Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1906, Blaðsíða 2

Freyr - 01.10.1906, Blaðsíða 2
118 FREYR. ar á lifsstörfum plantnanna með ákveðnu milli- bili þeim samfara. Plantan vinnur t. a. m. ekki verk sín með jafnmiklu fjöri allan daginn af því að kjörin eru ekki jafngóð frá morgni til kvölds. Bæði ytri kjörin og lífsstörf plöntunn- ar eru því báð daglegum breytingum, en ekki látum vér þær frekar til vor taka. Þar sem munur er á árstíðum, er svo sem auðvitað að það hefir áhrif á störf plöntunnar, og þar sem vetrarríki er (eða þurkatíð í heitum löndum) sjást áhrifin greinilega á gróðurnum og útlit hans breytist þar eftir. Dvalartími plantnanna er þá að vetrinum, eins og eðlilegt er, en tvennt er þó athugavert í þessu efni. 1. Lífsstörfin hætta eða mikið dregur úr þeim að minnsta kosti að vetrinum (eða þurkatíðinni) hjá öllum þeim plöntum, er geta framleitt fleiri ættliði hvern eftir annan á einu ári, en þegar árstíð- in batnar byrja störfin aftur. Sem dæmi upp á þess konar plöntur má t. a. m. nefna ýmsar einærar jurtir, myglusveppi, gerla o. fl. Að lífsstörf þessara plantna hætta að vetrinum eða úr þeim dregur, orsakast algjörlega af því hvað kjörin eru vond á þessum árstíma. Séu t. a. m. gró þessara plantna eða fræ tekin að vetr- inum og látin þangað, sem hiti er og raki, fara þau þegar að vaxa. Lengd dvalartímans — allur veturinn, — er því óeðlilega mikill fyrir þessar plöntur. Öðru máli er að gegna með trjáplöntur og fjölærar jurtir, þar verður ekki hinn svokallaði vetrardvali upp hafinn hvenær sem vera vill með bættum kjörum, þvi hann er ekki bein afleiðing af kulda eða þurki. Samkvæmt þessu er því augljóst, að gjöra verður glöggan greinarmun á breytingum, sem eiga sér stað með ákveðnu millibili og sprottn- ar eru af eðli plöntunnar svo sem hin ýmsu þróunarstig, og hinum breytingunum, sem verða reyndar einnig með ákveðnu millibili, en eru sprottnar af breytingum á hinum ytri kjörum, og eru í því fólgnar að lífsstörfin ganga vel eða illa. Þá snúum vér oss að árstíðunum sér- staklega, og tökum þá aðallega tillit til íslenzkr- ar náttúru. Vorið og sumarið. Þegar vorið kemur og fer að hlýna fara fræin að spíra, en til þess að þau geti spírað verða þau að ná til vatns og súrefnis og njóta ákveðins hita. Auðvitað er það einnig nauðsynlegt til þess að spíruu geti átt sér stað, að fræið sé lifandi og að dval- artími þess sé á enda. Ekki eru öll fræ fær um að spíra, og ef vér t. a. m. höfum ákveðið' sýnishorn af fræi til útsæðis, má oftast nær ganga út frá því sem gefnu, að ýms þeirra spiri ekki. En mjög er það komið undir því hvernig fræið hefir verið geymt, hvernig þau reynast til spírunar. Sé fræið geymt lengur en árið missa fleiri og fleiri spírunarmáttinn. Þau fræ halda spírunarmættinum lengst, sem vel eru þurkuð, og því betur sem þau eru þurkuð því vissari eru þau til að spfra. Jafnt því sem fræin fara að spíra á vorin, fara fjölæru plönturnar einnig að lifna við, eða með öðrum orðum : grundirnar fara að grænka. Þegar vorið er hlýtt grænkar fljótt en í köld- um vorum kemur oft kyrkingur í gróðurinn og ber það oft við hér á landi í norðankuldum og hretviðrum. Að lokum kemur þó vorhlýjan fyr eða seinna og grasið þýtur upp óðar en varir. Vorið er „grastíð" og plönturnar blaðast og: verða þannig færar um að vinna fæðu úr kol- sýru loptsins, og framleiða blóm og aldini og. safna forða í fræ og jarðstöngla o. s. frv. Sumarið er blómatíð. Sumar plöntur blóm- gast þó snemma á vorin eins og t. a. m. vor- blómið (snemma í apríl), vorperlan o. fl., en allur fjöldi plöntutegundanna og plöntueinstakl- inganna ber ekki blóm fyr en á sumrin. Júlí- mánuður mun vera einna blómríkastur hér á. landi. Þegar líða fer á sumarið fara plönturn- ar að fella blómin og aldini fara að þroskast. Laufsprotinn þróast á vorin en blómsprotinn á sumrin. Agúst og septembermánuðir eru aldin- mánuðir, þó hafa sumar snemmhlóma tegundir (vorblómið o. fl.) borið aldini miklu fyr. Hin- ar algengu plöntur hér umhverfis Reykjavík hafa fullþroskuð aldini um miðjan september- mánuð. Vorið kemur því seinna sem norðar dreg- ur og því seinna sera ofar dregur í fjöllin. Hér á landi má finna plöntur á vorskeiðinu liðlangt sumarið einhversstaðar uppi í íjöllunum og oft ber það við að þær hafa ekki séð marga sól- skinsdaga áður en hausthríðirnar hylja þær aftur. Þar sem vorið kemur seint er sumarið líka seint á ferðinni. Plönturnar, sem eiga heima

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.