Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1906, Qupperneq 1

Freyr - 01.12.1906, Qupperneq 1
FREYR Sandgræðsla. Eg liefi liugsað mér að gera í þessari rit- gerð grein fyrir sandfokinu hér á landi, að svo miklu leyti sem mér er kunnugt um það, og þá jafnframt, hvað gert hefir verið til að hindra það og að lokum, hvað eg tel álitlegast að gera í því efni. Byrja eg þá þar sem sand- arnir eru mestir. Skaýtafellssýsla. Það er því miður að eins vestur-sýslan, sem mér er kunnugt um. Þar er sandfok aðal- lega á þrem stöðum: Síðu (Stjórnarsandur), Meðallandi og Álftaveri. Stjórnarsandur. Eftir fyrirmælum hinnar háttvirtu stjórnar Búnaðarfélags íslands fór eg austur um Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýlsu í sumar og skoðaði meðal annars Stjórnarsandinn. Sandurinn liggur á tanga milli Skaftár, Stjórnar og Breiðbalakvíslar, en takmarkast að norðvestan af Klausturfjalli og graslendinu niður af því. í bréfi, sem forseti Búnaðarfélags Suður amtsius, H. Kr. Eriðriksson, ritar landshölðingja 10. ágúst 1891, telur hann sandinn 2500 vallar- dagsláttur. Ánni Stjórn hefir verið- veitt á norðaustur hluta sandsins og hefir sú veita náð yfir hér um bil helming af honum. — Áveitusvæðið er nú alt meira og minna gróið. Við áveituna og gróðurinn hefir sandurinn orðið fastari fyrir og er nú blandaður leir úr vatninu, sem flætt hefir yfir. Sumstaðar er gróðurinn samanhangandi gras og mosabreiður, en víðast er hann strjáll; gróðurlaus svæði að kalla má engin. Til þess að geta gefið ókunnugum nokkra hugmynd um gróðurinn þar sem gisnast er, taldi og plönturnar á ýmsum þeim stöðum og voru þær jafnaðarlegast 100 á 1 ferh. faðmi. Á meir en helmingi áveitusvæðisins var gróð- urinn ekki þéttari; en þetta voru plöntur, sem fjölgar fljótt, ef áveitunni yrði haJdið áfram. At grasategundum, sem þar uxu, virtist mér mest vera af skriðlíngresi og þar næst af tún- vingli. Bjúgstör vex þar og talsvert. Annars hefir Helgi Jónsson grasafræðing- ur athugað gróðurinn á satidinum á ferð sÍDni um Suðurland 1901; hefir hann skrifað um það í Botanisk Tidsskrift 27. bindi 1. hefti. Aður en farið var að veita á sandinn hafði hann valdið skemdum á ýmsum jörðum á Síð- unni, einkum á Kirkjubæjarklausturslandi og sömuleiðis á nokkrum jörðum 1 Landbroti, þeg- i ar ís var á Skaftá. Undirlendið meðfram Klaustursfjalli hefir auðsjáanlega gróið upp á síðari árum og mun það áveitunni að þakka. Eftir kunnugra manna dómi, og því sem séð verður, hefir Landbrotið ekki skemst af sandfoki síðan farið var að veita á sandinn, enda mun það sjaldan hafa orðið fyrir ntiklum skemdum þaðan, með því að Skaftá er á milli; en þegar ís var á henni, hafði þó, áður en farið var að veita á, komið vonsku sandveður, þeg- ar stormur stóð af sandinum. Þessum skemd- um hefir áveitan afstýrt þangað til í vor. 3?á kom aftaka vont norðanveður áður en ís leysti af ánni og barst þá sandur yfir á Landbrotið. Byrjað var á áveitunni árið 1886 og hefir henni árlega verið haldið áfram þangað til tvö siðustu árin; þá var það ekki gjört vegna þess að áin hefir brotið skarð í garðinn, semíhana var hlaðinn og leiddi vatnið inu í aðfærslu- skurðinn. Á þessum tíma hefir komið afturför

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.