Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1906, Blaðsíða 8

Freyr - 01.10.1906, Blaðsíða 8
124 FREYR. og hann var irá 1891 — ’OO. Þau árin var féð að meðaltali ca. 50,000 fleira en árin 1901—1904. Geitfé fjölgaði þetta sama ár um 57; 1903 var það 344, en 1904, 401. Hrossum fer stöðugt fjölgandi. 1904 voru Lau 47,545. Árin 1901—’04 eru þau að raeð- altali 6000 fieiri en siðustu 10 ár 19. aldar- innar. Geitfé. í nýútkomnum Landshagsskýrslum •er talið svo, að geitfé hafi árið 1904 verið 401 að tölu á öllu landinu. I Norðlendingafjórð- ungi eru um s/4 af því, eða 298, í Austfirðinga- fjórðungi 65 og í Seyðisfjarðarkaupstað 26, í •Sunnlendingafjórðungi 8 og í Vestíirðingafjórð- ungi 4. I 19. árgangi Búnaðarritsins hefir Páll Jónsson á Litlutjörnum skrifað stutta og ljósa leiðbeiningu um meðferð geitfjár. Ræður hann mönnum til að gefa því meiri gaum en verið hefir. Gretur þess að 335 potta hafi hann haft eftii' geit til jafnaðar það ár, sem skýrslan er um, og að smjörpundið fáist sem næst úr 8 pottum mjólkur. Skilyrði fyrir þvi að arðsamt sé að hafa geitur telur P. J. að sé kvistlendi og skjól i fjalli. í kvistlausu landi sé lítið gagn af þeim. í Suður-Lingeyjarsýslu eru geiturnar flest- ar. í einum hreppi þar, Hálshreppi, er geitféð 131 að tölu. Þar er líka kjarngott land og kvistur nógur. Vafalaust er víðar á landinu vel fallið til geitfjárræktar t. d. í Múlasýslum •og á Vestfjörðum, einkum í Barðarstrandarsýslu, þar er nóg af fjöllóttu, kjarngóðu kvistlendi. Verð á sláturfé. Mestaltfé, sem kemur til Rvíkur er selt á fæti, eftir samkomulagi millum kaupanda og seljanda. Mjög sjaldan er það viktað, þykir tefja um of fyrir sölunni. Útsöluverð á kjöti í Reykjavík var í fyrri Iduta október sem hór segir. Kjöt af mylkum ám .... 20 aura pd. — - geldfó og dilkum: 20 pd. kroppar og þar undir 22 — 25—35 pd. kroppar .... 23 — 35—42 - — ........ 24 — - 42—54 - — 25 — - Verðið er miðað við sölu i heilum kropp- um, 1, eyri ódýrara ef mikið er keypt. — Mör á 25—28 aura og gærur á 40 aura pundið. Ef bændur kjósa heldur að láta slátra íénu fyrir eigin reikning, fá þeir ofan nefnt verð -h 5%) og greiða 16 aura á kind í slátrunar- kostnað. í Stranda- og Dalasýslu er féð aðallega selt á fæti eptir vikt. Á Borðeyri, Hólmavik og Búðardal var verðið sem hér segir: Sauðir og veturgamalt fó: 90— 99 pd. kindur á 131/, eyri pd. 100-109 - — - 141/, — - 110 pd. kindur og þar yfir á 15 aura pd. Dilkar: 70—79 pd. á ... 13 aura pd. 80—89 ..... 14 — - 90 pd. og þar yfir á 14y2 eyri pd. í hrútum og geldum ám var pd. 1, eyri lægra en í öðru geldfé, og 2 aurum lægra í mylkum ám. Verðið er miðað við ~/3 í úttekt og y3 í peningum. í Borgarnesi er verð á sláturfé mun Jægra en hér er frá skýrt, um 2 aura á pd., enda miðað við peningaborgun. Á Ísaíirði er kjötverðið 20—25 aura pd., mör á 36 og gærur á 40—45 aura pundið — peningaverð. Mjólkurmeðferðarkenslan í Noregi byrj- aði 1866 með þvi, að „Selskabet for Norges vel“ sendi ungar stúlkur til Danmerkur að læra þar smjör og ostagerð. Urðu þær als 29, er félagið sendi þangað. Eáum árum síð- ar stofnaði það mjólkurskólana, og hafði alla umsjón með þeim fram að 1888. Eftir það tók landstjórnin við þeim. En síðan þeir voru stofnaðir og fram að þessuín tíma, hafa útskrií- ast frá þeim 713 stúlkur og 173 piltar, eða 886 als. Leiðrétting: Stafvilla ein er í töflunni í síðasta blaði Ereys. Tún í Húnavatnssýslu eru þar talin 1976, en á að vera 4976 dag- sláttur.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.