Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 12
60 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ standi: Eftirlit með konunni um meðgöngutímann og fæð- ingarhjálpin. Á vörum okkar brennur því spurningin: Hvar stöndum við og hvert stefnir? Erum við ánægðar með þá þróun, að starfssvið okkar þrengist, á sama tíma og kröfumar um meiri menntun aukast? Ljósmæður verða að standa vörð um starfssvið sitt, að það þynnist ekki stöðugt og dreifist á aðrar heilbrigðisstéttir, sem hafa næg verkefni fyrir, en ekki sérmenntun í fæðingar- fræðum. Ekki aðeins er þetta nauðsynlegt ljósmæðranna vegna, heldur vegna mæðranna, sem allar eiga þá sameiginlegu ósk, að sama fólkið annist þær, fyrir, í og eftir fæðingu, að einhverju marki eða eins og við verður komið. Öllum má vera ljóst að æskilegt er, að þróunin verði einmitt í þá veru, vegna þeirra margvíslegu jákvæðu áhrifa sem það hefur og þess öryggis sem það veitir. Mitt tillegg í umræðu dagsins er: Kvikum ekki frá samþykkt alþjóðaþingsins í Washington árið 1972, að starfs- svið okkar sé; fjölskylduáætlun, foreldrafræðsla, eftirlit um meðgöngutíma, fæðingarhjálp, sængurlega og eftirlit eftir fæðingu. Þetta allt á höndum ljósmæðra, en að sjálfsögðu í mjög nánu samstarfi við fæðingar- og barnalækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Mættum við einnig hafa í huga, að sú hugsjón sem hefur einkennt störf ljósmæðra frá upphafi vega, mætti aldrei frá okkur víkja. Mættum við halda áfram að vera lóð á vogarskál lífsins,’ foreldrum og börnum þeirra til heilla í órólegum og óöruggum heimi. Hulda Jensdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.