkur,. nálægt 15—17% af mjólkinni sem skilin er. 5. Kæla skal xjómann undir eins og bú- ið er að skilja. Skal það gjört í köldu renn- andi vatni eða í brunni. Verði því eigi kom- ið við að kæla rjómann þannig, þá er einfald- ast að Játa kælingarfötuna standa niðri í vatns- bala. Skift skal um vatnið í honum eftir 1 kl.st., og svo aftur eftir 2—3 stundir. Vatnið í balanum skal vera jafn hátt rjómanum í kæl- ingarfötunni. Kælingarfötunni má ekki loka meðan rjóm- inn er að kólna. Rjómann má ekki flytja til búsins fyr en hann er orðinn vel kaldur, og því til tryggingar skyldi ávalt flytja rjómann frá deginum áður, en ekki samdægurs. Só rjóminn ekki nægilega kaldur, getur hann súrnað á leiðinni og jafnvel strokkast. Rjóma frá tveim- ur má ekki hella saman tyr en hann er orð- inn kaldur. Bezt er, að hann sé kældur sem mest, og eigi nxinna en niður í 6—8° C. ef þess er nokkur kostur. —- Rjóma má aldrei flytja eða geyma í tréílátum, og eigi heldur í.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.