Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1906, Side 1

Freyr - 01.10.1906, Side 1
FREYR, Nokkur orö um líf plantnanna. Eftir Helga Jónsson. II. Plönturnar og árstíðimar. Plönturnar hafa ýms þroskaskeið eins og •aðrar lifandi verur. Þroskaskeiðin hafa ákveðna afstöðu við árstíðirnar eða lottslagið yíir höíuð að tala, en eru þó ekki með öllu komin þar undir. Þó t. a. m. eilift sumar væri á ein- hverjum stað mundu plönturnar hafa ýms þroska- skeið i ákveðinni röð. Hugsum oss t. a. m. að geriltegund húi við stöðugt myrkur og stöðug- an hita og vaxi í næringarvökva, er só óbreyti- legur og stöðugt endurnýjaður, eða með öðrum orðum að æfikjör gerilsins séu stöðug og óbreyti- leg. Þá má ganga út frá þvi gefnu, að gerillinn deilist eftir nokkurn tíma. Dæturfrum- urnar vaxa því næst og deila sér og svo koll af kolli. Það er augljóst að deilingin er bein- linis afleiðing af vextinum og næringunni og þeim breytingum, sem af því hafa orðið í plönt- unni, og þróunarskeið gerilsins eru því alls ekki háð breytilegum árstiðum. Vér höfum tekið gerilinn til' dæinis, en alveg eins hefði mátt taka ýmsar aðrar plöntutegundir t. a. m. myglu- sveppinn, og af plöntum, sem eru alkunnar al- menningi, má ennfremur nefna varpasveifgras (Poa annua) og arfann. Arfinn er alkunnugt og illa ræmt illgresi hér á landi og framleiðir oft meira en einn ættlið á einu sumri. Hin ýmsu þróunarstig arfans: spírun, grasvöxtur, blómgun og aldinþroskun, er geta endurtekist á'sama sumrinu, bera því vott um ákveðnar breytingar i innra ástandi plöntunnar, en eru alls ekki háð ákveðnum breytingum á hinum ytri kjörum eða árstíðunum. Sama er að segja um þróunarstig allra lifandi vera, þau eru að- allega háð innra skapnaðarfari og eðli hinnar lifandi veru. Fósturlíf mannsins, æskan, full- orðinsárin og ellin eru þannig þróunarstig, sem alls ekki eru háð hinum ytri æfikjörum. Helztu þróunarstig plantnanna eru þessi: Spfrun (og laufspretta), grasvöxtur, blómgun (eða önnur æxlunarstig), aldinþroskun (og þar á meðal fræ- þroskun og fósturlífið) og dvalarástand. Þar sem mikill munur er á árstíðum (vetur eða þurkatíð) eru þróunarstig trjáplantna og fjöl- ærra plantna samfara ákveðnum árstíðum. t fljótu bragði lítur svo út sem þróunarstigin séu háð hinum ytri kjörum, en eigi er þó svo, eins og tekið hefir verið fram, heldur höfum vér hér fyrir oss eitt dæmið upp á aðlögun plantnanna, er kemur í ljós í því, að þróunarstigin eru sam- fara þeim árstíðum, sem heppilegastar eru fyr- ir þá og þá tegund. Að þessu er þannig var- ið, má greinilega sjá, þar sem aðeins örlítill munur er á árstiðunum eins og t. a. m. í ákveðn- um héruðum í hitabeltinu þar sem rignir á öll- um árstímum. Þróunarstig plantnanna eru þar hin sömn, en óháð árstíðum svo að segja, og jafnvel hinir ýmsu sprotar á sama trénu eru opt sinn á hvoru þroskaskeiði; á einum er lauf- ið að koma í ljós, annar ber aldini og hinn þriðji er í dvala. Allar breytingar á hinum ytri kjörum hafa auðvitað áhrif á Hfsstarf plöntunnar, og séu breytingarnar þannig, að þær endurtakist með ákveðnu millibili, eru og endurtekuar breyting- í

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.