Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Side 16

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Side 16
64 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Skýrsla stjórnar ó aðalfundi 2. maí 1979 Á starfsárinu voru haldnir 3 félagsfundir, 8 stjórnarfundir og árshátíð. Tvö meginverkefni hafa sett svip sinn ástarfsemi félagsins á árinu og fyrst að nefna útgáfu stéttartalsins, „Ljósmæður á íslandi”, en útgáfa þess er tileinkuð 60 ára afmæli félagsins, og kaupin á Hverfisgötu 68a. Eigi að síður hefur fjöldi mála verið til umfjöllunar og úrvinnslu hjá félaginu. Suðurnesjadeild stofnuð Þann 27. október 1978 var stofnuð ný deild innan L.M.F.Í. það var Suðurnesjadeild, stofnfundurinn var hald- inn í Keflavík, þar voru mættar 14 ljósmæður víðs vegar af Suðurnesjum. Undirbúningsnefndin bauð formanni og stjórn félagsins að vera gestir þessa stofnfundar og mættu þar auk formanns, varaformaður og ritari. Fundurinn var vel undirbúinn, ánægjulegur og öllum er að stóðu til sóma. Stofnun deildarinnar gefur góð fyrirheit nm sameiginlegt framlag til félagsins og heimabyggðarinn- ar. Formaður færði deildinni kristalskertastjaka að gjöf frá félaginu, sem tákn um vilja til að bera ljós í bæinn. Stjórnin fagnar þessum liðstyrk og þakkar framtakið. Stjórn deildar- innar skipa Sólveig Þórðardóttir, formaður, Halldóra Krist- insdóttir, Ingunn Ingvarsdóttir og Hulda Bjarnadóttir. Alþjóðamótíð í Jerúsalem Hulda Jensdóttir var fulltrúi L.M.F.f. á alþjóðamóti ljósmæðra, sem haldið var í Jerúsalem 3.—8. september 1978, samkvæmt ákvörðun og ósk stjórnar á fundi þann 19. júlí 1978. Stjórninni var það mikið kappsmál að félagið ætti

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.