Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 10

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 10
58 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Hulda Jensdóttir, forstöðukona. Hvar stöndum við nú og hvert stefnir? Hulda Jensdóttir talaði fyrir fslands hönd í panelumræðum á mótinu í Osló í júní, en Hulda er í stjórn sambands norrænna ljósmæðra. Var hún svo vinsamleg, að ljá okkur erindi sitt til birtingar. Úrdráttur úr þessu sama erindi birtist í danska ljósmæðrablaðinu nú í október. Heiðraði forseti, formaður norska ljósmæðrafélagsins, starfsfélagar og aðrir viðstaddir. Má ég hefja mál mitt með því að lýsa ánægju minni yfir að vera þátttakandi í ráðstefnu ljósmæðra hér í Osló þessa dagana, og má ég einnig þakka norska ljósmæðrafélaginu fyrir að hafa boðið mér hingað. Ég flyt ykkur kveðju frá íslenskum ljósmæðrum, sem ekki höfðu tækifæri til að koma hingað, og sérstaklega flyt ég kærar kveðjur frá formanni Ljósmæðraféalgs fslands, frú Steinunni Finnbogadóttur, sem hefur um lengri tíma verið íslenskum ljósmæðrum ómetanleg lyftistöng og hjálparhella. Panelumræðurnar hér í dag eru, að mér skilst, um starfsréttindi ljósmóðurinnar. Á íslandi, eins og alls staðar annars staðar, er ljósmóður- starfið sem slíkt, hið elsta sem til þekkist, og þess ber að geta, að ljósmæðrastéttin er elsta stétt kvenna í opinberu starfí á íslandi. Fyrsta menntaða ljósmóðirin hóf störf árið 1761. Nafn hennar var Katrín Margrét, dönsk kona, gift íslenskum manni. Árið eftir, þ.e. árið 1762, hóf hún að kenna ljósmæðranemum, að áeggjan þáverandi landlæknis, hins fyrsta á íslandi, dr. Bjarna Pálssonar. Það er þó ekki fyrr en árið 1912, sem Ljósmæðraskóli íslands sem slíkur er stofnsettur, en nýverið átti Ljósmæðra- félag íslands 60 ára afmæli. fslensku ljósmæðralögin eru gömul og úrelt, enda frá árinu 1933. Lengi hefur staðið til að breyta þeim og var kosin nefnd til starfa, sem skilaði störfum, en heilbrigðis- ráðuneytið hefur ekki enn lagt þær tillögur, eða drög að lögum sem nefndin skilaði, fyrir Alþingi, af einhverjum

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.