Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1906, Qupperneq 1

Freyr - 01.11.1906, Qupperneq 1
:FREYR. Búnaðarsamvinna á Vesturlandi. í Frey II. 4. var drepið á, að nauðsynlegt væri að koma sem fyrst á fót sambandsbúnað- arfélagi fyrir Yesturland. — Bæði áður og síðan befi eg haft það mál í huga, og leitast við að hrinda því áleiðis, að svo miklu leyti sem tækifæri hafa hoðist. í sumar ferðaðist eg um Vestfirði til leið- beiningar í búnaði samkvæmt ráðstöfun Lands- bÚDaðarfélagsins, og bauðst þá gott tækifæri til að athuga og undirbúa þetta mál. Á öllum fundum, er eg hélt, var það rætt og í þeim bygðarlögum, þar sem eg gat ekki komið við að halda fuudi, mintist eg á það við bændur og aðra áhugamenn í búnaði, er eg hitti. Nær því allir tóku málinu vel, álitu nauðsynlegt að koma félaginu á fót og helzt sem fyrst. Eg get ímyndað mér, að ýmsir, er þetta fesa, muni spyrja eitthvað á þessa leið: Er þörf á slíkum félagsskap ? Hvaö á félagið að starfa? Hvernig á að haga fyrirkomulagi og fram- kvæmdum félagsins? Á að hafa eitt fólag fyrir alt Vesturland, eða er heppilegra að þau séu tvö ? Þessar spurningar þurfa allir, er láta sig nokkru rnálið skifta, að athuga sem bezt, því þegar um nýjan fólagsskap er að ræða, er mjög áríðandi, að allir hlutaðeigendur gjöri sér frá upphafi Ijósa félagsþörfina, og hvaða fýrirkomu- lag sé heppilegast, til að ná því takmarki, sem að er kept. Eg skal gjöra mitt til að svara ofan nefnd- um spurningnm, með von um að það geti orð- ið til að skýra málið, og vil eg taka þær í sömu röð, og þær eru hér að framan. J. Er Jjörf á sllkum félagsskap? Seinustu áratugina hafa lífsskilyrði og lífs- kjör bænda hér á landi breyst mjög. Því veldur einkum stórum bættar samgöngur og aukin þekking á öðrum iöndum og þjóðum. Við það höfum vér færst nær menningarlönd- unum, erum ef svo mætti að orði kveða komn- ir inn í hringiðu samkepninnar. Áður mátti heita að íslenzki landbúnaðurinn væri ríki út af fyrir sig, óháð þeim breytingum og bilting- um, sem urðu á atvinnuvegum annara þjóða, og innanlands var samkepnin engin, því svo mátti heita að öll þjóðin lifði af landbúnaði. Nú horfir þetta alt öðru vísi við. Á seinustu áratugum hafa risið upp nýjir atvinnuflokkar í laodinu, er keppa um völdin — vinnukraftinu — við landbúnaðinn með si- vaxandi ákefð. Þá er samkepnin við önnur lönd eigi síður hættuleg fyrir landbúnað vorn. Þau framleiða samskonar búsafurðir og vér, og ef vér getum eigi framleitt þær eins góðar og ó- dýrar og þau, töpum vér ekki.einungis erlenda markaðinum, heldur keppa erlendar afurðir við vorar afurðir á innlenda markaðinnm. Og sömu lögum er vinnukraftinn — verkafólkið — háð. Það streymir þangað sem kaupgjaldið er hæst — mest eftirspurnin — án tillits til þjóðernis. Næg sönnun fyrir því eru Ameríkuferðirnar, sem stöðugt hafa haldið áfram seinustu 30 ár, meiri eða minni eftir því hvort ver eða betur hefir árað hér á laDdi eða betur eða ver í Ameríku. Beri búskapurinn sig ekki svo vel á einstök- um jörðum eða í heilurn héruðum, að hægt só

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.