Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 1

Freyr  - 01.08.1906, Blaðsíða 1
IFREYR. Grasrækt. „Varðar mest til allra orða að undirstaða rétt sé fundin". Niðurl. V. Frcekaup, ■— frœblöndm. Þótt alt sé í góðu lagi með undirbúning jarðvegsins og öllum þeim reglum fylgt, sem getið hefir verið um hér að fraraan, getur sán- ingin samt mishepnast algjörlega, ef þekking- arleysi eða óvandvirkni er með í vali fræsins. Vér þurfum fyrst og fremst að velja þær tegundir, sem innlendar gróðurtilraunir hata sýnt að bezt eigi við hjá oss. Þótt þessar til- raunir séu ungar enn og á ýmsan hátt ófull- komnar er það þó þeim að þakka, að vér get- um nú öruggir sáð grasfræi og búið þannig til beztu tún. Við tilraunir þessar, sem gjörðar eru, hefir verið notað útlent fræ, en aðallega þeirra tegunda, sem hér eru algeng túngrös. Sumir vilja halda því fram að vér eigum að saína grasfræi hér innan lands og hafaþað til sáningar. Fljótt á litið virðist þetta álitleg- asta aðferðin, með því að fræ af innlendum grösum ætti að vera harðgjörvara en af útlend- um, þótt sömu tegnnda sé. En þessari aðferð fylgja ýmsir erfiðleikar og ókostir. — Það yrði seinn matarafli að safna fræi á túnum og haglendi eins og graslagi er háttað hér, þar sem tegundirnar vaxa í blendingi, hver innan- um aðra, og auk þess munu ekki mörg af tún- grösunum mynda fullþroskað fræ nema í góð- um sumrum. Til þess að hægt væri að byggja grasrækt með sáningu á innlendu fræi yrði að hafa hér grasfrærækt og það yrði bæði dýrt og vand- kvæðum bundið. Þó er líklogt að vér með tímanum munum komast svo langt að rækta fræ af nokkrum grastegundum og rétt er að fara að byrja á tilraunum með það. En fyrst um sinn, að minsta kosti, og líklega um lang- an aldur, verðum vér aðallega að nota útlent fræ og það eru heldur engin neyðarkjör; ef vér veljum það vel, undirbúum sáðsléttuna og hirðum hana einsog lýst hefir verið fyr í þess- ari grein, fáum vér uppskeru svo góða, að jafnast á við hið bezta tún. Útlenda fræið þurfum vér að kaupa af verzlunarhúsum þeim, sem hafa áreiðanlega gott fræ á boðstólum. Hvort þær verzlanir eru í Danmörku, Noregi eða Svíþjóð, kemur í sama stað niður, því að þærfá fræ víðsvegar að frá öllum Norðurlöndum, Ameríku og víðar að. ítétt mun það vera að tryggast , só að fá fræ frá norðlægum stöðum; þó er það því að eins, að þeir staðir séu ekki norðlægari en svo, að fræið þroskist þar vel og að fræræktin sé í góðu iagi. Við val fræsins er þetta þrent að athuga, eins og þegar er tekið fram: að það sé af réttum tegundum, að það sé vel þroskað, að það, að svo miklu leyti sem hægt er, sé frá norðlægum löndum og að það sé hreint, ekki blandað öðrum frætegundum. Þessar grasategundir hafa reynst hér bezt: Vallarfoxgras, Phleum pratense Háliðagras, Alopecurus pratensis Hásveifgras, Poa trivialis Túnvinguli, Pestuca rubra Strandvingull, -— littorea Vallarsveifgras, Poa pratensis Runnasveifgras, — nemoralis Knjáliðagras, Alopecurus geneculatus Póðurfoxgras, Bromus inermis Hávingull, Pestuca pratensis Snarrótarpuntur, Aira caespitosa

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.