Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 14

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 14
62 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ viðurkenning til viðkomandi, hlaut Guðrún Teitsdóttir ljósmóðir. Dýrfinna Sigurjónsdóttir rasddi um minningarsjóð ljós- mæðra, en reikningar sjóðsins voru ekki lagðir fram af hendi gjaldkera. Skyrsla formanns lá frammi á fundinum, ásamt meðfylgj- andi bréfum og reikningum félagsins og stéttartalsins. Nokkrar umræður urðu um endurmenntun ljósmæðra. Kristín Tómasdóttir yfirljósmóðir ræddi um fyrirhugaða endurmenntun á vegum Ljósmæðraskólans og lýsti áhuga sínum á því og fylgdi úr hlaði tillögum sínum um fyrir- komulag og námsefni. Um þessa endurmenntun má lesa í síðasta tölublaði. Formaður fagnaði því, að nú hefði fengist fastur punktur í þessu mikilvæga máli, sem endurmenntun er. Hulda Jensdóttir gerði að umræðuefni réttarstöðu ljós- mæðra, einkum varðandi störf við ungbarnaeftirlit, fjöl- skylduáætlanir og foreldrafræðslu. Vakti hún athygli á því, hve tæpt við stöndum í þessum málum, þar sem ýmsir sérhópar í öðrum stéttum væru á góðri leið með að taka í sínar hendur hin ýmsu störf af starfssviði ljósmæðra. Spurn- ingin væri: Hver er staða Ljósmæðraskólans og hversu skýr eru réttindi ljósmóðurinnar, þegar hún útskrifast þaðan. Gróa Jónsdóttir ra^ddi réttindaleysi ljósmæðra til starfa við ungbarnaeftirlit, þrátt fyrir þá staðreynd, að ljósmæður önnuðust mjög víða þennan þátt heilsuverndar. Enda kom fram hjá henni og fleirum í umræðum, að ljósmæður fengju menntun í Ljósmæðraskólanum, sem ætti að öllu eðlilegu að gefa þeim réttindi til þessara starfa. Formaður las bréf frá Vilborgu Einarsdóttur, ljósmóður, en hún hefur einnig hjúkrunarmenntun. Óskaði hún eftir að verða fullgildur félagi í L.M.F.I., og fól hún félaginu að semja fyrir sig um kaup og kjör, sem áður var í höndum Hjúkrunarfélags íslands. Formaður fagnaði þessu viðhorfi Vilborgar og taldi það styrk fyrir félagið, sem mundi gera sitt ýtrasta til að vera góður málsvari í kjarasamningum. Hulda Jensdóttir vakti athygli á þeirri óheillaþróun fyrir stéttina, að ljósmæður með aukna menntun hyrfu úr félaginu. Enda hefði þetta

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.