Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1906, Blaðsíða 4

Freyr - 01.12.1906, Blaðsíða 4
136 FREYR. hér óskilið mál, en þeir sem betur hafa vitað, hafa lítið látið til sin taka ennþá með það að aftra þessu hugsunarlausa framferði, en treysta vil eg því, eftir þá kynningu, sem eg nú hefi af sveitarbændum þar, að umbætur verði gerð- ar bráðlega á þessu. Búnaðarfélag var stofnað í sveitinni í sum- ar, 7. ágúst; gengu þá þegar í það 20 bændur. Tóku þeir vel í það að fara betur með mel- gresið hér eftir en hingað til og margir þeirra viðurkendu, að það mundi fyllileg geta borg- að sig. Ennþá er ótalið þriðja atriðið, sem aftrar viðgaugi melsins, það er slátturinn. Sumir hafa ekki alllítinu heyskap á melöldunum. Það er alment viðurkent, að mellandið skemm- ist, ef blaðkan sé slegin. En afsakanlegt er það, þótt bóndi, sem litlar hefir slægjnr, noti sér meigresið á þennan hátt. Varlega ætti að nota sér blöðkuna til slægna og ekki annarstað- ar en þar sem nóg er af henni. Ef til vill mun sumum þykja þetta hörð kenning: 1. að mega ekki taka kornið, 2. að mega ekki r'ifa meljur og 3. að mega ekki slá blöðkuna. — Hver eiga þá notin að verða? —- Jlelgresið á að binda sandfokið, svo að aðrar jurtir fái vöxt og viðnám á svæðinu. Melalönd- in eru líka ágæt beitilönd og vil eg ekki ganga svo langt, að meina mönnum notkun þeirra á þann hátt; en auðvitað er beitin mikið til skemda. Eg efast ekki um að melurinn breidd- ist fljótt út á Meðallandssöndum, þótt sauðféð gengi þar um, eins og verið hefir, ef hann að eins yrði friðaður fyrir skemdum af manna- völdum. Melgresið er ágæt beitijurt fyrir sauðfé. Þeir sem þekkja til í Möðrudal á Fjöllum, munu kannast við það, Og ekki þarf að leita svo langt; Meðallendingar sjálfir segja það. Þeir þurfa ekki mikið fóður fyrir sauðfé sitt á vetrum, ef þeir halda því vel til haga og það nær í melinn. Ef melurinn ykist, og það er sann- arleganóg viðátta af gróðurlausum söndum, þá yrði þarna ágæt sauðfjársveit. Það þyrfti ekki margt sauðfé til að vega upp á móti þeim 4—B tunnum af korni, sem kríað er saman með mikilli fyrirhöfn af þeim sem mestu safna, og sauðféð mundi líka fljótt borga hænd- um andvirði þeirra reiðinga, sem þeir selja nú. Eg tel engan vafa á því, að það er mel- gresið, sem fremur en nokkuð annað getur verndað Meðallandið og mörg önnur sandfoks- svæði frá eyðileggingu og það er því að þakka, að þessi sveit er ekki þegar komin í auðn. Flýta mætti fyrir útgræðslunni með því að safna nokkru af korni þar sem það vex þéttast og sá því þar sem lítið eða ekkert er af þvi og þá helzt þar sem hættan stafar mest frá. Mun eg seinna vikja a? þessu. Framh. Einar Helgason. Um sauðfjárrækt, Eftir Pál Stefánsson frá þverá. I. Um meðferð hrúta. Hrútar mega verða eins gamlir og ær, og ekkert virðist vera á móti því að hafa þá til undaneldis alt fram að8 vetra aldri, ef ekki er komin í þá afturför fyr og ef þeir hafa gefist vel. Það gildir hið sama í þessu efni um hrútana og ærnar. Anum fer misjafnlega snemma að fara aftur. Af 30 ám ná varla fleiri en 8 svo háum aldri án þess afturför sé kom- in í þær. Hve lengi hægt er að hafa hrút til undaneldis á sama stað, fer eftir fjáríjöldanum, ef menn vilja forðast of nána skyldieikaæxlun og sjaldnast mun það verða lengur en 3—4 ár. JSkyldleikaæxlunin getur verið varasöm, nema eftir ákveðnum reglum. Lambhrúta ætti aldrei að brúka, um það kemur öllum fjárræktarmönnum saman. Bæði er það, að afkvæmin verða rýrari eftir lamb- hrúta en fullorðna hrúta og að öðru leyti háir það framförum hrútsins sjálfs, ef hann er brúk- aður á fýrsta vetri. Hrúta á því ekki að brúka fyr en á öðrum vetri og þá ekki handa fleiri

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.