Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 7

Freyr - 01.08.1906, Blaðsíða 7
FREYE. 107 er bein skylda þeirra, þarf þetta ekki að eiga aér stað. Sem sagt, er það, livað framtal tii búnað- aðarskýrslanna og annara snertir, svo mikið komið nndir því, bvað hreppstjórarnir eru duglegir og stjórnsamir menn. Það er leitt, að skýrslur yíir höfuð skuli vera eins rangar og óáreiðanlegar, eins og átt hefir sér stað að þessu; og er meir en mál komið að ráða bót á því. JÞjóðin i heild sinni þarf að losa sig við það ámæli, er hún hefir bakað sér fyrir rangt framtal og tíundarsvik. Og saklausir menn yrðu þá ekki fyrir ómak- legu álasi í því efni. í mai 190ö. B. E. Smælki. Sláttuvélar. í vor fékk Sturla kaupm. Jónson 7 „Her- AííZes:‘-sláttuvélar fráútlöndum og eru þær nú allar notaðar hér á landi í sumar, auk þeirra voru 2 „Her- kúles“vélar hér til áður og eru þær einnig notaðar til heyskapar. Eftir því sem vér getum næst komist eru vélar þessar í höndum hr. Agústs Helgasonar Birtingaholti, hr. Guðm. ísleifssonar Háeyri, hr. Eggerts Einnssonar Meðalfelli, hr. Jóns Jónatanssonar Brautarholti, séra Yig- fúsar Þórðarsonar Hjaltastað, Ræktunarfélags Norðurlands, hr. Guðm. Þorvarðarsonar Sand- vík, hr. Þorst. Thorarensen Móeiðarhvoli og auk þess ein í Hreppunum, og er oss ókunn- ugt um hver hana hefir. Yfirleitt munu menn mjög ánægðir með sláttuvél þessa, því að bæði slær hún vel, sé örlítil breyting gjörð áhenni, og svo sparar hún stórum mannafl. Sturla kaupm. Jónsson segir að í Brautarholti hafi „Herkules11 með 2 hestum slegið á 11 klst. svæði þar í túninu, sem talið sé að 8 menn slái á tæpum þrem dögum. — Eggert á Meðalfelli telur sér og stóran sparnað við að nota sláttuvél- ina; hann hefir einnig hestahrífu til heyskapar. Af öðrum sláttuvélum vitum vér að „Dee- ring“ er notuð fullum fetum í Ferjukoti hjá hr. Sig. Fjeldsted. Vonandi fjölgar þeim nú óðum, sem vilja nota sláttuvélarnar, þegar innlend reynsla er fengin fyrir gagnsemi þeirra og vonumst vér til þess að Freijr geti síðar skýrt lesendunum nánar frá henni. Fóðurkaup. Talsverð hreyfing er hér sunn- anlands með kaup á útlendu fóðri til vetrarins. Almenn samtök hafa þó eigi komist á að þessu sinni, og valda því ýmsir örðugleikar, deyfð og framtaksleysi. Agúst Helgason í Birtingaholti hefir pant- að fyrir hönd Arnesinga rúmar 200 smálestir af maís, maísmjöli og bómullarfrækökum hjá Garðari Gíslasyni í Leith. Rangæingar hafa pantað eitthvað af fóðri í Stokkseyrarfélaginu, en hvað mikið er oss ókunnugt um. Þá hafa Mýrdælingar og Yestmanneyingar pantað eitt- hvað af útlendu fóðri. Úr Borgarfirði eða lengra að höfum vér ekki frétt, en treystum þvi að bændur þar muni einnig eftir vetrinum, áður en það er orðið um seinan. Ullarverðið. Það er óvenjulega hátt í árr mun aldrei hafa verið svo hátt síðan um 1880. Við Eyrarbakkaverzlunina, sem mun hafa fengið megnið af allri ull úr Arnes- og Rang- árvallasýslum, var peningaverðið 85 aurar pd., 95 au. ef borgað var í vörum að 2/;i og 1 kr. pundið ef alt ullarverðið var tekið í vörum. I Reykjavík er ullarverðið 87 au. pd. og 3 aurar á pd. í flutningskaup — 90 aura puudið. Lofað er uppbót síðar, ef ullin selst betur en nú er von um, en eftir eriendum verzlunar- skýrslum að dæma eru litlar líkur til þess. Um verð á norðlenzkri ull höfum vér ekki greinilegar fréttir, en óefað er það 1,00 kr. á pd. fyrir góða ull eða vel það, og 10—150/o. hærra móti vörum. Af Austfjörðum er það sagt að verð á ullarpundinu só þar yfir krónu. A Vestfjörð- um 90 aurar.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.