Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1930, Page 3
N. C. Monberg
etatsráð.
Allir íslenzkir verlcfræðingar kannast við Mon-
berg, og flestir liinna eldri höfðu einhver kynni af
lionum. Eg kyntist honum fyrst árið 1900, er eg
var aðstoðarverkfræðingur hjá bæjarverkfræðingn-
um í Kaupmannahöfn. Þá leysti hann af liendi mjög
vandasamt verk fyrir bæjarstjórn Kaupmannahafn-
ar, sem sé að koma fyrir
pípum undir höfnina, til
að flytja skólp úr borginni
út í Eyrarsund. Má liafa
það til marks um, hvað
hann lét sér annt um unga
verkfræðinga, að liann
mundi ávalt eftir þeim litlu
afskiftum, sem eg liafði af
því verki.
Monberg var mikils met-
inn i heimalandi sínu, bæði
sem verkfærðingur og fjár-
málamaður. Hann var sam-
göngumálaráðlierra 1920.
Monberg liefir haft afskifti
af flestum stórvirkjum,sem
unnin liafa verið í Dan-
mörku síðustu 40 árin. Sér-
staklega fékkst hann mikið
við hafnarbyggingar og eft-
ir tillögum hans var farið
langt út fyrir takmörk Dan-
merkur, er um mikil og
vandasöm verk var að
ræða. Má þar t. d. nefna
höfnina við Laraclie i Afriku, sem var byggð
fyrir opnu Atlantshafi og Monberg liafði veg og
vanda af.
Hér á Islandi er hann mest kunnur af fyrstu
hafnargerðinni í Reykjavík. Hann tók það verk að
sér um árslok 1912 fyrir ákveðna borgun og lauk
við það 1917, þrátt fyrir erfiðleika og hækkandi
verð á efni og vinnu, sem heimsstyrjöldin olli, og
krafðist aldrei nokkurrar aukaborgunar. Má þar af
marka, að bann leit meira á, að standa við orð og
gerða samninga, heldur en fjárliagslegan liagnað.
Er mér óliætt að fullyrða, að Monberg var bæjar-
stjórn Reykjavikur þarfur maður og að afskifti
lians af hafnargerð Reykjavíkur voru í alla staði
gagnleg og góð fyrir bæjarfélagið.
Síðan byggði Monberg hafnarvirki í Vestmanna-
eyjum og fleiri mannvirki
í Reykjavíkurhöfn. Hann
hafði og mikil afskifti af
rannsóknum þeim, sem
stjórnin á árunum 1917—
1920 lét framkvæma á
möguleikum til liafnar-
gerðar víðsvegar við strend-
ur íslands, og sem þeir
verkfræðingarnir Kirk og
Krabbe, framkvæmdu með
miklum hyggindum, að
dómi Monbergs.Hann hafði
mikinn hug á vatnavirkjun
hér á landi, sérstaklega
virkjun Sogsins og mun
fyrstur liafa borið fram
hugmyndina um jarðgöng-
in gegnum Dráttarhlíð, sem
nú er talin lieppileg úr-
lausn, ef virkja skal Sogið.
Monberg var fæddur 31.
júlí 1856 og var faðir hans
múrarameistari. Hann dó
23. september 1930. Ekkja
hans lifir og 9 uppkomin
börn. Hjá þeim geymist minningin um góðan eigin-
mann og föður, og minningin um dugnaðarmann-
inn geymist lijá þjóð lians. Máluð mynd hans, sem
verkfræðingastéttin lét gera, er liann var sjötugur,
og sem er geymd í Friðriksborgarhöll, mun minna
komandi kynslóðir á hann. Mjmdin með línum þess-
um, er ljósmynd af þvi málverki. Einnig vér Is-
lendingar munum geyma fagrar endurminningar
um Monberg og þakklæti fyrir afskifti hans af
verkfræðilegum framkvæmdum hér á landi.
K. Zimsen.
N. C. Monberg.