Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1906, Blaðsíða 6

Freyr - 01.12.1906, Blaðsíða 6
138 EREYR. liði, meðan það er að landvenjast. Gæta verð- ur þess og að veita því sem líkasta meðferð og það áður hefir búið við og kostir þess krefjast, að minnsta kosti að svo miklu leyti sem menn vilja viðhalda öllum kostum þess óbreyttum. Alkunnugt er það, að með meðferð fjárins getur maður aukið og tak- markað kosti þess og kynbæturnar hepnast eftir því betur, sem meira samræmi er milli með- ferðar og æxlunar. Sé þessa nákvæmlega gætt, þá er fyrst hægt að dæma um hvort náttúru- skilyrði þau eru fyrir hendi, sem leyfa fram- leiðslu ræktaðra kosta þeirra, er hið innflutta fé hefir, og tel eg engan vafa á því. Náttúru- skilyrðin eru til jafnaðar eins góð ef ekki betri á Suðurlandi og vil eg hér gera grein fyrir því áliti minu. Þegar talað er um skilyrði frá náttúrunn- ar hendi er átt við landgæði og tíðarfar. Eft- ir því sem þekking mín á Suðurlandi nær til, virðist raér það hafa fult svo góð náttúruskil- yrði til fjárræktar sem Þingeyjarsýsla, nema máske að undanteknum örlitlum hluta hennar, einni lítilli sveit, Hólsfjöllum. A Hólsfjöllum eru landgæði alveg sérstaklega góð. Yæri jafn réttlátt að miða alt Norðurland við þau eins og landgæði á Suðurlandi við landgæði í Selvogi. I Selvogi eru landgæði mjög lík og á Hólsfjöllum þó ólfku sé saman að jafna með atkomu í þeim tveim sveitum. Ejárkynið og fjárhirðingin er mjög ólík á báðum stöðun- um. A öðrum staðnum er ræktað fé, á hinum óræktað. Á öðrum staðnum reyna menn að komast, í samvinnu við náttúruna, á hinum staðnum er alt gert til að eyða þeim kostum og gæðum sem hún býður. Sú háa hugmynd sem menn alment gera sér um landgæði Þingeyjarsýslu, álít eg koma mest til at því, að menn bafa heyrt getið um jafnmeiri vænleika sauðfjár þaðan heldur en ann- arstaðar. Þetta hefir svo verið sett í samband við landgæði, en ekki gætt þess að taka það með að þar á sér stað betri frjárrækt heldur en annarstaðar og þar er bætt kyn. Framfarir þær á fénu, sem orðið hafa á síðustu árum, sér- staklega hvað hold snertir, hafa ekki komið vegna bættra náttúruskilyrða, heldur fyrir rækt,- un fjárins, betri og hagfeldari meðferð. Að tilraunin, sem gerð var 1892 með að innleiða þingeyskt fé á Suðurlandi, misheppnaðist, kemur af of fljótri blöndun og þvi, að húsvist og hirðingu var ábótavant. Eg þykist þó geta séð það, á kindum þeiin sem eg hefi séð og kyn sitt eiga að rekja til þessara innflytjenda, að náttúruskilyrðin eru fyrir höndum. Því þrátt fyrir vöntun allra viðhaldsskilyrða, nú í fleiri liðu, koma þingeysku einkennin hjá ein- stöku kindum glögglega fram, og þar sem þau koma glegst fram, í líkamsskapnaði og út- sjónarfegurð, þar er ætíð vsenleikinn með. Þetta álít eg sönnun fyrir því, að náttúran veitir norðlenzka fónu hér á Suðurlandi þróun- arskilyrði, þar sem þingeyzku kostirnir koma svo glögt fram eins og eg hefi orðið þeirra var eft- ir marga liðu og þar sem mennirnir þó hafa gert alt sem þeir gátu til þess að eyðileggja kostina. Annan lið náttúruskilyrðanna má telja veðuráttufarið og tel eg það mikið betra hér sunnanlands. Hér er vorbetra og haustbetra. Samskonar veðurátta og byrjar á Norðurlandi í september — október, byrjar ekki hér á Suðurlandi fyr en i nóvember — desember. Sami er munurinn að vorinu til. Það er með öðrum orðum lengra sumar, styttri og mildari vetur á Suðurlandi en á Norðurlandi. Sunnanlands eru að vísu míklar bleytur til jafnaðar, en þær taka alls ekki upp á fé eins og frost- hörku- byljir þeir, er það verður fyrir á Norðurlandi. Eins og Norðlendingar geta búið sig út til þess að taka af fé sínu áföll þau, sem það annars yrði fyrir af náttúrunni, eins ætti Sunn- lendingura að vera hægt að hlífa því við rign- ingunum. En þá þarf húsvistin að veia svo góð að hún skaði ekki meira en útivistin. En til þess þurfa húsin að vera rúmgóð, loftgóð, björt og þur. Þau mega ekki leka. Fátt spillir fjárrækt vorri og fé meira en slæm hús- vist og þó á hún sér alt of víða stað. Hún eyðileggur alla ræktun fjárins og gerir það að verkum, að það þrífst ekki hversu gott og mikið fóður sem það fær. III. Urn meðferð á fe utanhúss. Þegar átt er við meðferð á fé utan húss, er um ærið margt að tala. Það er umfangs-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.