Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1906, Blaðsíða 5

Freyr - 01.12.1906, Blaðsíða 5
FRE YR. 137 en 15—20 ám. Sýni pað sig að hrúturinn haíi góða arfgengiskosti má ætla honum eftir það 50—80 ær á vetri. Ivomið getur það fyrir að hrútum fari aftur, ef þeir verða fyrir mikilli hreytingu, annaðhvort í meðferð eða staðháttum og ber því að forðast slíkt eftir því sem unt er og láta þá hafa eins góða meðferð og kostur er á. í>að hefir verið fjárrækt vorri mjög til fyrirstöðu, hvað við höfum brúkað hrútana stutt og ekki nema unga, en með því að brúka þá fullþroskaða er bezt trygging fengin fýrir að kjarkur komi í fjárstofninn. Sóu hrútarnir góðir, ættu þeir að verða eins gamlir og ærnar, en þá verður að fara vel með þá og sú góða meðferð er ekki eingöngu innifalin í nægilegu fóðri, heldur ýmsu öðru, sem eg mun víkja að seinna. Sé hrútnum ætlaðar 50—80 ær á vetri, verður tilhleypingin að fara fram milli handa og þá má ekki láta hann „leita á“, það þreyt- ir gamia hrúta um of. Að gleppa mörgum hrútum saman í sama ærhópinn og láta þá ganga þar um fengitím- ann, eins og víða á sér stað hér á landi, er ósiður. Því skyldi heldur haga eins og gjört er í öðrum löndurn, þar sem útigangsfjárrækt er rekin, að hver hrútur er sérskilinn með sinn vissa fjárhóp um fengitímann og eru ærnar valdar til hans fyrirfram. Með þessu móti má ekki ætla hrútnuin meir en 30 ær. Gróðri meðferð tilheyrir bjart, þurt, svalt húsrúm. Hverjum hrút þarf að ætla um 9 □ álna gólf'flöt; að vísu má þó ekki binda sig alt of fast við þá reglu, því slíkt verður að miða við ýmislegt annað, sem taka verður til greina, svo sem einkum það, hve margir eru haiðir sarnan og hve mikið loftrúm er í húsinu. Séu margir saman, þarf gólfflötur ekki að vera tiltölulega eins stór eins og fyrir einn eða fáa og sé loftrými hússins gott, þarf ekki eins mikið gólfrúm. Reglulegur gjafatími og brynningar er afarnauðsynlegur fyrir hrúta til þess þeir fóðrist vel. Þeir eru vanstiltir og verði óregla á gjöt þeirra eða gjafatími færist mjög til og frá, hætt- ir þeim til að fara i áflog, sem svo leiðir til þess að þeir hætta að éta og fóðrast illa. Bæði er það að þeir þreyta sig á áflogunum og eins geta þeir skaðað sig. Eigi þeir að geta sýnt, að þeir hafi góða fóðrun, verður hirðing og meðferð að vera góð og jöfn. II. Kynbœtur með þingeysku fé. Þegar talað er um norðlenzkt fé, er venju- lega átt við það þingeyzka. Oft er spurt um það, hvort það muui geta átt við hér á Suður- landi. Hið ræktaða Baldursheimsfé er hið bezta í Þingeyjarsýslu. Nú orðið er búið mjögað blanda því saman við annað fé þar í sýslunni og hafa þær kynbætur misjafnlega tekist. Að þessar kynbætur hafa oft og einatt mistekist, stendur ekki í sambandi við kosti eða lesti Baldurs- heimsfjárins, heldur kemur það til af þvi, að þeir sem hafa ætlað að innleiða þetta fjárkyn hjá sér hafa ekki gætt þess að veita því hin nauðsynlegu lífsskilyrði, sem kostir þess, ræktaðir kostir, kröfðust. Menn gæta þess ekki sem skyldi, að öll ræktun og allar kyn- bætur, hvort heldur er á dýrum eða gróðri, krefjast vissra bættra lífsskilyrða, sem gera hinu bætta eðli mögulegt að þróast. Hér á Suðurlandi hafa verið gerðar tilraunir meðkynbæturaf þingeyskufé. Um 1892 varflutt- ur suður nokkur hópur af því. Stóðu Árnesingar fyrir þessu. Telja má að þessar tilraunir hafi algjörlega mishepnast og alls ekki orðið til bóta fyrir suunlerizka fjárrækt. En þessi til- raun hefir þó enganveginn sannað það, að þing- eyskt fé ætti ekki við á Suðurlandi, því ekki var þess gætt, um leið og féð var flutt, að færa með því þau meðferðarskilyrði, sem það þurfti og kostir þess kröfðust til þess að geta orðið viðvarandi. Það var ekki nema eðlilegt að svona tókst til, því fyrir þessari tilraun stóðu ekki menn með nægilegri þekkingu á meiri háttarkynbótum. Það er ekki fyr en nú að leggjandi er út i slíkt, er búnaðarfélag landsins getur lagt fram mann til aðstoðar við kynbætur búpenings. Til þess að geta sagt um það með vissu, hvort sömu ræktaðir kostir, og Baldursheimsté hefir, geti þrifist hér á Suðurlandi, verður að halda því sérstöku og óblönduðu um nokkra

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.