Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1906, Blaðsíða 7

Freyr - 01.07.1906, Blaðsíða 7
.FRE YR 99 sáð er í blettÍDD. Bera þarf ábnrð á um vet- uriun eða vorið. IÞriðja vorið mun mega sá grasfræi, hafi jarðvegurinu ekki verið mýrkend- ur, annars er sáð kartöflum eða rófum og er þá landið plsegt, en eigi að sá grasfræi, þarf ekki að plægja um vorið, en að eins berfa vel og jafna allar miskæðir, svo slétt verði. IV. Sáning grasfræsins og meðferö landsins fyrstu árin. JÞegar búið er að herfa og jafna flagiðum vorið, er grasfræinu sáð. Gjöra má nú hvort sem maður heldur vill, sá grasfræinu eingöngu eða að sá byggi eða höfrum með. Sé korninu sáð með, verður sprettan meiri um sumarið, svo miklum mun meiri, að það borgar útsæði kornsins og jafnvel hefir mér virst að sáðgras- ið þyldi betur fýrsta veturinn, ef korninu hefir verið sáð með. Vitanlega deyr bæði bygg og. hafragrasið út um haustið og rót þess lika, en það er eins og jarðvegurinn verði þrátt fyrir það fastari og síður myndist þar holklaki, sem altaf er skaðlegur, einkum fyrsta vetur sáð- gresisins. Eigi nú að sá bæði grasfræi og korni, er korninu sáð fyrst og herfað niður; það er stærra en grasfræið og þarf að komast dýpra í mold- ina. Að kornið komist um þumlungs djúpt niður i moldina, væri hæfilegt, en fyrir því verður aldrei séð fullkomlega, kornin fara misjafnlega djúpt við herfinguna og sum liggja eftir ofan á moldinni. Við það verður að sitja, þau spíra nokkuð samt, en ætíð skyldi vanda herfinguna og helzt skyldi herfa bæði þvert og endilangt. Eftir að herfingunni er lokið ætti að valta blettinn svo hann verði sem jafnastur undir grasfræið, þó má sleppa því ef annríki er mikið. Korninu er ekki sáð eins þétt eins og þegar því er sáð eingöngu, án grasfræs, svo það skyggi ekki alt of mikið yfir smá- gresið og kæfi það; 75 pd. afhöfrum eða byggi er hæfilegt á dagsláttu. Grasfræinu er sáð undir eins og búið er að sá korninu og herfa það niður, afþvíþurfa um 18 pd. á dagsláttu. £>ví þarf að strá sem allra jafnast yfir að hægt er, og að því búnu er það herfað með grunnherfi eða rakað með hrífu, svo það samlagist moldinni, og valtað svo á eftir. Bletturinn gefur af sér talsvert hey fyrsta sumarið, einkum ef korni hefir verið sáð með,. hann má jafnvel tvíslá, ef rækt er koruinn í landið. Seinni sláttinn helzt ekki seinna er í. byrjun september. Nú er þess að gæta, að bletturinn þarf að vera örugglega varinD fyrir öllum skepnum. JarðvegurinD er svo laus að hann þolir ekki traðk og grösunum hættir við að dragast upp um leið og þau bítast. Um haustið ætti helzt að dreifa mold eða búpeningsáburði yfir sáðsléttuna til hlífðar rótinni, um veturiun og næsta vor þarf að valta blettinn einu sinni eða tvisvar meðan klaki er að fara úr jörð; annarser grösunum svo hætt við að losna upp og visna. Eftir það er unnið á sáð- sléttunni eins og öðru túni. Ætíð er við því að búast, að graslausar skellur verði í sáð- sléttuna um vorið, að afstöðnum fyrsta vetri hennar; slíkt er algengt erlendis og ætti því ekki að furða sig á þó það komi fyrir hér líka. I þær er sáð grasfræi. Eyrirhöfnin við það er ekki önnur en að ýfa auðu blettina upp með hrífu áður en grasfræinu er dreift yfir, raka um og valta á eftir. Um haustið er svo áburði dreift yfir sáðlandið eins og gjört var haustinu áður og það siðan valtað um vorið, um leið og jörð fer að gljúpna. Eftir það ætti sáðsléttan að vera úr allri hættu og þola sömu meðferð og önnur tún. Niðurl. Einar Helgason. Smælki. Stjórnargaddavírinn. ílt er það mjögr hvað girðingaefnið, er landsstjórnin pantarfyr- ir bændur, kemur með miklum óskilum. í lyrra gekk það svo, að mjög fáir af þeim, sem pönt- uðu girðingaefni hjá landsstjórninni, fengu það það svo snemma, að þeir gætu girt fyrir slátt. Gaddavírinn kom að visu nógu snemma, að minsta kosti til þeirra, sem pöntuðu hann

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.