Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 18

Ljósmæðrablaðið - 01.11.1979, Page 18
66 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Slíkt spor afturábak, sem við teljum lokun mæðraheim- ilisins vera, stigið á barnaári, er nokkuð sem Bandalag kvenna treystir að ekki komi til framkvæmda, en vonar að takast megi að ná til þeirra sem þetta heimili gæti þjónað. Steinunn Finnbogadóttir Margrét Þórðardóttir Guðný Helgadóttir Fæðingarheimili Reykjavíkur Þá flutti formaður L.M.F.f. svohljóðandi tillögu ásamt greinargerð: „Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík haldinn dagana 25.— 26. febr. 1979, er andvígur öllum hugmyndum um að leggja niður Fæðingarheimili Reykjavíkur.” Meðflutningsmenn voru fímm fulltrúar á fundinum. Tillagan ásamt greinargerð var samþykkt samhljóða og að hún skyldi send öllum borgarfulltrúum. Bandalag kvenna gekkst fyrir fundi á Hótel Sögu þar sem aðalumræðuefni var málefni barna, ræðumaður var Jón Björnsson, sálfræðingur frá Akureyri. Fundinn sátu 5 fulltrú- ar frá L.M.F.Í. Annan fund hélt Bandalag kvenna á Hótel Loftleiðum í janúar 1979, og umræðuefni þar var „Matar- æði skólabarna”. Þar voru flutt hin merkustu erindi, sem voru sérprentuð og eintak afhent öllum aðildarfélögum bandalagsins. Fundinn sátu fulltrúar félagsins. Menntamálaráðuneytið gekkst fyrir fundi á Hótel Loft- leiðum þann 11. október 1979. Þar var m.a. leitað eftir hugmyndum frá hinum ýmsu félögum varðandi fram- kvæmdir í tilefni af „Ári barnsins”. Formaður L.M.F.Í. sat fundinn. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík haldinn dagana 25. og 26. febrúar 1979 er andvígur öllum hugmyndum um að leggja niður Fæðingarheimili Reykja- víkur.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.