Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 17

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 17
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 65 fulltrúa á mótinu, slíkt er alltaf mikilvægt, þó ekki síst nú á miklum breytingatímum, bæði í námi og störfum ljós- mæðra. Bandalag kvenna í Reykjavík Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík var haldinn 25.— 26. febrúar 1979. Þar átti félagið 3 fulltrúa, einn þeirra er formaður, sem er sjálfkjörinn. Fundurinn var fjölmennur og beindust tillögur og málflutningur allur mjög að mál- efnum barna og var það framlag til barnaárs Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi ályktana og samþykkta voru gerðar á fundinum. Má þar nefna ályktun og greinargerð frá Mæðra- heimilisnefnd, þar sem þeirri ákvörðun borgarstjórnar, að hætta rekstri Mæðraheimilisins við Sólvallagötu er mót- mælt. M œðraheimilisnefnd Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn að Hótel Esju dagana 25.— 26. febrúar 1979 mótmælir þeirri ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að hætta rekstri mæðraheimilisins við Sólvallagötu. Fundurinn telur brýna nauðsyn á því að Reykjavíkur- borg sjái þeim aðilum er þarna eiga hlut að máli fyrir athvarfi. Því tekur fundurinn sterklega undir einróma samþykkt félagsmálaráðs Reykjavíkur þ. 18. jan. 1979 um — að haldið yrði áfram rekstri mæðraheimilisins í breyttri mynd. Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til borgar- stjórnar Reykjavíkur að hún taki til endurmats fyrri ákvörðun sína í þessu máli. Greinargerð: Stofnun mæðraheimilis var eitt af baráttumálum Bandalags kvenna í Reykjavík um margra ára skeið eða uns heimilið var sett á stofn af borgarstjóm Reykjavíkur og vígt þ. 13. mars 1971 að Sólvallagötu 10. Þessu framtaki var mjög fagnað sem menningarspori í höfuð- borginni.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.