Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1906, Blaðsíða 3

Freyr - 01.11.1906, Blaðsíða 3
FREYR. 127 raunir með garðyrkju, grasrækt, verzlunar- áburð og trjáplöntun. 4. að gangast iyrir búpeningssýningum á félagssvæðinu, og öðrnm framkvæmd- um er verða til eflingar búpeningsrækt- inni. 5. að útvega félögum sínum gott útsæði og fræ, góð jarðyrkjuverkfæri, heyvinnuáhöld, hentugt girðingarefni o. s. frv. 6. að útvega búnaðarfélögum hæfa menn til jarðabóta, og sjá nm að ungir menn á télagssvæðinn eigi greiðan aðgang að verk- legri kenslu í búnaði. 7. að styrkja og hvetja efnilega unga bænd- ur á félagssvæðinu til að kynna sér bún- aðarframkvæmdir í öðrum héruðum, sem lengra eru komin í |>eim efnum. 8. að útbreiða þekkingu á geymslu og notkun búpeningsáburðar. 9. að gangast fyrir verndun skógarleifa á félagssvæðinu, og sjá um að félagsmenn geti átt kost á hentugum og ódýrum trjá- plöntum til gróðursetningar. 10. að gefa félagsmönnum, er þess óska, allar upplýsingar, sem miða til [eflingar búnað- arins. III. Hvernig á að liaga fyrirkomulagi og fram- kvœmdum félagsins? Eélagið á að vera sambandsbúnaðarfélag, stofnað af búnaðar eða jarðræktarfélögum á því svæði, sem því er ætlað að ná yfir. Bún- aðarfélögin greiða ákveðið árlegt tillag í sam- bandssjóð, miðað við félagatal, og senda einn eða fleiri fulltrúa á fundi sambandsins t. d. 1 fyrir hverja 8 félagsmenn. I þeim bygðarlög- um á félagssvæðinu þar sem engin búnaðarfé- lög eru, á sambandið að hlutast til um, að þau komi á fót, og gangi í það. Auk þess eiga einstakir menn að geta orðið félagar, ef þeir greiða ákveðið árlegt tillag, eða ákveðna upp- hæð í eitt skifti fyrir 611. Eélagið heldur aðalfund einu sinni á ári einhverstaðar á félagssvæðinu, og eru þar rædd málefni félagsins, teknar ákvarðanir nm fram- kvæmdir þess og fjárhag, kosin stjórn, endur- skoðunarmenn og s. írv. Aðalfund skal aldrei halda tvö ár í röð á sama stað, en hyllast til að gjöra öllum héruðum sem jafnast undir höfði í því efni. Að eins fulltrúar kosnir af búnaðarfélög- um eiga að hafa atkvæðisrétt á fundum fé- lagsins, en einstakir félagsmenn og félagar búnaðarfélaga þeirra, er f sambandinu eru, mál- frelsi og tillögurétt. Stjórn félagsins tekur með samþykki aðal- fundar búfróðan mann sér til aðstaðar og ráðuueytis. Hann stjórnar gróðrartilraunum félagsins, ferðast um félagssvæðið til leiðbein- inga og eftirlits, heldur fyrirlestra um búmál, leiðbeinir á búpeningssýningum, velur . kyn- bótagripi, og gefur félagsmönnum öll ráð og leiðbeiningar, er þeir óska, eftir því sem tími og ástæður leyfa. Sambandið kemur á fót einni aðalgróðrar- stöð á félagssvæðinu, þar sem gjörðar eru til- raunir með grasrækt, áburð og trjáplöntun, og veitt kensla í garðrækt og grasrækt. Auk þess á félagið að koma á fót sýningarstöðvum (Demonstrationsforsög) víðsvegar á félagssvæð- inu, helzt einni í hverjum hreppi, tif þess að sýna hvaða tegundir vaxi bezt í hverju bygð- arlagi, og hvernig eigi að rækta þau. I sýn- ingarstöðvunum á að gjöra samskonar tilraunir og í aðalstöðinni en sem einfaldastar og óbrotn- astar. Dær eiga að vera hjá athugulum bænd- um, sem öðrum fremur hafa áhuga og þekk- ingu á jarðrækt, og vel eru i sveit settir, Ráðunautur félagsins velur landið undir sýn- ingarstöðvarnar, leiðbeinir við rekstur þeirra og lítur eftir þeim. Eélagið kostar aðaltilraunastöðina að öllu leyti og girðingu umsýningarstöðvarnar, oglegg- ur til útsæði og verzlunaráburð ókeypis, en eig- endur þeirra eða umráðamenn annast alla vinnu, og gefa árlega skýrslu um uppskeruna. Nauðsynlegt starfsfé, í viðbót við tillög og gjafir einstakra manna og félaga, getur fé- lagið að öllum líkindum i’engið úr landssjóði beinlínis eða fyrir milligöngu Landsbúnaðarfé- lagsins, svo framarlega sem bændur sijna ahuga á félagsskapnum, og stjórn félagsins reynist fram- kvæmdasöm. Ræktunarfélag Norðurlands hefir fengið ríflegan styrk' úr landssjóði síðan það var stofnað, og eins Búnaðarsamband Austur- lands síðan það fór að starfa fyrir alvöru, og

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.