Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Side 15

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Side 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 63 verið tíðrætt vandamál á Norðurlöndunum og á alþjóðamóti ljósmæðra í Jerúsalem á s.l. ári. Að loknum aðalfundarstörfum var sest að sameiginlegum kvöldverði, þar sem ríkti hátíðarstemmning. Undir borðum lék Jónas Þórir Jónsson á píanó og upphófst þá glaðværð og hressilegur fjöldasöngur. Inga María Eyjólfsdóttir söng einsöng við mjög góðar undirtektir. Ræður og árnaðaróskir voru fluttar. M.a. flutti Helga Þórarinsdóttir sérstæða og skemmtilega hugleiðingu um kjarabaráttu og fleira úr félagssögunni. Anna Sigurðardóttir sagði skemmtilega smásögu. Félaginu bárust góðar gjafir, blóm og heillaskeyti. Eldri heiðursfélagar voru sérsta,klega boðnir, svo og starfsmenn við stéttartalið, þær Björg Einars- dóttir, Helga Þórarinsdóttir, Anna Sigurðardóttir og María Þorsteinsdóttir. Heiðursfélagarnir þær Sigríður Sigfúsdóttir og Kristín Teitsdóttir færðu félaginu gjafir, Sigríður bókina ,,Dan- marks jordemödren” ásamt grindarmáli úr eigu Þórunnar Björnsdóttur ljósmóður í Reykjavík. Kristín færði félaginu kr. 25 þúsund, ásamt skrautrituðum heillaóskum. Mæðrafé- lagið sendi félaginu heillaóskir á forkunnarfögru og skraut- rituðu skjali. Bandalag kvenna sendi fagran blómvönd. Eins og fram hefur komið, gat Jensína Óladóttir ekki komið á fundinn, en sendi kveðjur, heillaóskir og blómvönd, en degi síðar barst bréf frá Jensínu, sem birtist annars staðar í blaðinu. Þær Björg Einarsdóttir og Helga Þórarinsdóttir færðu félaginu bréfakörfu og pottablóm. Þessu fylgdi Björg úr hlaði með ávarpi og heillaóskum. Heillaskeyti bárust frá Helgu Níelsdóttur ljósmóður, Thorvaldsensfélaginu, Kvennasögusafni íslands, Soffíu E. Jónsdóttur f.h. Kvenfé- lagasambands Kópavogs. Síðar barst að gjöf úrklippubók frá Sólveigu Ólafsdóttur f.h. Kvenréttindafélags fslands. Fundurinn var fjölmennur og hátíðlegur. Formaður, sem stjórnað hafði fagnaðinum, þakkaði fundarmönnum kom- una og gott framlag og starfsmönnum fundarins góð störf. Ennfremur flutti hún öllum er sendu heillaóskir og gjafir innilegar þakkir og góðar óskir f.h. Ljósmæðrafélags fslands. Sleit síðan fundi.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.