Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1906, Blaðsíða 8

Freyr - 01.07.1906, Blaðsíða 8
100 FREYR. til Reykjavíkur, en viukiljárnin og teinarnir komu ekki fyr en seint og síðar meir. I ár eru skilin engu betri, að minsta kosti bér sunnanlands. Beini og óbeini skaðinn, sem bændur bíða "við það, hv'að girðingaefnið kemur seint að vorinu og óreglulega, er oft mjög mikill, stund- um mikið meiri en verðmuninum á stjórnar- gaddavírnum og búðarverði á gaddavír nemur. Yér treystum því að landstjórnin hagi þannig samningum eftirleiðis við verksmiðju þá, er hún skiftir við, að girðingaefnið komi nógu snemma að vorinu, og með betri skilum en verið hefir. Sé nauðsynlegt að verksmiðjan hafi fleiri mánaða fyrirvara til þess að afgreiða girðingaefnið, er hægurinn hjá að panta það þeim mun fyr, en áríðandi er, að verðið á því sé auglýst svo snemma, að bændur hafi nógan tíma til að safna pöntunum. Verzlunarfréttir. Erá Kaupmannahöfn er oss skritað 16. maí, að útlitið með verð á ís- lenzkum afurðum sé svipað og skýrt var frá í seinasta hefti Freijs. Líkur til að bezta norð- lenzk ull seljist á 1,08—1,10 kr. pundið, lak- ari norðlenzk ull á 1,00—1,02 kr. pd. og vest- firzk og sunnlenzk ull á 94—96 aura pundið. Verð á haustull, æðardún, selskinnum og hákalla og þorskalýsi svipað og í apríl. Saltfiskur heldur að hækka í verði. Selt nokkuð um það leyti af vestfirzkum málsfiski, sem átti að afhendast í júlí, fyrir 72—76 kr. skippundið. Áhrif veðuráttunnar á grasvöxtinn. Yfir- kennari við landbúnaðarháskólann í Asi i Nor- egi, Holtsmark, hefir ritað um áhrif regns og hita á grasvöxtinn, í síðustu skýrslu skólans. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, samkvæmt rannsóknum, er gjörðar hafa verið i Noregi, að hlýindi og votviðri i nóvember sé hentugt og gctt fyrir grasvöxtinn sumarið næsta á eftir, en að þar á móti kuldar og þurviðri í þessum mánuði sé óholt, og spretti þá lakar en ella. Þetta skýrír hann þannig, að ef rigni mikið í nóvember, þá mettist jörðin af vatni, og þetta vatn stuðli að betri grasvexti næsta ár. Þá segir hann að reynslan hafl sýnt, að votviðri í marz boði vanalega slæinan grasvöxt. Þar á móti eru votviðri í maí og júní skilyrði fyrir góðum grasvexti. Smjörflutningurinn. Eyrirforgöngu Lands- búnaðarfélagsins og miliigöngu stjórnarráðs Is- lands hefir Sameinaða gufuskipafélagið ákveðið, að láta „Botniu“ fara nokkrar ferðir í sumar millum Reykjavíkur og Leith og flytja rjóma- búasmjör í kældu rúmi eins og í fyrra. Eyrst um sinn er ákveðið, að „Botnia“ fari frá Reykja- vík til Leith 28. júní, 10. ágúst og 26. ágúst. Skeð getnr að einhver breyting verði á þess- ari ferðaáætlun og verður hún þá tilkynt- í tæka tíð. Vegna þess að „Botnia“ á að flytja þingmennina til JDanmerkurog skila þeim aftur, getur hún ekki flutt neitt smjör í júlí, og er það illa farið. Sjógarðurinn á Eyrarbakka. Millum Eyr- arbakka og Óseyrarnes-ferjustaðar er verið að hlaða grjótgarð, sem verður 1400 faðmar á lengd. Hann á að verja neðanverða Breiðumýri fyrir sandágangi, er farið hefir mjög vaxandi seinustu árin. Aætlað er að garðurinn muni kosta 10,000 kr., og hefir Landsbúnaðarfélagið heitið til hans alt að 2000 kr., er borgast með Yj á ári jafnóðum og verkið er unnið. Sýslu- nefnd Arnessýslu hefir veitt 900 kr. til fyrir- tækisins, en það, sem þá er eftir, leggja land- eigendur og hreppsbúar fram í vinnu og verð- eyri. Af garðinum er nú fullgjört 420 faðmar. Smjörgerðin og vatnið. Vatnið, sem not- að er við smjörverkunina, hefir mikil áhrif á gæði smjörsins og geymslu þess. Þetta á einkum við það vatn, sem .smjörið er þvegið úr og kælt í. Ef það er slæmt, þá er betra að hita það („pasturísera"). Tilraunir, er gjörðar hafa verið í því efni, bæði í Ameríku og víðar, hafa sýnt, að smjör búið til úr rjóma, er var hitaður 80°—85° C. en kælt í vanalegu vatni, hélt sér óskemt í 34—35 daga; en smjör þar á móti, sem var kælt í vatni, er hafði verið hitað 80° C., hélt sér óbreyttu í 60—75 daga. Þetta sýnir hve nauðsynlegt er að nota að eins hreint og gott vatn, lindarvatn eða vatn úr djúpum hrunnum, við smjörverkunina. •

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.