Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Side 7

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Side 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 55 Var þetta hin besta skemmtun og söngvurum klappað óspart lof í lófa. Heim á hótel var svo komið um kl. 1 eftir miðnætti. Næsti dagur endaði einnig með veislu og nú var það í boði Oslóborgar, á ekki ómerkari stað en í sjálfu Ráðhúsinu. Ráðhúsið er mikil bygging og falleg, salir stórir og margir og fagurlega skreyttir. Jafnframt er þarna mikið safn dýrra og sjaldgæfra muna, bæði þarlendra og erlendra. Er fróðlegt og gaman að sjá þetta allt. Boð þetta var bæði myndarlegt og ljósmæðrum til ánægju. Ég má til með að geta þess hér, að með mér á þessu ferðalagi var 14 ára bróðursonur minn, Egill, en móðir hans var ljósmóðir. Var honum boðið að koma með mér í þessa Ráðhúsveislu. Ekki var annað að sjá en þessi ungi maður kynni vel að meta „selskapet”, en hann var annar herrann af tveimur, sem þama voru. Hinn var borgarstjóri Oslóborgar (eða staðgengill hans), sá er tók á móti okkur til þessa fagnaðar. Eftir að þingi lauk þ. 15. júní, gátu þær sem vildu og höfðu ákveðið áður, farið í sameiginlegt ferðalag út á Bygdö (Byggðarey), þar sem skoðuð voru söfn og síðan borðað saman og sýndir þjóðdansar. Sjáum við, að í mörg horn var að líta ef vel á að takast skipulagning á móti sem þessu. f stórum dráttum var þetta mjög vel af hendi leyst hjá frændum vorum Norðmönnum. Smávegis erfiðleikar virtust skapast í anddyri hótelsins, þegar ljósmæður komu til þess að láta skrá sig. Eitt var þó sem að mínu mati hefði mátt skipuleggja betur, en það var staðsetning gesta frá ýmsum löndum í sjálfu hótelinu. Hótel þetta er stórt og margra hæða, með mörgum inngöngum. Við frá íslandi og hinum Norðurlöndunum vorum dreifðar út um allt hótel og þótti okkur heldur óhagræðing í því. Aðbúnaður var annars góður. Morgunmatur var á staðnum og á mótstað var matsalur rétt við. Stutt var í lestar og þægilegt að komast milli staða þótt fólk væri ókunnugt. bingið fór hið besta fram og var til fróðleiks, skemmtunar og aukinna kynna ljósmæðra á Norðurlöndunum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.