Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 13

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 61 Ágrip af aðalfundi, 2. maí 1979 Þar sem félagið varð 60 ára þennan dag, var þetta einnig hátíðarfundur. Formaður setti fundinn og bauð ljósmæður og gesti velkomna. Því næst tilnefndi hún starfsmenn fundarins; Valgerði Guðmundsdóttur fundarstjóra og Berg- ljótu Þórðardóttur og Elínu Stefánsdóttur fundarritara. Síðan flutti formaður afmælisræðu, er birtist í síðasta tbl. Ljósmæðrablaðsins. Þar kom fram, að fjórar ljósmæður, þær Jensína Guðrún Óladóttir, Jóhanna Margrét Þorsteinsdótt- ir, Sigurbjörg Júlía Jónsdóttir og Þórdís Ólafsdóttir, ásamt Haraldi Péturssyni fv. safnhúsverði, voru gerð að heiðursfé- lögum í Ljósmæðrafélagi íslands. Þá fluttu fulltrúar landshlutadeilda skýrslur. Margrét Þórhallsdóttir form. Norðurlandsdeildar sagði m.a., að deildin hefði verið aðili að gjöf til sjúkrahúss Akureyrar, sem var „monator” og kaupverð 3 milljónir kr. Persónulegt framlag Vilborgar Sigurðardóttur ljósmóður i Grímsey var kr. 20 þúsund. Þá gaf deildin að þessu sinni kr. 50 þúsund til styrktar útgáfu stéttartalsins. A aðalfundi deildarinnar komu ljósmæður á SigluFirði til samstarfs, enda er starfsemi deildarinnar með miklum blóma. Jónína Ingólfsdóttir flutti skýrslu Vesturlandsdeildar. I máli hennar kom fram, ásamt hugleiðingu um aukna menntun ljósmæðra, tillaga um námskeið t.d. yfir helgi, og þá í Reykjavík, á Akureyri eða á Akranesi. Elín Stefánsdóttir fulltrúi Suðurlandsdeildar minntist Georgíu Stefánsdóttur ljósmóður á Selfossi, sem lést af slysförum á s.l. ári, og sagði frá minningargjöf um hana frá deildinni. Ennfremur hafði formanni félagsins verið afhent gjöf til stéttartalsins frá Suðurnesjadeild, kr. 100 þúsund. Sólveig Þórðardóttir form. Suðurnesjadeildar sagði frá stofnun deildarinnar, sem var 27. okt. 1978. Jóhanna Þorsteinsdóttir gerði grein fyrir minningarsjóði Þuríðar Bárðardóttur. Styrk úr sjóðnum 1978, sem er

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.