Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 6

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 6
106 FREYR. Tala þess fjár sem sett var át. d. haustið 1903 og því var baðað um veturinn 1903— 1904 hefði eins og auðsætt er, átt að komafram vorið 1904, mikið til, eða að frádregnu því sem farist hefði yfir veturinn og vorið til far- daga, en það hefir varla verið mjög margt. f>6 að hinn heiðraði höf. í töluvert löngu máli reyni að leiða rök að þvi, að hinn mikli munur á fjártölunni, sem skýrsla hans sýnir, stafi að mestu leyti af röngu framtali eða tíund- arsvikum, þá er það ekki unt; og er því alveg rétt athugað sem höf. segir á einum stað: „Að öllu athuguðu verður því erfitt að dæma um eftir böðunarskýrslunum, hvar á landinu tiundað er verst“, — einmitt vegna þess, eins og áður segir, að framtals-skýrsiurnar voru teknar til samanburðar frá öðru ári en vera bar. Hinn heiðraði höfundur virðist líta svo á, að tíundarsvik séu svo mjög almenn, að um undantekningar sé naumast eða alls ekki að ræða. að minsta kosti nefnir hann það hvergi; segir hann um þetta meðal annars: „Eftir því ætti það að vera einskonar löghelguð venja, að draga 24°/0 af sauðfénu undan tíund, eða sem næst fjórðu hverja kind. — Hér sem oftar sést hvað vaninn er afarsterkt afl“, o. s. frv. Þótt ekki verði á móti því borið að undandráttur á fjárframtali eigi sér víðar stað en vera ætti, má þó hins vegar fullyrða, að til eru margar undantekningar; og það er algjörlaga rangt, að láta alla eiga óskilið mál i því efni. Margir telja án efa fram svo, að mjög fátt er undan dregið, og eigi allfáir, sem telja alveg hreint fram. Undandráttur á sér líkl. víða ekki hvað sizt stað hjá hinum efn- aðri eða fjárfleiri framteljendum, eimnitt þeim mönnum sem færastir eru um að borga þau gjöld er á lausafjáreigninni hvila. Þegar um framtal í hinum eiustöku sveit- um er að ræða, er eflaust nokkur munur á, hversu hreint er talið fram, og er þetta mik- ið komið undir hreppstjórunum, hversu dug- legir og eftirgangssamir þeir eru í því að ná réttu framtali hjá mönnum. Áður fyrrum höfðu hreppstjórar ekkert að styðjast við annað en frásögn fjáreigenda sjálfra, og þá var óneitan- lega töluvert verra við að eiga. En síðan hin- ar lögboðnu fénaðarskoðanir komust á, er hreppstjórum minni vorkunn á, að ná nokkurn- veginn hreinu framtali hjá mönnum, —- öllum fjáreigendum undantekningarlaust. Þegar þeir hafa skýrslu skoðunarmanna í höndum, er næsta auðvelt fyrir þá, að láta hvern og einn gera grein fyrir þeim mismun, sem verða vildi á framtalinu, samanborið við tölu skoðunar- manna.*) Ættu hreppstjórar ekki að láta sér lynda, að fjáreigendur skýrðu frá því blátt áfram, hversu margt af fénu í skoðunar- skýrslu talið hefði verið annara eign sem fóð- urfé, heldur ættu þeir að láta þá gera grein fyrir, hverjir hefðu átt það, hvort sem þeir voru utan- eða innan- sveitar og skrifa þetta hjá sér. Ef hreppstjórar færu þannig að, er ólíklegt að verulegur undandráttur gæti átt sér stað. Það er haft gott eftirlit með gjörðum hreppsnefndanna, og ekki hlífst við að gera athugasemdir við reikninga og skýrslur er þær semja og senda frá sér, og er ekki að lasta það, enda þótt þær athugasemdir séu stundum næsta smávægilegar. Eftir lögum er skylt að senda sýslumönnum skýrslur skoðunarmanna; er því jafnan auð- velt fyrir þá að sjá hversu réttar framtalsskýrsl- urnar eru. Ef nú að þessum skýrslum ber ekki saman, virðist sjálfsagt, að þeir létu hrepp- stjórana gera grein fyrir þeim mismun. Er sennilegt, að þeir þá heldur reyndu að gera þessar skýrslur réttari framvegis, þegar þeir eiga jafnhægt aðstöðu og nú orðið er, að minsta kosti að því er framtalsskýrslurnar snertir. Eins og vitanlegt er, þá er töluvert af fén- aði sem gengur kaupum og sölum að vorinu. Þegar kaup gerast nálægt fardögum, getur verið, og er stundum, ágreiningur um, hver tíunda eigi eða telja fram þann fénað; er hugs- anlegt að eitthvað, fleira eða færra af því, hefði skotist undan tíund. En ef hreppstjórar gengi rikt eftir hreinni tölu féuaðar, og gerðu það sem í þeirra valdi stendur í því efni, sem og *) Eptir þvi sem vér frekast vitum er það ekki óviða, að skoðunarmenn tilgreini ekki i skýrsl- um sinum tölur fjársins hjá hverjum einstökum búanda. Ritsj.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.