Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 5

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 5
FREYR. 105 næstu héraðssýnÍDgar, er væntanlega verður haldin á sama stað, að 2 árum liðnum. Búnaðarfélag Islands liafði veitt 400 kr. til sýningarinnar og sýslunefndir Árnes- og Rangárvallasýslna 200 kr. Um 60 kr. komu inn fyrir aðgöngumerki, er seld voru á 25 aura. hvert. Kostnaðurinn við sýninguna var alls 130 kr. Ekkert gjald var tekið af sýnendum í þetta sinn fyrir að fá að sýna gripi sína, eD væntanlega verður það gjört eftirleiðis. SaDngjarnt að horgað só 1,00 kr. fyrir hvern grip. Eftir miðaftan var sameiginlegt borðhald er rúml. 50 manns tóku þátt í, mest betri bændur úr báðum sýslunum, sumir með konum sínum. Borðað var í stóru tjaldi, sem Ólafur ísleifsson brúarvörður hafði útvegað til þess. Þá hafði hann látið slá upp stórum skúr, með timburgólfi og tjaldað yfir með lérefti. Þar skemti unga fólkið sér við dans, hljóðfæraslátt og söng fram á nótt. ítæðuhöld voruþarnokk- ur um kveldið, og töluðu þeir: Guðjón Guð- mundsson, Sig. Sigurðsson ráðunautur, Einar bóndi Jónss. á Geldingalæk, Páll bútr. Stefánss. í Ási og Eggert Benediktsson í Laugardælum. Veður var gott um morguninn, en ringdi nokkuð þegar á daginn leið. — Eólk var margt, um 1000. Sýningin fór að öllu leyti vel og skipu- lega fram. í sýningarnefndinni voru þeir: Guðjón Guðmundsson, (kosinn af Landsbúnaðarfélaginu) Ágúst óðalsbóndi Helgason í Birtingaholti (kos- inn af sýslunefnd Árnessýslu) og Þórður Guð- mundsson hreppstjóri í Hala (kosinn af sýslu- nefnd Bangárvallasýslu). „Sauðfjáreign vor og framtalsskýrslurnar", í 2. tölubl. „Ereys“ þ. á. er ritgerð með þessari fyrirsögn eftir herra búfræðiskand. Guðjón Guðmundsson. Er þar meðal annars skýrsla um fjártöluna hér á landi eftir böðun- arskýrslum, og jafuframt sýnd fjártalan eftir framtalsskýrslum vorið á undan því er baðan- ir fóru fram. Það var nú nógu fróðlegt, að fá einu sinni áreiðanlega vissa tölu sauðfjár hér á landi.. Okkur islenzku bæudunum, og fjáreigeudum yfir höfuð, hefir lengi verið borið á brýn, að fjárframtal væri ekki sem réttast, og undan- dráttur ætti sér víða stað, og er sú umkvört- un sennilega á talsverðum rökum bygð. Samkvæmt horfellislögunum er hinum. kosnu skoðunarmönnum skyit að gefa m. a. skýrslu um tölu fénaðar hjá öllum fjáreigend- um. Á þann hátt ætti að mega fá nokkurn- veginn rétta tölu fénaðar á landinu í heild sinni. Því þó að talsvert af fé sé jafnan á fóðri hjá öðrum en eigendum sjálfum, gerir í því tilliti ekkert til. Eénaðartalan í heild ætti að koma fram. Af nefndri ritgerð er ekki hægt að fara nærri um, hversu rétt eða ekki hefir verið talið fram þau ár sem um er að ræða; því að þó að hinn heiðraði höfundur hafi leitast við að sýna það með þvi, að bera saman töiu sauðfjárins eftir böðunarskýrslunum, við tölunasamkvæmt framtalsskýrslunum, þá er sá samanburður mjög villandi, og sannar því miður alls ekki það sem hinn mikilsvirti. höf. hefir ætlast til, af þeirri einföldu ástæðu, að framtalsskýrslurn- ar (liklega búnaðar- en ekki tímdar-skýrs\uru- ar) vorið á undan eru teknar til samanburðar í stað þess, að miða við framtalsskýrslurnar vorið á eftir að böðun fór fram á hverjum. stað eins og vera bar.*) Það er auðvitað rétt hjá heiðr. höf. þessarar greinar, að nær hinu rétta hefði mátt komast, ef miðað hefði verið við iramtal vorið eftir böðunina, en þar som alkunnugt var nm tölu fjárins pegar baðað var, er ólíklegt að margir haii haft áræði til þess að draga þá að mun undan tíund, og þá hefði útkoman orðið ef til vill sú, að tíundarsvik ættu sér alls ekkí stað, en mundi það vera nær réttu ? Ritstj.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.