Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1906, Blaðsíða 1

Freyr - 01.09.1906, Blaðsíða 1
IFREYR. Nokkur orö um líf plantnanna. eftir Helga Jónsson. Það er alkunnugt að dýralífið byggist á plönturíkinu, og velmegun margra þjóða er aðallega komin undir plönturæktinni. Ef vér t. a. m. lítum í vorn eigin barm er fijót-séð, að velmegun íslands byggist aðallega á grasa- ríkinu, því landbúnaðurinn, aðalatvinnuvegur landsins, stendur og fellur með grasræktinni. Með því að plönturíkið er svo þýðingarmikið, og áhugi á plönturækt er farinn að lifna hér á landi, býst eg við að mönnum þyki fróðlegt að kynnast lífi plantnanna ofurlítið. Því er einnig varið svo í þessu efni eins og reyndar í öllu öðru, að þekkingin er hinn bezti grund- völlur til að byggja á. Eg treysti þvi að hin uppvaxandi kynslóð leitist við að útrýma með öllum þeim aumingjabrag, sem er á því að hafa plönturækt að aðalatvinnuveg, en vita ekki meira um líf plantnanna en sauðurinn eða hesturinn. Að því er afstöðu plantnanna við loftslag og jarðveg snertir, munum vér, að svo miklu leyti sem mögulegt er, leggja aðaláherzluna á náttúru íslands, en fyrst skulum vér þó benda á nokkur grundvallaratriði, sem nauðsynlegt er að hafa hugföst og lúta að æfikjörum plantnanna. I. Lífskjörin. Plantan er háð umheiminum eins og dýr- in. Hinir innri eiginleikar, er fólgnir eru í byggingarlaginu, nægja henni ekki til að halda lifi, heldur er það ákveðnum ytri skilyrðum bundið, hvort plantan getur lifað. Þessi skil- yrði, lífsskilyrði eða lifskröfur, verður umheim- urinn að uppfylla ef plantan á að geta haldið lifi. Helztu lífskröfurnar eru, að næringarefni séu fyrir hendi, að nóg só af vatni og lofti (súrefni), að hiti sé haganlegur og hæfilegt sólarljós. Séu ekki allar þessar lífskröfur upp- fyltar deyr plantan eða fellur í dvala. Annað mál er það, að plöntuna sakar ekki þótt hún fái enga næringu ntanað alllengi, af því að hún hefir næringarefni i sínum eigin vefjum; stundum getur plantan og lifað án birtunnar og sumar geriltegundir lifa góðu iífi þó súr- efnið vanti. Það má og telja meðal lífsskil- yrða plantnanna, að hvorki séu eiturefni eða annarskonar féndur fyrir hendi, er gjöreyði þeim. Lífskjör köllum vér í einu orði alt það i umheiminum, sem hefir áhrif á plöntuna. Þau eru mjög breytileg og mismunandi eftir því hvar á hnettinum plantan vex, og eftir árstíð- um. Lifskjörin hljóta að fullnægja öllum lífs- skilyrðum, ef plantan á að halda lífi, en sé t. a. m. einhverju þeirra ekki fullnægt deyr hún. Víða á hnettinum eru algjörlega gróðurlaus svæði og orsakast það af því að einu eða öðru lífsskilyrði er ekki fullnægt, vatn getur t. a. m. vantað eða hitinn verið ofmikill, kuldinn á of háu stigi eða jarðvegurinn eitraður o. s. frv. Vér höfum tekið fram að lifskjörin væru afarbreytileg og af því orsakast aðallega hið mismunandi útlit, sem gróðurinn hefir á ýms- um stöðum. Vér segjum að kjörin séu góð þegar þau fullnægja öllum lífsskilyrðum vel, en vond köllum vér þau þegar þau fullnægja annaðhvort öllum skilyrðum eða einhverju þeirra illa. Bót er það í máli, að því er breyti- leik kjaranna snertir, að plönturnar eru svo sveigjanlegar að byggingarfari, að þær geta lagað sig eftir kjörunum innan ákveðinna tak- marka, það er að segja að bygging líkamans getur breyst að einhverju leyti í þá átt, að

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.